Þjóðmál - 01.03.2016, Page 11

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 11
Birgitta Jónsdóttir kvartaði undan niðurrifi og að það væri farið aðhafa djúpstæð áhrifá hana. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata taldi það skjóta skökku við að „manneskja í valdastöðu, sem iþokkabót hefur opinberlega rægt aðra, þónokkuð oft og mikið" upplifi sjálfa sig í fórnarlambshlutverki. sem ástæðu fyrir því að hún bryti heit sitt um að bjóða sig ekki fram til þings að nýju. Áður hafði hún settfram skilyrði fyrirframboði sínu að gerður yrði stjórnarsáttmáli fyrir kosningar um nýja stjórnarskrá, ný stjórnarráðslög og níu mánaða kjörtímabil. Þá nefndi hún á einu stigi þau rök fyrir framboði sínu að innan nýs, fjölmenns þingflokks með fjölda nýliða yrði að vera einhver (hún) með mikla þingreynslu, manneskja sem kynni að takast á við aðra flokka og vit á málefnum. í opna bréfinu sagði Birgitta einnig: „Það er mér Ijúft og skilt að biðja opinber- lega afsökunar á því ef ég hef sært ein- hvern. Það var ekki ætlun mín en ég veit að ég get stundum verið hvatvís og þver." Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla íslands og kosningastjóri pírata í borgarstjórnarkosningunum 2014 þar sem sonur hans náði kjöri og stendur nú að meirihluta að baki Degi B. Eggertssyni, sner- ist Birgittu til varnar á FB-síðu sinni sama dag og hún birti opna bréfið. Svanur sagði meðal annars: „Píratapartýið hefur alla burði til að verða forystuafl til lýðræðisumbóta í landinu. Því er það þyngra en tárum taki að formaður framkvæmdaráðs Pírata Erna ÝrÖldudóttir ráðist með svikabrigslum á einn af þing- mönnum flokksins" Hlutverk Pírata sé að hans mati ekki„að brjóta blað í stjórnmálasögu landsins með því að trúnaðarmaður flokksins saki samherja sinn um svik". VORHEFTI2016 9

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.