Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 15
betur hvert um annað, verja hvert annað
og sýna að við séum gott og eftirsóknar-
vert samfélag. Ef sótt er að forystufólki í
flokki og enginn kemur því til varnar, upp-
lifir þjóðin það sem skilaboð um sundur-
lausan flokk sem ekki sé treystandi."
Þetta er dramatísk lýsing á ástandinu innan
Samfylkingarinnar:
(1) Það voru mistök að setjast í ríkisstjórn.
(2) Rangt var staðið að stefnumálum og fram-
kvæmd þeirra.
(3) Flokkurinn erflakandi sár vegna innbyrðis
átaka og baknags.
VI.
Hér að framan hefur verið lýst stöðu eins
stefnumáls, stjórnarskrármálsins, sem hefur
hvílt eins og farg á stjórnmálastarfi undan-
farin ár. Viðjarnar sem Jóhanna Sigurðardóttir
setti um endurskoðun stjórnarskrárinnar hafa
verið rofnar. Hvað sem líður einstökum álita-
efnum hefur sátt náðst um að áfangaskipta
verkefninu og kynna niðurstöðu sameiginlega.
Hér hefur einnig verið lýst stöðunni innan
öflugustu stjórnarandstöðuflokkanna, þess
fylgismesta í könnunum, flokks pírata, og
þess sem var stærstur í upphafi kjörtímabils,
Samfylkingarinnar, sem nú stendur mjög
höllum fæti. Hið sama má segja um Bjarta
framtíð. Hún mælist svo illa að ólíklegt virðist
að hún eigi mann á næsta þingi. Vinstri græn
(VG) halda í horfinu en hafa lítið ef nokkuð til
mála að leggja.
Allt horfir til betri vegar í þjóðarbúskapnum,
efnahagur þjóðarinnar batnar stöðugt,
ríkisQármálin eru á réttu róli, atvinnuleysi
minnkar og jöfnuður eykst. Þrátt fyrir þetta
mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins lágt og
Framsóknarflokknum tekst ekki að sækja í sig
veðrið. Stjórnarflokkarnir njóta ekki góðs af
þeim árangri sem hefur náðst.
í því felst mikil áskorun fyrir stjórnarflokk-
ana að styrkja stöðu sína á traustum
málefnalegum grunni með fólki sem ávinnur
góðum málefnum traust. Rúmt ár er til þing-
kosninga, ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Björn Bjarnason er fyrrverandi
alþingismaður Sjálfstæðisflokksins
og var menntamálaráðherra og síðar
dómsmálaráðherra.
Vinstrimenn stefna í tap vorið 2017
Vinstrimenn tala sig í stöðu
hornkerlingar í stjórn-
málum. Þeir sæta færis að
hrinda frá sér kjósendum
sem ekki samsama sig við
101-rétttrúnað í miðborg
Reykjavíkur.
Nýjasta dæmið er
búvörusamningurinn.
Viðskiptablaðið vekur athygli
á því að vinstrimenn sæta
færis að lemja á bændum
og tala um bændalaun eins
og það sé ölmusa. Þegar
listamannalaun eru til
umræðu standa vinstrimenn
grjótharðir á því að aðeins
menningarfjandsamlegt fólk
amist við þeim. Samkvæmt
sömu rökum eru vinstrimenn
landsbyggðarfjandsamlegir.
í þingkosningunum vorið
2017 verður kosið um tvær
útgáfur af pólitík í tveim
afgerandi málaflokkum.
Útgáfurnar eru vinstri og
hægri. Málaflokkarnir eru
efnahagsmál annars vegar
og hins vegar félags- og
menningarmál í breiðum
skilningi.
Vinstrimenn eru í pólitísku
talsambandi við um þriðjung
kjósenda. Ólíklegt er að það
breytist á þeim 15 mánuðum
sem eru til kosninga.
Páll Vilhjálmsson á blogg-
síðu sinni 29. febrúar 20 7 6.
VORHEFTI2016 13