Þjóðmál - 01.03.2016, Side 91
PART OF LANDSBANKI,
júní 2016. Af því hefði, samkvæmt svarinu,
ríkissjóður greitt 67 milljarða en Tryggingar-
sjóðurinn 20 milljarða.
Þegar þetta svar birtist hafði Landsbankinn
ekki lokið uppgjöri við forgangskröfuhafa og
því þurfti að áætla tímasetningar á síðustu
greiðslunum úr búinu, sem voru áætlaðar 1.
júlí 2015 og 1. janúar 2016. Landsbankinn
fékk hins vegar ekki undanþágu fyrir
greiðslunum fyrr en 11. janúar 2016 og fór
lokauppgjörið fram þann dag. Vegna styrk-
ingar krónunnarfrá l.júlí2015 til 11.janúar
reyndist þessi seinkun á greiðslunum draga
nokkuð úreftirstöðvum skuldarTryggingar-
sjóðsins skv. samningunum og hefðu þær
einungis numið 0,5 milljörðum króna. Vaxta-
greiðslur hefðu hins vegar aukist um einn
milljarð króna á móti svo endurmat á heildar-
greiðslum vegna þeirra samninga nemur því
83 milljörðum króna.
Við samanburð á hugsanlegum heildar-
greiðslum vegna þessara tveggja mismunandi
samninga þarf að hafa í huga að greiðslur
vegna þeirra fara fram á mismunandi tímum
og því getur verið misvísandi að bera ein-
göngu saman heildarfjárhæðimar. Greiðslur
vegna Lee Buchheit-samninganna hefðu
orðið mestar á árunum 2011-2014 en engar
greiðslur hefðu hins vegar orðið af Svavars-
samningunum fyrr en árið 2016. Þá gerði Lee
Buchheit-samningurinn ráð fyrir að eignir
Tryggingarsjóðsins að fjárhæð 20 milljarðar
króna yrðu nýttar til að greiða hluta af fyrstu
vaxtagreiðslunni en ekkert slíkt ákvæði var í
Svavars-samningunum.
REYKJAVIK, ICELAND
Eins og fyrr segir er venja að setja fjárhæðir
í ríkisfjármálum fram sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu hvers árs. Slíkframsetning
gefur betri samanburð á fjárhæðum milli ára
og í henni felst að einhverju leyti leiðrétting
bæði fyrir verðlagi og tímavirði peninga. Sem
hlutfall afVLF hefðu heildargreiðslur vegna
Lee Buchheit-samninganna numið 4,6% en
eins og fyrr segir eru áætlaðar eftirstöðvar
Svavars-samninganna íjúní nk. um 8,8% af
VLF. Á þennan mælikvarða hefðu greiðsl-
ur vegna Svavars-samninganna því orðið
tæplega tvöfalt hærri en greiðslur vegna Lee
Buchheit-samninganna.
Fyrirvari
Að lokum verður að setja þann fyrirvara við
þessa áætlun að hún er sett fram miðað við þá
þróun sem orðið hefurfrá því samningunum
var hafnað. Hugsanlegt er hins vegar að
samþykkt samninganna hefði haft áhrif á
þróunina og þá hefði niðurstaðan að sjálf-
sögðu getað verið önnur. Samþykkt samn-
inganna hefði sem dæmi getað haft áhrif
á þróun gengis krónunnar, hvort sem er til
styrkingar eða veikingar. Hefði krónan styrkst
hefðu eftirstöðvarnar verið lægri en hærri
hefði hún veikst. Þá hefði samþykkt samning-
Á þennan mælikvarða hefðu greiðslur
vegna Svavars-samninganna því orðið
tæplega tvöfalt hærri en greiðslur
vegna Lee Buchheit-samninganna.
VORHEFTI2016 89