Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 61

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 61
var að reyna að grafa undan trúverðugleika Ríkisendurskoðunar. Haustið 2012 fór Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar og þingmaður VG, fremstur í flokki í gagnrýni á stofnunina. Ríkisendurskoðun var gefið að sök að hafa dregið úr hófi að skila skýrslu um kaup á fjárhagsupplýsingakerfi fyrir ríkið. Kastljós Ríkisútvarpsins fjallaði ítarlega um drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar sem fréttamenn höfðu komistyfir. Um það var ekki deilt að vinnubrögð Ríkisendurskoðunar við skýrslugerðina voru ámælisverð. Undir það tók Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. Það merkilega við harða gagnrýni formanns fjárlaganefndar var að hann hafði í þrjú ár haft vitneskju um að drög að skýrslunni væru tilbúin. Björn Valur gerði ekkert til að fylgja málinu eftir fyrr en ganga þurfti frá fjáraukalögum ársins og fjárlögum komandi árs. Hann lýsti því yfir að fullkominn trúnaðarbrestur væri gagnvart ríkisendurskoðanda. Að frumkvæði Björns Vals ákvað meirihluti fjárlaganefndar að óska ekki eftir umsögn Ríkisendurskoðunar á fláraukalögum. Skýring formanns fjárlaganefndar stenst illa skoðun. Vandséð er hvernig meirihluti fjár- laganefndar gat komist að þeirri niðurstöðu fyrir hönd Alþingis að trúnaðarbrestur væri fyrir hendi. Ástæður meirihlutans voru aðrar. Það var verið að beina athyglinni frá fjárauka- lögum og fjárlögum. Um leið var hafinn undir- búningur að því að draga broddinn úr þeim aðfinnslum sem forráðamenn ríkisstjórnarinn- ar óttuðust að Ríkisendurskoðun setti fram við stjórnun ríkisfjármála. Ríkisendurskoðandi er starfsmaður Alþing- is samkvæmt lögum og ber ábyrgð gagnvart því. í annarri grein laga um stofnunina segir að forsætisnefnd Alþingis geti,„að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi". Ef meirihluti fjárlaganefndar var á því að trúnaðarbrestur hafi orðið milli ríkisendur- skoðanda og Alþingis, bar meirihlutanum að leggja til við forsætisnefnd að viðkomandi yrði vikið úr starfi. í framhaldinu hefði for- sætisnefnd óskað eftir samþykki Alþingis og tekið þannig undir með meirihluta fjárlaga- nefndar. Slík tillaga kom hins vegar aldrei fram og því ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að um pólitískan leikaraskap hafi verið að ræða við afgreiðslu fjárauka og fjárlaga. Pólitísk afskipti Guðmundur Bjarnason lét af störfum sem forstjóri íbúðalánasjóðs í lok júní 2010.Vegna pólitískra afskipta ráðherra reyndist erfitt að skipa eftirmann Guðmundar. Þá sat Árni Páll Árnason sem félagsmálaráðherra og var því æðsti yfirmaður húsnæðismála. Ásta H. Bragadóttir, aðstoðarframkvæmda- stjóri íbúðalánasjóðs, var einn umsækjanda um stöðu forstjóra og meirihluti stjórnar sjóðsins taldi rétt að ráða hana í starfið. En ákvörðun um ráðninguna var frestað og sinnti Ásta stöðu forstjóra tímabundið. Undir lok ágúst sendi Árni Páll stjórn íbúðalána- sjóðs bréf þar sem hann lagði til að sérstök valnefnd yrði skipuð vegna ráðningar nýs forstjóra, en meðal umsækjenda var náinn samverkamaður og ráðgjafi Árna Páls. Stjórnin íbúðalánasjóðs lét undan þrýstingi ráðherrans en Ásta dró umsókn sína til baka. Niðurstaða fékkst ekki fyrr en í nóvem- ber og það eftir að auglýst var að nýju eftir forstjóra íbúðalánasjóðs. Guðbjartur Hannes- son hafði þá tekið við lyklavöldunum í félagsmálaráðuneytinu og Árni Páll settur út í kuldann. Farsinn í kringum ráðningu umboðsmanns skuldara var jafnvel enn skrautlegri. Ríkisstjórnin ákvað að koma á fót embætti umboðsmanns skuldara. í lok júní 2010 var embættið auglýst og sóttu níu um starfið. Niðurstaðan var sú að ráða Runólf Ágústsson, dyggan félaga í Samfylkingunni, í embættið. Fjölmiðlar og þá sérstaklega DV fjölluðu ítarlega um fgármál Runólfs og þátttöku hans í viðskiptalífinu. Skipan Runólfs var harðlega gagnrýnd og margirtöldu það vafasamt að hann hefði hæfi til að sinna embætti umboðsmanns skuldara. Runólfur tók formlega við embættinu 1. ágúst en tveimur dögum síðar sagði hann því VORHEFTI2016 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.