Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 56
Jafnvel áður en ný lög um seðlabank-
ann tóku gildi og hinir gömlu yfir-
menn yfirgáfu höfuðstöðvar bankans
hafði nafn Más Guðmundssonar verið
nefnt opinberlega. Slíkt var ekki óeðli-
legt enda hafði hann verið lengi aðal-
hagsfræðingur Seðlabankans - talinn
ágætur vinstri maður og með rætur í
róttækum hreyfingum. Á þessum tíma
var Már aðstoðarframkvæmdastjóri
peninga- og hagfræðisviðs
Alþjóðagreiðslubankans.
mundssonar verið nefnt opinberlega. Slíkt
var ekki óeðlilegt enda hafði hann verið lengi
aðalhagsfræðingur Seðlabankans - talinn
ágætur vinstri maður en með rætur í róttæk-
um hreyfingum.
Már var á þessum tíma aðstoðarfram-
kvæmdastjóri peninga- og hagfræðisviðs
Alþjóðagreiðslubankans. í samtali við
Viðskiptablaðið 10. febrúar 2009 sagði Már
að það muni hafa áhrif á afstöðu hans til
embættis seðlabankastjóra hversu breið sátt
honum sýnist að gæti skapast um Seðlabank-
ann í framhaldinu. Einnig muni persónulegir
hagir hans og tímasetningar skipta máli.
BlaðamaðurViðskiptablaðsins spurði Má
hvort stjórnvöld hafi haft samband við hann
og nefnt það við hann að hann sækti um
stöðuna. Svarið var stutt:
„Nei."
Auðvitað var það óskhyggja af hálfu Más
að ætla að breið sátt næðist um Seðlaban-
kann, eftir allt sem á undan var gengið. Már
var ekki óumdeildur, ekki síst vegna fyrri
starfa sinna sem aðalhagfræðingur bankans.
Hallgrímur Ólafsson bar Má hins vegar vel
söguna í fyrrnefndri blaðagrein. Sagði hann
flestum hnútum kunnugur innan bankans,
hann væri„virtur, vinsæll og þótti góður verk-
stjórnandi og félagi". En Haraldur benti síðan
á hið augljósa:
„Hitt ber hins vegar að hafa í huga að Már
var einn af aðalhöfundum fyrrnefndrar
peningamálastefnu. Hún kom ekki í hús
með Davíð eins og kjölturakki."
í mál gegn Seðlabankanum
Forsætisráðherra skipaði Má Guðmundsson í
embætti seðlabankastjóra í júní 2009 og tók
hann formlega við starfinu í ágúst. Már fékk
síðar að kynnast stjórnsýslu vinstri stjórnar-
innar sem hafði valið hann til að stýra
peningamálum þjóðarinnar.
í ágúst 2009 samþykkti Alþingi breytingar
á lögum um kjararáð. Þar var kjararáði gert
skylt að ákveða laun og starfskjör forstjóra
ríkisstofnana þannig að föst laun fyrir dag-
vinnu væru ekki hærri en föst dagvinnulaun
forsætisráðherra, sem námu 935 þúsund
krónum. I febrúar 2010 ákvað kjararáð að
lækka laun 22 forstjóra ríkisstofnana og -
fyrirtækja.
Samkvæmt úrskurði kjararáðs voru dag-
vinnulaun seðlabankastjóra lækkuð í rúmar
862 þúsund krónur. En um leið ákvað ráðið
að seðlabankastjóri fengi um 405 þúsund
króna greiðslu í formi fastra yfirvinnulauna.
Samtals voru laun bankastjórans því ákveðin
um 1.267 þúsund krónur á mánuði.
I lögunum var hins vegar sérstakt ákvæði
um Seðlabanka Islands:
„Kjararáð ákveður laun og önnur starfs-
kjör seðlabankastjóra önnur en rétt til
biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem
varða fjárhagslega hagsmuni hans sem
bankaráðið ákveður."
Á grundvelli þessa ákvæðis lagði Lára
V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðla-
bankans, fram tillögu um að laun seðla-
„Hitt þer hins vegar að hafa í huga að Már var einn af aðalhöfundum fyrrnefndrar
peningamálastefnu. Hún kom ekki í hús með Davíð eins og kjölturakki."
54 ÞJÓÐMÁL