Þjóðmál - 01.03.2016, Page 23
FRAMLAG RÍKISSJÓÐS
TIL HÚSNÆÐISMÁLA 2000 TIL 2015
í MILUÓNUM KRÓNA Á VERÐLAGI 2015
S3.214
247 þúsund milljónir
Hvernig hægt er að auka ráðstöfunartekjur
heimilanna um liðlega 600 þúsund á ári
Frá árinu 2000 hefur ríkissjóður sett nær 247 þúsund milljónir króna í húsnæðismál.
Stærsti hlutinn hefur farið til vaxtabóta eða liðlega 176 þúsund milljónir og þurft hefur
að leggja íbúðalánasjóði til um 63 þúsund milljónir til að koma í veg fyrir að sjóðurinn
kæmist í þrot. Þá hefur ríkissjóður lagt fram yfir sjö þúsund milljónir í byggingu
leiguíbúða það sem af er þessari öld. Þá eru ótalin framlög vegna svokallaðrar skulda-
leiðréttingar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, beitti sér fyrir.
Þeir sem greiða vaxtagjöld af lánum vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til
eigin nota geta átt rétt á vaxtabótum og sama á við um þá sem keypt hafa búseturétt
eða eignarhlut í kaupleiguíbúð. Hér verður ekki farið út í að útskýra reglur um vaxta-
bætur og samhengið milli tekna og eigna, sem hafa áhrif á rétt einstaklinga/hjóna til
greiðslu vaxtabóta. En erfitt er að líta framhjá því að í raun eru vaxtabætur ekki annað
en niðurgreiðsla á fjármagnskostnaði einstaklinga og fjölskyldna vegna kaupa á eigin
húsnæði og hvetja fremur til skuldsetningar en eignamyndunar.
Eigid fé skiptir mestu
Þegar fjölskylda ræðst í kaup á sinni fyrstu íbúð skiptir hlutfall eiginfjár og skulda mestu.
Eftir því sem eigið fé er hærra því auðveldara er að standa undir fjármagnskostnaði enda
höfuðstóll skulda lægri og vaxtastig hagstæðara.
Ef á annað borð er ákveðið að ríkissjóður skuli veita fjárhagslega aðstoð vegna hús-
næðis hlýtur það að skipta mestu að fjármunimir nýtist vel og stuðli að því að styrkja
fjárstöðu einstaklinga og heimila. Niðurgreiðslur vaxta í formi vaxtabóta eru í besta falli
ómarkviss leið, engin trygging er fyrir því að þær séu nýttar til að standa undir greiðslu
vaxta og hvetja fremur en letja til skuldsetningar.
Það hefði því verið skynsamlegra að ríkissjóður hefði nýtt þá fjármuni sem fóru í vaxta-
bætur, björgun fbúðalánasjóðs og leiguíbúðir, í að hjálpa þeim sem voru að kaupa íbúð í
VORHEFTI2016 21