Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 79

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 79
eina danska, sé myntbreytingin 1981 tekin með í reikninginn. Að lokum Stofnun íslandsbanka í byrjun tuttugustu aldar varð einn helsti aflvaki framfara hér- lendis og um leið var fjármálakerfi landsins nútímavætt. Hins vegar skorti bankann nauðsynlegt aðhald við seðlaútgáfu og á árum ófriðarins má segja að bankanum hafi verið gefinn laus taumur.Takmörkuð gull- trygging og skortur á gulli innanlands gerði það að verkum að málmforðatrygging bank- ans var í reynd fölskfrá fyrsta degi. Þá voru bankanum ekki að öðru leyti settar nægar hömlur á seðlaprentun. Við þau tímamót að ísland varð frjálst og fullvalda ríki var þess ekki gætt að því að tryggja greiðsluhæfi gjaldmiðilsins og stöðug- leika hagkerfisins með sérstökum seðlabanka. Þessum málum var í reynd ekki sinnt og gjaldþrot fslandsbanka varð óumflýjanlegt. Eðlilegast hefði verið við þær aðstæður sem uppi voru í kjölfar ófriðarins að ríkissjóður legði íslandsbanka til nýtt hlutafé og styrkti hann þannig sem seðlabanka, ellegar að komið yrði á fót sérstökum seðlabanka.50 Víðtækíjármagnshöft urðu fylgifiskur Tilvísanir: 1. Niall Ferguson:The Ascent of Money. A Financial Flistory of the World, Lundúnum 2008, bls. 64. 2. „Gullöld öryggisins" í bók Stefans Zweig: Veröld sem var. Sjálfsævisaga. Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason þýddu. Reykjavík 1958, bls. 11. 3. i almennri umfjöllun um peningamál annarra ríkja er hér annars vegar stuðst við Handbókfyrir hvern mann. Margvíslegur fróðleikur, sem daglega getur að haldi komið. Einar Gunnarsson tók saman. Fjórða útgáfa, aukin, Reykjavík 1915. Hins vegar er notast við Hages Haandbog i Handelsvidenskab 1910. 4. „A pont of View: Making friends the shared currency way". bbc.co.uk/news/magazine, 24. febrúar 2012. 5. Sama heimild. 6. „Danmörk". Skírnir, 48. árgangur 1874, bls. 151. 7. Auglýsing nr. 80/1873.Tíðindi um stjórnarmálefni íslands III, bls. 666-675. Lovsamling for Island XXI, bls. 682-699. 8. „Ný lagasetning". Þjóðólfr, 26. árg. 25. febrúar 1874. 9. Alþt. 1885. C-deild, d. 71. 10. Björn Kristjánsson:„Bankaseðlar". Ingólfur, 39. tbl. 2. árg. 1914, bls. 154. hins nýja ríkis fljótlega frá stofnun og í fjármálum mátti landið heita vanþróað lungann út tuttugustu öld. Á sama tíma varð mikil framþróun í bankamálum erlendis og einkabankar uxu áfram að styrk á öðrum Norðurlöndum, en hérlendis varð til ríkis- bankakerfi. Heil öld er iiðin frá flestum þeim viðburðum sem að framan voru greindir. Þrátt fyrir það hefur ekki enn fundist farsæl lausn á gjaldmiðilsmálum Islendinga. Eftir skarmmvinnt frjálsræðisskeið á árunum 1995-2008, er gjaldmiðillinn aftur í viðjum fjötra og hvergi gjaldgengur á alþjóðlegum mörkuðum. Hugsjónir nítjándu aldar manna um fjölþjóðlega gjaldmiðla hafa gengið í endurnýjun lífdaga, þrátt fyrir að takmarkanir á seðlaprentun séu litlar nú á dögum og flestir gjaldmiðlar veikburða miðað við þann stöðugleika sem ríkti um aldamótin 1900. Við framtíðarskipan í gjaldeyrismálum íslendinga er rétt að líta til sögunnar sem fáum er kunn, en án efa geta skynsamir menn dregið af henni nauðsynlega lærdóma. Björn Jón Bragason er lögfræðingur og sagnfræðingur að mennt og ritstjóri Reykjavík vikublað 11. Halldór Jónsson:„Bankamál". Andvari, 1. tbl. 27. árg. 1902, bls. 101-102. 12. Friedrick von Hayek:„The Political Order of Free People". Law, Legislation and Liberty, 1982, bls. 57-58. 13. Halldór Jónsson:„Bankamál“. Andvari, 1. tbl. 27. árg. 1902, bls. 100. 14. Alþt. 1901. B-deild, d. 221-222. - Þórður J. Thoroddsen (1856-1939) var alþingismaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu árin 1895-1902. Hann var læknir í Reykjavík og hafði numið læknisfræði í Höfn og Kristjaníu að loknu prófi frá Læknaskólanum. 15. Björn Kristjánsson:„Bankaseðlar". Ingólfur, 38. tbl. 12. árg. 1914, bls. 150. 16. Björn Kristjánsson:„Bankaseðlar". Ingólfur, 39. tbl. 12. árg. 1914, bls. 154. - Björn Kristjánsson (1858-1939) var skósmiður að mennt, en hafði einnig numið tónfræði í Höfn. Hann starfaði sem bókhaldari og gerðist síðar kaupmaður. Hann sat á Alþingi árin 1900-1931 fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu og var á þeim tíma í alls tíu þingflokkum. Árin 1909-1918 var hann bankastjóri Landsbankans og fjármálaráðherra um nokkurra mánaða skeið árið 1917. 17. Björn Kristjánsson:„Bankaseðlar". Ingólfur, 38. tbl. 12. árg. 1914, bls. 150. VORHEFTl 2016 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.