Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 74
nokkru eða öllu leyti að afgreiða póstávísanir og póstkröfuávísanir til annarra landa. Þá var stjórninni einnig heimilað að leggja höft við því hversu mikið fé mætti taka út af hverri sparisjóðsbók eða innlánsbók á degi hverjum, viku eða mánuði. Ýmsum öðrum fjármagnshöftum var komið á.26 Eftir að gullinnlausnarskyldan var afnumin jókst seðlaprentun mikið, sem ásamt ýmsum ytri aðstæðum leiddi til útlánabólu. Erfiðleikar í rekstri íslandsbanka fylgdu í kjölfarið.27 Þegar haustið 1914 spunnust umræður um framtíðarfyrirkomulag seðlaútgáfu hérlendis. Björn Kristjánsson, bankastjóri Landsbank- ans og alþingismaður, fjallaði um þessi mál á opinberum vettvangi af miklum fróðleik og innsæi. Áður var nefnt að bankastjórn danska þjóðbankans taldi gjaldmiðilsþörfina hérlendis vera 30 kr. á hvert mannsbarn árið 1901. Björn Kristjánsson gat sér til um miðað við aukin verslunarumsvif að þessi tala væri 40 kr. íbúar landsins voru 87 þúsund og því ætti viðskiptamiðillinn að nema 3.480.000 kr. Björn taldi að um 10% af þessari fjárhæð væri í silfri og smámynt og afgangs yrðu því rétt rúmar þrjár milljónir króna. Að minnsta kosti helmingur útgefinna seðla yrði að vera gulltryggður í þeim banka er gæfi út seðlana og í landinu yrði að vera til staðar gull sem samsvaraði til verðmætis öllum útgefnum seðlum. Hann benti einnig á þá leið að tak- marka seðlaútgáfu með þeim hætti að leggja háan skatt á útgefna seðla umfram gulltrygg- ingu. Sú leið væri farin í sumum löndum, en á þessum tíma var mönnum mjög umhugað um að takmarka seðlaútgáfuna og fórust Birni svo um það orð: Það er sem sé svo mikil freisting fyrir seðlabanka, að misbrúka seðlaútgáfuna sé hún ótakmörkuð og mjög ódýr, þegar ekki þarf annað en að skrifa undir verðlaust pappírsblað til þess að búa sér til gjaldmiðil kostnaðarlaust og græða á honum.28 Þessi orð lýsa næmum skilningi á þeim freistnivanda sem bönkum er búinn og hefur að margra áliti leitt af sér bankakreppur nútímans. Ef allir þeir seðlar hefðu verið í umferð sem leyfílegt var að gefa út hér hefðu þeir numið 28,74 kr. á hvern mann í landinu og í reynd allir óinnleysanlegir. Svo hátt hlutfall óinnleysanlegra seðla var óþekkt meðal ríkja Norðurálfu og Vesturheims á þessum tíma, enda strangar skorður reistar nær alls staðar við útgáfu peninga umfram gulltryggingu. Líkast til hefur þetta hlutfall hvergi farið yfir 10 kr. Björn Kristjánsson bankastjóri velti því upp að landssjóður bæri í reynd ábyrgð á útgefnum seðlum íslandsbanka, þar sem Alþingi hefði með lögum gert seðlana að lögboðnum gjaldeyri með lögþvinguðu verð- gildi. Hugsanlegt tjón á gjaldmiðlinum félli því á þjóðina alla.29 í raun var lítið um gullmynt í umferð hér á landi og varla hægt að tala um„gullforða" utan fjárhirslna fslandsbanka. Sem dæmi má nefna að þá fékk Landsbankinn til sín allt árið 1913 3.805 kr. í danskri, norskri og sænskri gullmynt, en samtals nam allt inn- borgað fé í bankann í mynt og seðlum það ár 25 milljónum króna. Frá 1. janúar til 14. september 1914 fékk landssjóður svo dæmi sé tekið aðeins greiddar 10 kr. í gullmynt. Heildartekjur landssjóðs það ár voru áætlaðar 1,8 milljónir króna. íslandsbanki gat því hvergi sótt sér viðbótargull yrði gullþurrð í bankanum. Hinn 30. júní 1914 námu seðlar íslandsbanka í umferð alls 1,4 milljónum króna, en gullmyntarforði bankans átti lögum samkvæmt að vera rúmar 371 þúsund Á árum styrjaldarinnar skyldu leiðir milli Islendinga og Dana í efnahagsmálum. Dýrtíðin var mun meiri hér og þrefaldaðist verðlag styrjaldarárin, en tvö- faldaðist í Danmörku. Mikill viðskiptaafgangur var öll stríðsárin og það var því ekki fyrr en að ófriðnum loknum sem innflutningur fór að hafa óhagstæð áhrif á gengi krónunnar. 72 ÞJÓÐMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.