Þjóðmál - 01.03.2016, Page 50

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 50
þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis". Þá voru fyrirheit um að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir„opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum". Með réttu verður því ekki haldið fram að samsteypustjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi verið mjög upptekin við að hin nýju gildi í stjórnsýslu sinni.Viðbrögð ráðherra við niðurstöðum dómstóla og kærunefnda voru a.m.k. ekki í takt yfir hástemmdar yfirlýs- ingar. Baktjaldamakk og fundir fyrir luktum dyrum voru ekki aðeins í Evrópumálum eða í misheppnuðum tilraunum til að kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem Össur Skarp- héðinsson líkti síðar við járnbrautarslys. Forsætisráðherra gagnrýndi einstakling fyrir að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Umhverfisráðherra taldi rétt að breyta lögum fyrst dómstólar komust að niðurstöðu sem var honum ekki þóknanleg. Ríkisstjórnin fór í kringum ógildingu Hæstaréttar á kosningu til stjórnlagaþings með því að skipa stjórn- lagaráð á grunni ólöglegra kosninga. Og þegar forsætisráðherrann sem jafnframt var ráðherra jafnréttismála, var talinn hafa brotið lög um jafnan rétt kynjanna, var slíkt hundsað og sagt að„faglega" hafi verið staðið að verki. Ekki sama hver brýtur lög? „Það er áfall fyrir réttarkerfið og stjórnsýslu- reglur að réttarvitund og viðhorf sjálfs dómsmálaráðherra og forsætisráðherra sé jafnhraksmánarlegt gagnvart jafnréttis- lögum og raun ber vitni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir 16. apríl 2004 í umræðum utan dagskrár um skipan hæstaréttardómara. Kærunefnd jafnréttismála hafði þá komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög. Sjálfstæðismaðurinn Björn Bjarnason var dómsmálaráðherra. í mars 2011 komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hefði sem forsætisráðherra brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga þegar hún skipaði í embætti skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Úrskurðarorð nefndarinnar voru skýr: „Forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, við skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu." í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna þessa var því haldið fram„að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun skrif- stofustjóra". í umræðum á Alþingi hélt Jóhanna því fram að málið hefði verið unnið af„bestu samvisku og af heilindum". Við ráðningu á skrifstofu- stjóranum hafi verið byggt á á„faglegu verklagi sem er alþjóðlega viðurkennt og því fylgt frá upphafi til enda". Hún hafnaði því að hægt væri að líkja málinu við gagnrýni sína á Björn Bjarnason vegna skipunar hæsta- réttardómara. „Staðreyndirnar tala sínu máli" Sem forsætisráðherra lagði Jóhanna mikið upp úr því að ríkisstjórn hennar stæði faglega að ráðningum hjá hinu opinbera. Nokkrum mánuðum áðuren úrskurðarnefnd jafnréttis- mála kvað upp sinn dóm, skrifaði Jóhanna grein um faglega og trúverðuga umgjörð um ráðningar. Greining birtist 7. janúar 2011 í Fréttablaðinu en þar sagði Jóhanna meðal annars: „Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá því að ríkisstjórnir mínar tóku við hefur verið skipað í fjölmargar stöður innan stjórnkerfisins og af þeim ráðningum má Ijóst vera að margt hefur færst til betri vegar. Skipað hefur verið í fjórar stöður ráðuneytisstjóra þ.e. í mennta- og menn- ingarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Stöðurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hæfnis- matsnefnd um að meta hæfi umsækjenda og taka við þá viðtöl áður en ráðherra tók ákvörðun. Engin þessara skipana hefur verið talin pólitísk, samkvæmt skilgreining- unni hér að ofan." Grein Jóhönnu var svar við því sem Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar 48 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.