Þjóðmál - 01.03.2016, Side 14

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 14
„Við búum við alvarlegan skort á trúverðugleika, sem kemur í veg fyrir að fólk styðji okkur. Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum," segir I bréfi Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Bréfið er líkt og ein samfelld árás á Jóhönnu Sigurðardóttur og stjórnarhætti hennar. Samfylkingarinnar, hafi beðið flokksmenn afsökunar á mistökum sínum. Sú afsökun sé þó aðeins fyrir hana en ekki aðra. „Við búum við alvarlegan skort á trúverðug- leika, sem kemur í veg fyrir að fólk styðji okkur. Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum," segir flokksformaðurinn. Árni Páll segir mistök að hafa gengið„inn í valdakerfi hinna gömlu flokka" með aðild að ríkisstjórninni 2007. Mistökin hafi verið framlengd með myndun stjórnar með VG árið 2009 og hann færir eftirfarandi rök fyrir máli sínu: „lcesave Við studdum samning um lcesave sem varði ekki ýtrustu hagsmuni þjóðar- innarog mæltum gegn þjóðaratkvæða- greiðslu um hann. Aðildarumsóknin Við byggðum aðil- darumsókn að ESB á flóknu baktjaldasam- komulagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildar-viðræður, sem hefði bundið alla flokka við umsóknarferlið.[...] Stjórnarskráin Við höfðum forgöngu um stjórnarskrárbreytingar, en drógum það alltof lengi að áfangaskipta verkefninu til að koma mikilvægustu breytingunum í höfn. Ég tók um síðir af skarið, en í stað þess að samtalið væri lifandi og allt uppi á borðum var upplifun fólks sú að ég hefði brugðist og fórnað málinu og allt hefði klúðrast." Þá víkur Árni Páll að því þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir var hrópuð út af þingi í maí 2010. Steinunn Valdís sagði í yfirlýsingu 27. maí 2010: „Ég tel einfaldlega að umræða um fjár- mögnun kosningabaráttu minnar í tveimur prófkjörum til borgar og þings árið 2006 og vangaveltur um eðli hennaryfirgnæfi öll mín störf á þingi og geri mér því ókleift að rækja skyldur mínar sem bæri." Árni Páll telur að Steinunni Valdísi hafi ein- faldlega verið„fórnað" af flokknum og segir: „Framgangan í Landsdómsmálinu og fórn SteinunnarValdísar hafa skilið eftirdjúp sár um alla okkar hreyfingu og sáð fræjum efasemda um að við séum samhent sveit sem axli saman félagslega ábyrgð á mis- tökum sem við gerum saman." Flokksformaðurinn segir: „Við þurfum að breyta því hvernig við tölum hvert við annað. Við þurfum að tala 12 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.