Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 51
10 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004
FRÉTTIR
Utandagskrárumræða á Alþingi um álit kærunefndar jafnréttismála
Ráðherra sakaður um hroka
og brot á j afnr éttislögimum
Þingmenn ræddu jafnréttislög á Alþingi
í gær, en tilefnið var ummæli dómsmála-
ráðherra um að þau séu barn síns tíma.
Þingmenn stjórnarandstöðu
gagnrýndu þau ummæli harðlega.
Háskóla íslands, hafði haldið fram í frétt-
um Ríkisútvarpsins á gamlársdag. Salvör
sagðist ekki sjá að pólitískum ráðningum í
stjórnsýslunni hefði fækkað eftir að skýrsla
Rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Salvör
er einn höfunda siðfræðikaflans í rannsóknar-
skýrslunni.
Jóhanna Sigurðardóttir hafði það sem
reglu að hafna gagnrýni og vísa henni á
bug. Þegar hún skrifaði áðurnefnda blaða-
grein var hún líklega einnig búin að gleyma
svari sem hún gaf, sem forsætisráðherra, við
fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns
Framsóknarflokksins, nokkrum vikum áður.
Þar kom fram að frá nóvember 2009 til
jafnlengdar 2010 voru yfir þrjátíu starfsmenn
ráðnir í ráðuneytin án auglýsinga. í skriflegu
svari forsætisráðherra í nóvember 2009 kom
fram að 42 starfsmenn hefðu verið ráðnir án
auglýsingar það sem af var ári. Jóhanna tók
við forsætisráðherraembættinu 1. febrúar
sama ár. Þannig höfðu yfir 70 verið ráðnir án
auglýsinga til starfa fyrir stjórnarráðið, þegar
Jóhanna skrifaði í Fréttablaðið.
Staðreyndirnartöluðu sínu máli.
Mismunandi mælistika
Árið 2004 var Jóhanna Sigurðardóttir ekki að
skafa utan af því og hélt því fram að viðhorf
ráðamanna þjóðarinnar væri„mikið áfall fyrir
jafnréttisbaráttuna og raunar lítilsvirðing við
„Hæstvirtur dómsmálaráðherra er
skólabókardæmi um valdhroka og
skólabókardæmi um mann sem hef-
ur verið of lengi við völd.“
Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, var næstur í pontu og
sagði: „Hetra forseti. Háttvirtur
þingmaður Ágúst ólafur Ágústsson
er bara síns tíma.“ Síðan sagði hann:
„Skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar
í stöðu dómara við Hæstarétt var
þjóð sem kennir sig við jafnrétti og mann-
réttindi":
„Hroki og vankunnátta hæstvirts forsætis-
ráðherra og dómsmálaráðherra á jafnréttis-
lögum er hrópandi."
Þannig var það hroki og vankunnátta
þegar Björn Bjarnason vartalin hafa farið
gegn jafnréttislögum en„faglega" að verki
staðið þegar forsætisráðherrann Jóhanna
Sigurðardóttir gekk gegn sömu lögum
samkvæmt niðurstöðu kærunefndar jafn-
réttismála. Árið 2004 var Jóhanna klár á því
hvað myndi gerast í öðrum löndum:
„Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra
sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið
látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt
hjá ráðherrum og þeir komast upp með
allt. Ef ráðherrar eru ósáttir við lög eiga
lögin bara að víkja en ekki þeir að þeirra
mati."
Össur Skarphéðinsson orðaði sömu
hugsun 11. maí 2004 þegar enn var rætt um
skipan hæstaréttardómara utan dagskrár:
„í flestum löndum hefði ráðherra sem orðið
hefði svo alvarlega á í messunni fyrir löngu
sagt af sér. Ég spyr því að lokum: Hvernig
ætlar hæstvirtur ráðherra að axla ábyrgð
sína? Ætlar hann að sitja eins og ekkert hafi
í skorist?"
Össur spurði ekki þessara spurninga þegar
Björn Jóhanna
Bjamason Sigurðardóttir
VORHEFTI2016 49