Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 39
lega hætt að brenna jarðefnaeldsneyti til
raforkuvinnslu, ef þeir fjárfesta í þóríum-
kjarnorkuverum, en þá þarf að beina fé frá
vindi og sól og til kjarnorku. Nauðsyn þessa
hefur nú þegar runnið upp fyrir Bretum, og
mun þá styttast í, að almenningur á megin-
landinu heimti vitræna stefnubreytingu í
orkumálum hjá sér einnig.
Lykillinn að lausn fyrir ísland
Árið 1990 nam losun íslands á gróðurhúsa-
lofttegundum mældum íjafngildum kolt-
víildis, C02eq, 3701 kt (1 kt=1 þúsundtonn).
Árið 2013 hafði þessi losun aukist í 4515 kt,
og ætla má, að hún hafi vaxið síðan. Sé þó
miðað við staðfestu gildin frá 2013, felur
markmið íslands um 40% minnkun losunar
m.v. árið 1990 í sér, að árið 2030 má losunin
ekki fara yfir 2220 kt. Þetta þýðir, að á 15 ára
tímabili þarf að draga úr losun um a.m.k.
2295 teða 51% m.v. árið 2013 eða um 153 kt/
ár. Þetta er einfaldlega ekki hægt án þess að
kollsteypa hagkerfinu og valda hérfjármála-
legum glundroða og miklu atvinnuleysi,
nema með því að grípa til mótvægisaðgerða.
Fullgildar mótvægisaðgerðir eru land-
græðsla, skógrækt og endurheimt votlendis.
ísland er dreifbýlt land og stór hluti þess
eru auðnir. Skógrækt ríkisins hefur þróað
árangursríkar aðferðir við bindingu kolefnis
með lúpínusáningu á auðnum og skógrækt í
kjölfarið. Eftirfarandi upplýsingar gefur að líta
á vefsetri Skógræktar ríkisins:
„Þar sem áður var aðeins snauður, svartur
sandur, vex nú Alaskaösp, sem bindur
gríðarmikið magn kolefnis á hverju ári.
Með hjálp Alaskalúpínu má nota hina
víðfeðmu sanda Suðurlands til kolefnis-
bindingar upp í alþjóðleg viðmið íslend-
inga í loftslagsmálum."s
Alaskalúpínan myndar jarðveg með nitur-
vinnslu úr andrúmslofti, sem afkastamiklar
trjáplöntur við kolefnisbindingu geta nýtt
sér til mikils vaxtar. Við 23 ára aldur reyndist
kolefnisbinding þeirra á Markarfljótsaurum
nema 9,3 t/ha á ári af C02, en meðalbinding
í íslenskum ræktunarskógi er hins vegar 4,4
t/ha á ári samkvæmt mælingum Skógræktar
ríkisins. Við útreikninga hér á eftir verður
notað gildið 5,0 t/ha á ári yfir 40 ára tímabil,
því að menn munu fremur nota afkastameiri
tegundir, þegar ræktunin er aðallega fyrir
bindingu kolefnis. Ætla má, að stórfelld
skógrækt þurfi að fara fram til 2030 til að
binda kolefni frá landumferð og til 2050
vegna flugs og iðnaðar, en að því loknu muni
orkubyltingin verða afstaðin, nema e.t.v. í
málmframleiðslunni, og þá verður hægt að
nýta trjáviðinn með hefðbundnum hætti.
Skógræktá íslandi til kolefnisbindingar
verður fyrirsjáanlega samkeppnishæf við
kolefniskvótamarkað Evrópu, og þess vegna
ber að hefjast handa strax, því að plöntun-
arafköstum eru takmörk sett. Stofnkostn-
aður er 300 kkr/ha og reikna má með, að
afurðir skógarins standi undir rekstrar- og
viðhaldskostnaði. Með 5,0% ávöxtunarkröfu
verkefnisins í 40 ár, fæst, að kostnaður við
þessa bindingu í íslenskum ræktunarskógum
er 4000 kr/t C02 á ári. Til samanburðar er
verðið á kvótamarkaði Evrópu um þessar
mundir um 10 EUR/t eða 1400 kr/t, en það
hlýtur að hækka umtalsvert, þegar sneyðast
tekur um losunarheimildir á næsta áratugi.
Þá þrefald-ast kvótaverðið að líkindum hið
minnsta og verður þá hærra en sjálfbært verð
kolefnisbindingar á íslandi.
Varlega ber að fara í endurheimt vot-
lendis fyrr en fullrannsökuð hafa verið
gróðurhúsaáhrifin af endurbleytingunni, því
að þá eykst rotnun gróðurleifa, sem hefur í
för með sér myndun sterkrar gróðurhúsaloft-
tegundar, metans.
Koltvíildismyndun lífvera í þurrkuðum
mýrum er talin nema rúmlega 2760 t/km2á ári.
Ef þessi tala lækkar um 30% vegna metan-
myndunar niður í 20 t/ha, þá er samt að jafnaði
um að ræða ferfalt öflugri mótvægisaðgerð
við gróðurhúsaáhrif en skógrækt, á hvern
hektara reiknað.
íslenskur landbúnaður, sem þarf mótvægis-
aðgerðgegn losun 192 kt/áraf koltvíildis-
jafngildum árið 2030, mundi ná því með
bleytingu á 96 km2 af þurrkuðu landi, en
það nemur tæplega 3% af öllu óræktuðu,
þurrkuðu landi. Það er þannig fólgið töluvert
VORHEFTI2016 37