Þjóðmál - 01.03.2016, Side 45

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 45
LÖGFRÆÐI Maður textans Antonin Scalia var fæddur árið 1936 og var skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna af Ronald Reagan 1986. Hann lést 13. febrúar síðastliðinn og voru fréttir af andláti hans fluttar um allan heim. Fáar andlátsfréttir hafa vakið meiri athygli á síðustu árum nema þá fréttiraf fráfalli helstu þjóðarleiðtoga. Áhugi fjölmiðla endurspeglar tvennt: Annars vegar þá miklu virðingu sem Antonin Scalia naut meðal samferðamanna sinna, jafnt andstæðinga sem samherja, fræðimanna í lögum sem leikmanna. Og hins vegar hve stórt hlutverk dómarar við Hæstarétt Banda- ríkjanna leika í stjórnskipulaginu. Árið 2008 var aldarafmæli lagakennslu á íslandi fagnað og af því tilefni kom Antonin Scalia til íslands og hélt fyrirlestur í Háskóla íslands í boði lagadeildar skólans og Hæstaréttar íslands. Hátíðarsalur Háskólans var troðfullur en fyrirlesturinn kallaði Scalia: „Mullahs of theWest: Judges as Moral Arbites of the World." í tilefni af fyrirlestrinum skrifaði Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, grein í Þjóðmál um Scalia og hugmyndafræði hans. Vegna fráfalls þessa merka fræðimanns og dómara eru skrif Jóns Steinars birt hérað nýju lítillega breytt með örfáum viðbótum. Scalia þótti skrifa beittan texta og eiga auðvelt með að tjá lögfræðilega hugsun sína á einfaldan og eftirminnilegan hátt. Meginviðhorf hans í lögskýringum má lýsa með þeim orðum að hann taldi lögin og sér- staklega þau lög sem talin eru öðrum helgari, stjórnarskrána, segja það sem þau þýða og þýða það sem þau segja. Hvorki meira né minna. Sjálfur lýsti Scalia grunnviðhorfi sínu til aðferðarfræði við lögskýringar með því að segjast vera það sem sem enskumælandi menn kalla„textualist". Jóns Steinar þýddi þetta sem maðurtextans eða orðskýringanna. Scalia lagði þannig áherslu á að við lögskýringar, sérstaklega á ákvæðum VORHEFTI2016 43

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.