Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 55

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 55
bankastjóra til bráðabirgða" væri snjallt. í leiðara blaðsins 28. febrúar 2009 sagði að Svein Harald 0ygard uppfylli allar þær kröfur, sem gerðar væru til seðlabankastjóra um menntun og reynslu. Ritstjórn Morgun- blaðsins undir forystu Ólafs Stephensen hélt því fram að hinn nýi seðlabankastjóri gæti gengið beint til verks og óskaði eftir því„að hann fái til þess vinnufrið": „Stjórnarandstaðan á Alþingi leggst vonandi ekki í fleiri lagakróka til að vefengja að rétt hafi verið að ráðningu hins nýja seðlabankastjóra staðið. Kostirnir við að fá útlending í starfið, að minnsta kosti um skamman tíma, liggja nefnilega í augum uppi." Lagakrókar eða brot gegn stjórnarskrá? Svein Harald var ekki skipaður seðla- bankastjóri heldur settur til bráðabirgða, eins og áður segir. í 20. grein stjórnarskrárinnar segir að engan megi„skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt". Þá skal embættismaður„vinna eið eða dreng- skaparheit að stjórnarskránni". Efasemdir voru því uppi um að hægt væri að setja erlendan ríkisborgara í embætti og Sigurður Líndal lagaprófessor taldi að vafinn yrði þeim mun meiri sem viðkomandi sæti lengur í embætti. Aldrei reyndi hins vegar formlega á hvort setning norsks manns í embætti seðlabankastjóra gengi gegn ákvæðum stjórnarskrár. Sama dag og leiðarahöfundur Morgun- blaðsins óskaði eftir að stjórnarandstaðan beitti ekki fleiri„lagakrókum" greindi blaðið frá því að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hafi verið fyrsti gestur hins norska seðlabankastjóra. Haft var eftir Stoltenberg að norsk stjórnvöld hefðu bent á 0ygard. Norski forsætisráðherrann og 0ygard eru gamlir skólafélagar auk þess sem þeir höfðu starfað saman innan Verkamannaflokksins. Morgunblaðið hafði það eftir 0ygard að hann vonaðist til „að starf hans sem aðstoðar- Ijármálaráðherra Noregs frá 1990 til 1994 og seta í efnahagsráði norska Verkamannaflokks- ins, systurflokks Samfylkingarinnar, til ársins 2000 styrki hann". Markmið Jóhönnu Sigurðardóttur var að í seðlabankanum sæti maður sem væri henni pólitískt þóknanlegur. Hún gat í besta falli gert sér vonir um að hægt væri að komast tímabundið framhjá ákvæðum stjórnarskrár um ekki gætu aðrir gegnt störfum embættis- manna en íslenskir ríkisborgarar. Því var nauð- synlegt að til lengri tíma væri um íslenskan borgara að ræða. Jafnvel áður en ný lög um seðlabankann tóku gildi og hinir gömlu yfirmenn yfirgáfu höfuðstöðvar bankans hafði nafn Más Guð- VORHEFTI2016 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.