Þjóðmál - 01.03.2016, Page 58
FRÉTTABLAÐIÐ
7. mai 2010 FÖSTUDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: Lára V. Júlíusdóttir formaður bankaráðs Seðlabankans
Eðlilegt af Má að gera fyrirvara
um laun miðað við aðstæðurnar
Útlit er fyrir að ekki verði
staðið við samkomulag sem
gert var við Má Guðmunds-
son um laun. Lára V. Júlíus-
dóttir, formaður bankaráðs
Seðlabankans, hefur sagt
að henni hafi verið falið að
efna samkomulagið. Á hinn
bóginn hefur hún hvorki
viljað upplýsa hver gerði
samkomulagið við Má né
hver fól henni að efna það.
Þú hefur ekki viljað segja hver gaf
Má Guðmundssynifyrirheit um að
laun hans yrðu þau sömu ogfor-
vera hans. Hvers vegna ekki?
„Ég kýs að tjá mig ekki um
ástæður þess.“
Finnst þér þjóðin ekki eiga
heimtingu á að vita hver gafþetta
fyrirheit?
„Ekki frá mér.“
Hver bar þér þau boð að borga
bceri Má sömu laun og forveri
hans hafði?
„Þegar gengið var frá því að
hann kæmí til starfa þá gerði
hann áskilnað um þetta atriði og
þvf var vitað af þvf þegar hann
Lára V. Júlíusdóttir var í viðtali við Fréttablaðið 7. mai 201 Oum launamál seðiabankastjóra. Hún
var á þeim tima formaður bankaráðs.
FORMAÐUR BANKARÁðsins Lára V. Julíusdóttir var aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur víð upphaf ráðherraferils hennar árið
1987. Hún kveðst vera mikill aðdáandi Jóhönnu og telur að launamál seðlabankastjórans spilli ekki sambandi þeirra.
júlí, hann kom til starfa í ágúst, en það var
ekki fyrr en í febrúar að niðurstaða kom í
kjararáði. f framhaldi af því var nauðsynlegt
að taka afstöðu til þess hvernig túlka eigi
breytingu 28. greinar Seðlabankalaganna
og finna út hvernig ætti að meðhöndla
málið."
Blaðamaður Fréttablaðsins gafst ekki upp
og spurði:
„Forsætisráðherra hefur hvað eftir annað
neitað að Má hafi verið gefið eitthvert fyrir-
heit. Flvernig berað skilja málið í því Ijósi?"
Svar Láru verður að teljast athyglisvert:
„Ég kýs að skilja það þannig að ekki sé vilji
til að fylgja þeim fyrirheitum eftir í Ijósi
ástandsins."
Þá var Lára innt eftir skoðun hennar á að
„Má hafi verið gefið fyrirheit um tiltekin laun":
„Ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér
eðlilegt að hann hafi gert þennan fyrir-
vara miðað við það launaumhverfi sem
hann kom úr. Það verður að skoða málið í
því Ijósi. Flann er að koma úr starfi sem er
margfalt betur launað heldur en það starf
sem hann er að taka við. Og það er ósköp
eðlilegt að menn fari yfir slíkar breytingar
bæði með sjálfum sér og sinni fjölskyldu."
Augljóst er að Lára V. Júlíusdóttir, sem í
mörg ár gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sam-
fylkinguna og var trúnaðarmaður Jóhönnu
Sigurðardóttur, taldi sig aðeins vera að fylgja
eftir því sem Má Guðmundssyni var lofað.
Forsætisráðherra mótmælti og kannaðist
ekki við loforð.
í júní 2010 kom í Ijós að Már Guðmundsson
hafði átt í beinum tölvupóstsamskiptum við
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um
launakjör áður en hann var skipaður seðla-
bankastjóri. Morgunblaðið greindi frá því 6.
júní 2010 að stuttu áður en Már var skipaður
hefði hann sagt í tölvupósti til Jóhönnu að
37% launalækkun væri líkleg til að valda því
að hann hætti við umsókn sína, en að hann
vonaðisttil að hún fyndi lausn á því máli.
í tölvubréfi til Jóhönnu, dagsettu 21. júní
2009 sagði Már:
„Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög
mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í
núverandi starfi. Mér er einnig Ijóst að til
56 ÞJÓÐMÁL