Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 72
„Allir gátu farið frjálsir ferða sinna land úr landi, og gengi myntarinnar í ýmsum ríkjum var skráð í landafræðinni, en ekki dagblöðunum. Fyrstu skiptin, sem ég kom til Edinborgar, var hægt að skipta hinum óinnleysanlegu seðlum Lands- bankans umsvifa- og áfallalaust fyrir glóandi gullpeninga." misnotkun seðlaútgáfunnar sé að tryggja samkeppni. Einokunin ýti hæglega undir að farið sé offari við seðlaprentun, en almenningur muni velja þá peninga sem rýrna síður í verði. Ríkisstjórnir hagnast beinlínis á aukinni seðla- prentun því skuldir ríkis í viðkomandi mynt lækka. Banki sem á í samkeppni um seðlaút- gáfu verður að halda virði peninganna stöðugu, ella munu handhafar þeirra skipta þeim út fyrir aðra seðla sem halda verðgildi sínu betur.20 Umaldamótin 1900 var almennt mikill stöðugleiki ríkjandi í peningamálum heims- ins. Aðhaldssemi við seðlaútgáfu Englands- banka var meira að segja svo mikil að frá miðjum tíunda áratug nítjándu aldar og fram að ófriðnum mikla var verðgildi gullforða bankans meira en peningamagn í umferð. Einn af stórlöxunum á City nítjándu aldar, Samuel Jones-Loyd Overstone barón (1796- 1883), orðaði það svo að einungis góðmálm- ar væru peningar -„Precious Medals alone are money". Á þessum hugsunarhætti voru augljósir ágallar, því hefði peningamagn í umferð í breska hagkerfinu eingöngu oltið á fjölda gullmynta og gullstanga í hirslum Englandsbanka hefði hagvöxtur stöðvast og það þrátt fyrir fund margra nýrra gullnáma á nítjándu öld. Nýir bankar sem tóku við innlánum gerðu útþenslu í peningamálum mögulega.21 Englandsbanki varð seðlabönk- um annarra ríkja fyrirmynd. Með tíð og tíma færðust millibankaviðskipti til hans og snemma á nítjándu öld var tekið að líta á forvexti (e. discount rate) hans sem lágmarksskamm- tímavexti (e. minimum short-term interest rate) á peningamarkaði.22 Öld öryggis rennur sitt skeið á enda Sigurður Nordal (1886-1974), prófessor í norrænum fræðum, lýsti heiminum fram að ófriðnum með svofelldum hætti, þegar hann var kominn á efri ár: Engum kemur til hugar að neita því, að margt hafi skort á frelsi, jafnrétti og bræðralag í veröldinni milli 1815 og 1914. En hver getur borið brigður á hitt, að þetta hafi verið skeið mikilla framfara og vaxandi hagsældar? ... Norðurálfan færðist nær og nær því að verða ein samgöngu- viðskipta- og menningarheild. Allir gátu farið frjálsir ferða sinna land úr landi, og gengi myntarinnar í ýmsum ríkjum var skráð í landafræðinni, en ekki dagblöðunum. Fyrstu skiptin, sem ég kom til Edinborgar, var hægt að skipta hinum óinnleysanlegu seðlum Landsbankans umsvifa- og áfalla- laust fyrir glóandi gullpeninga.23 Það er íslendingum síðari áratuga framandi tilhugsun að íslenskir bankaseðlar hefðu yfir höfuð nokkurt alþjóðlegt verðgildi, hvað þá að þeir væru innleysanlegir í gulli á erlendri grundu og það án affalla. Grípum aftur niður í minningar Sigurðar: Og ef á allt er litið og þrátt fyrir gamlar og nýjar meinsemdir, var flest að þokast í áttina, líka virðingin fyrir réttindum þjóða, stétta og einstaklinga. Það gerðist að vísu fremur í sporum en stökkum. En flestum fannst þeir lifa í batnandi heimi, trúðu á sífelldar og órjúfanlegar framfarir á öllum sviðum. Sigurður var staddur í Kaupmannahöfn sumarið 1914, en það sumar var óvenju heitt og rakt. Laugardagskvöldið 1. ágúst var hann í heimsókn hjá kunningja sínum úti ÍValby og gekk heim síðla kvölds. Er hann var kominn langleiðina heim rak hann augun í skæða- drífu fregnmiða frá Politiken. Fyrirsögnin var „Tyskland harerklært Rusland Krig". Þjóðverjar höfðu lýst yfir stríði á hendur Rússaveldi. Sigurður varð agndofa og gekk sem í leiðslu 70 ÞJÓÐMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.