Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 72
„Allir gátu farið frjálsir ferða sinna land úr
landi, og gengi myntarinnar í ýmsum
ríkjum var skráð í landafræðinni, en ekki
dagblöðunum. Fyrstu skiptin, sem ég
kom til Edinborgar, var hægt að skipta
hinum óinnleysanlegu seðlum Lands-
bankans umsvifa- og áfallalaust fyrir
glóandi gullpeninga."
misnotkun seðlaútgáfunnar sé að tryggja
samkeppni. Einokunin ýti hæglega undir að
farið sé offari við seðlaprentun, en almenningur
muni velja þá peninga sem rýrna síður í verði.
Ríkisstjórnir hagnast beinlínis á aukinni seðla-
prentun því skuldir ríkis í viðkomandi mynt
lækka. Banki sem á í samkeppni um seðlaút-
gáfu verður að halda virði peninganna
stöðugu, ella munu handhafar þeirra skipta
þeim út fyrir aðra seðla sem halda verðgildi
sínu betur.20
Umaldamótin 1900 var almennt mikill
stöðugleiki ríkjandi í peningamálum heims-
ins. Aðhaldssemi við seðlaútgáfu Englands-
banka var meira að segja svo mikil að frá
miðjum tíunda áratug nítjándu aldar og fram
að ófriðnum mikla var verðgildi gullforða
bankans meira en peningamagn í umferð.
Einn af stórlöxunum á City nítjándu aldar,
Samuel Jones-Loyd Overstone barón (1796-
1883), orðaði það svo að einungis góðmálm-
ar væru peningar -„Precious Medals alone
are money". Á þessum hugsunarhætti voru
augljósir ágallar, því hefði peningamagn í
umferð í breska hagkerfinu eingöngu oltið
á fjölda gullmynta og gullstanga í hirslum
Englandsbanka hefði hagvöxtur stöðvast og
það þrátt fyrir fund margra nýrra gullnáma
á nítjándu öld. Nýir bankar sem tóku við
innlánum gerðu útþenslu í peningamálum
mögulega.21 Englandsbanki varð seðlabönk-
um annarra ríkja fyrirmynd. Með tíð og tíma
færðust millibankaviðskipti til hans og snemma
á nítjándu öld var tekið að líta á forvexti (e.
discount rate) hans sem lágmarksskamm-
tímavexti (e. minimum short-term interest
rate) á peningamarkaði.22
Öld öryggis rennur sitt skeið á enda
Sigurður Nordal (1886-1974), prófessor í
norrænum fræðum, lýsti heiminum fram að
ófriðnum með svofelldum hætti, þegar hann
var kominn á efri ár:
Engum kemur til hugar að neita því,
að margt hafi skort á frelsi, jafnrétti og
bræðralag í veröldinni milli 1815 og 1914.
En hver getur borið brigður á hitt, að
þetta hafi verið skeið mikilla framfara og
vaxandi hagsældar? ... Norðurálfan færðist
nær og nær því að verða ein samgöngu-
viðskipta- og menningarheild. Allir gátu farið
frjálsir ferða sinna land úr landi, og gengi
myntarinnar í ýmsum ríkjum var skráð
í landafræðinni, en ekki dagblöðunum.
Fyrstu skiptin, sem ég kom til Edinborgar,
var hægt að skipta hinum óinnleysanlegu
seðlum Landsbankans umsvifa- og áfalla-
laust fyrir glóandi gullpeninga.23
Það er íslendingum síðari áratuga framandi
tilhugsun að íslenskir bankaseðlar hefðu yfir
höfuð nokkurt alþjóðlegt verðgildi, hvað þá
að þeir væru innleysanlegir í gulli á erlendri
grundu og það án affalla. Grípum aftur niður
í minningar Sigurðar:
Og ef á allt er litið og þrátt fyrir gamlar
og nýjar meinsemdir, var flest að þokast í
áttina, líka virðingin fyrir réttindum þjóða,
stétta og einstaklinga. Það gerðist að vísu
fremur í sporum en stökkum. En flestum
fannst þeir lifa í batnandi heimi, trúðu á
sífelldar og órjúfanlegar framfarir á öllum
sviðum.
Sigurður var staddur í Kaupmannahöfn
sumarið 1914, en það sumar var óvenju heitt
og rakt. Laugardagskvöldið 1. ágúst var hann
í heimsókn hjá kunningja sínum úti ÍValby og
gekk heim síðla kvölds. Er hann var kominn
langleiðina heim rak hann augun í skæða-
drífu fregnmiða frá Politiken. Fyrirsögnin var
„Tyskland harerklært Rusland Krig". Þjóðverjar
höfðu lýst yfir stríði á hendur Rússaveldi.
Sigurður varð agndofa og gekk sem í leiðslu
70 ÞJÓÐMÁL