Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 33

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 33
Gt Ogígatonn ereinn milljarðurtonna) af koltvíildisjafngildum (gróðurhúsalofttegund- ir eru íjölmargar og eru umreiknaðar yfir í jafngildi C02, sbr. þorskígildi), og árið 2015 hafði þessi losun numið 2.000 Gt/ C02eq frá upphafi iðnvæðingar um miðja 18. öld. Núverandi losun nemur um 40 Gt/ár, svo að eftir 30 ár mun hitastigið hafa hækkað um 2°C að óbreyttu. Óttast er, að eftir það fáist ekki rönd við reist enn frekari hitastigshækk- un; hún verði stjórnlaus. Orkuvinnsla með jarðefnaeldsneyti veldur 2/3 losunarinnar, svo að með því að leysa hana af hólmi með sjálfbærum hætti má þrefalda tímann fram að 2°C hækkun. Það þarf mikið átak til að hindra 2°C hækk- un og kraftaverktil að hindra 1,5°C hlýnun, sem fulltrúar á Loftslagsráðstefnunni í París virtust þó sammála um, að væri keppikefli. Fulltrúar þjóðanna á ráðstefnunni vissu, hvað þarf að gera, en engin leiðsögn var veitt um, hvernig á að standa að málum, og engar skuldbindingar voru gefnar. Þar stendur hníf- urinn í kúnni, og fulltrúar olíu- og kolafram- leiðenda glotta við tönn. Þetta er gamalt vín á nýjum belgjum. Fyrir bæði hitastigsviðmiðin þarf tækni- byltingu, sem fjallað verður um í þessari grein. Stjórnmálamenn heimsins hafa hins vegar sóað tímanum frá 1980, þegar vandamálið birtist þeim fyrir tilstuðlan vísindamanna, í að kýta um fyrirkomulag á minnkun losunar og kostnaðarskiptingu á milli þjóða í stað þess að búa í haginn fyrir orkubyltingu, sem gerir þjóðum kleift með hagkvæmum hætti að hverfa af óheillabraut bruna jarðefnaelds- neytis. Það blasir þó við, að orkubylting er forsenda farsællar lausnar á viðfangsefninu. Afleiðingar hlýnunar á jörðunni eru nú þegar orðnar sýnilegar með bráðnun jökla, hækkandi sjávarborði og flótta lífvera af hefðbundnum búsvæðum sínum yfir á kaldari svæði á landi og í sjó. Þá þykjast menn sjá merki um auknar öfgar í veðurfari, staðbundinn aukinn þurrkog aftakaregn. Flafið tekur við miklu af losun mannkyns á koltvíildi og léttir þannig á styrkaukningu þess í andrúmsloftinu. Þetta ísog veldur súrn- un hafsins, sem þynnir varnarhjúp skeldýra og leysir upp kórala. Eftirfarandi er haft eftir David Attenborough1 í þessu sambandi: „Við vitum um afleiðingar hlýnunarinnar, t.d. fyrir heimshöfin. Hlýnun sjávar veldur miklu tjóni á fiskstofnum, og hlýnun jarðar veldur því, að eyðimerkur breiðast út. Vandamálin vegna hlýnunarinnareru gríðarleg; það verður að afstýra henni, hvað sem það kostar." Vegna þessara ummæla er rétt að halda því strax til haga, að ekki eru allir sama sinnis, að öllu eigi að kosta til við að hindra hlýnun, heldur vilja sumir beina meiri kröftum og fjármagni að því að fást við afleiðingarnar og jafnvel að draga úr geislun sólar til jarðar með því t.d. að dreifa brennisteini í heiðhvolfinu úr háfleygum flugvélum. Enn erfiðara mun þó reynast að ná samkomulagi um mótvægis- aðgerðir en að stemma stigu við losuninni sjálfri. Kenningar hafa verið uppi um, að aukið ferskvatn í Norður-íshafi mundi færa Golf- strauminn úr stað eða jafnvel draga úr honum, en slíkt er ekki sannað. Vandamálið, hlýnun jarðar, og orsakir hennar-losun gróðurhúsalofttegunda, eru vel skilgreind, en viðbrögð mannkyns hingað til eru röng, enda hafa þau sáralitlu skilað, sem kalla mætti viðspyrnu, og hefurt.d. koltvíildis-styrkurandrúmslofts aukist um 14 % frá 1990. Hér verður rýnt í, hvað hefur mis- tekist í þessari„baráttu", og hvað ertil ráða. Góð stjórnun á umhverfinu snýst um eignarrétt Fyrirsögnin er tekin úr grein eftir Lars Chris- tensen, alþjóðahagfræðing, í Markaðinum, 9. desember 2015. Hann tekur þar dæmi af fiskveiðum; flestar fiskveiðiþjóðir heims hafi glímt við ofveiði og geri margar enn. Þegar sjómaður veiði fisk úr„sameiginlegum stofni", minnki framboðið af fiski til skamms tíma til annarra sjómanna. Frá sjónarmiði hvers sjómanns eða útgerðar sé þá skynsamlegt að auka sjósóknina til að veiða meira, en hugsi hann hins vegar um„almannaheiH" og tak- marki veiði sína til að forðast ofveiði, hættir VORHEFTI2016 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.