Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 86

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 86
upp á hrikalega sviðsmynd. Og ég bara vona að slíkar sviðsmyndir ekki rætist." Þessi dökka sviðsmynd sem hagfræðiprófessorinn sá fyrir sér rættist ekki og var reyndar aldrei líkleg á meðan íslend- ingar réðu sínum málum sjálfir. Sterkar útflutningsgreinar og sjálfstæður gjaldmiðill sáu til þess. Nú þegar útreikningar Hersirs liggja fyrir væri áhuga- vert að fá nánari greiningu á því hvernig mál hafa þróast og hvort frestun samninga og síðan höfnun þeirra hafi yfir höfuð neikvæð áhrif. Það bíður betri tíma. Vitaskuld varákveðinn þrýstingurfrá þeim sem áttu ekkert í húfi svo sem lánshæfismats- fyrirtækjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þessir aðilar vildu bara eyða óvissu sem hentaði illa þeirra þókum. Þessi þrýstingur síaðist inn víða eins og birtist í ummælum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi 24. september 2009, þegar hann var spurður um tafir á afgreiðslu láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum: „Þetta hefur því miður strandað á lcesave- málinu. Það er bara rétt að segja það eins og það er, þannig að þeir sem um það véla ættu að hugsa sig um tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum, þegar þeir taka ákvörðun um framhald þess máls." Lausn með samningi var þannig að dómi margraeina ástættanlega niðurstaðan. Breytti engu þó að í áðurnefndri skýrslu Seðlabanka íslands frá því í ágúst 2009 sé að finna ágætar lýsingar á því sem íslenskt samfélag gæti átt von á ef samningurinn yrði samþykktur. Meðal annars umtalsverða hækkun á virðisaukaskatti til að standa undir ábyrgð ríkisins. Var þar gert ráð fyrir að neðra þrep skattsins (7%) hækkaði um 0,88% og efra þrepið (24,5%) um 3,07%. Með öðrum orðum, íslenskir neytendur hefðu setið uppi með hækkanir á skattkerfinu og að öllum líkindum hefði verið ómögulegt að ráðast í þær lækkanir sem hafa átt sér stað á tollum í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Hvað þá að unnt hefði verið að afnema vörugjöldin sem margirstuðningsmenn samningaleiðarinnar í hópi atvinnurekenda fagna nú. Líklega hefðu neytendur misst þarna af tugmilljarða ávinningi. Það er tala sem taka þarf með í reikninginn þegar dæmið er gert upp í heild sinni. Að lokum má geta þess að undirritaður hefur haldið úti Facebook-síðu um nánastallt er varðar lcesave-samningana síðan bók mín um þá kom út fyrir jólin 2010. Það hefur meðal annars orðið til þess að hin orðmargi blaðamaður Vísis, Jakob Bjarnar Grétarsson, hefur sagt að það hafi enginn áhuga á lcesave nema ég og útgefandi minn, Jónas Sigurgeirsson, sem vel að merkja, sendi einmitt fyrirspurnina til Vísindavefsins. Auðvitað hefur Jakob rangt fyrir sér en ummæli hans eru tákn- ræn um þá þöggun sem margirfjölmiðlar ástunda um málið. Þannig sá fréttastofa Ríkisútvarpsins aldrei ástæðu til að fjalla um bók mína á sínum tíma og er hún þó eina ritið sem um málið hefur fjallað sérstaklega. Ríkisútvarpið hefur í engu getið útreikninga Hersirs. Það er í takt við ákvörðun fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur ákveðið að mæta þeim með þögn. Maðurinn sem sagði við afgreiðslu Svavars- samningsins á Alþingi: „Ég trúi því að sagan muni sýna að við séum hér að gera rétt. Að endurreisn íslands, sjálfstætt og velmegandi í sam- félagi þjóðanna muni sanna það, muni verða sönnunin." Annað kom á daginn. Sigurður Már Jónsson er höfundur bókarinnar; lcesave samningarnir - afíeikur aldarinnar? 84 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.