Morgunblaðið - 18.06.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 18.06.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021 Eldgosið í Fagradalsfjalli sýnir eng- in merki þess að vera í rénun nú þegar þrír mánuðir eru liðnir frá því að það hófst. Gosið hófst föstudags- kvöldið 19. mars og hefur síðan verið áberandi í fréttum hér nær daglega. Fjölmargir hafa farið að gosstöðv- unum, sumir gangandi en aðrir með þyrlu. Við höfum fengið fréttir af bónorðum, upptökum á tónlistar- myndböndum, pulsusölu og fólki sem hefur næstum farið sér að voða. Og þetta virðist rétt svo vera að byrja. Samkvæmt nýjustu mælingum mælist Fagradalshraun nú 3,23 fer- kílómetrar. Það hefur aukist um rúmlega 60.000 fermetra á dag frá síðustu mælingu eða sem samsvarar um níu fótboltavöllum á dag. Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur segir að nokkrir hlut- ir geri eldgosið í Fagradalsfjalli sér- staklega áhugavert. „Í fyrsta lagi að það markar upphaf á nýju tímabili gosa á Reykjanesskaga. Þar hefur ekki gosið í 800 ár. Þá hagar gosið sér töluvert öðruvísi en flest önnur gos sem við höfum séð. Þau hafa jafnan verið langstærst í upphafi, svo hefur flæðið minnkað og er kannski stöðugt í nokkurn tíma með sveiflum. Þarna sáum við mjög ró- lega byrjun en svo hefur það stækk- að talsvert. Núna eftir þrjá mánuði er það tvöfalt stærra en í upphafi. Þetta er hegðun sem við höfum ekki séð á Íslandi síðustu hundrað árin og jafnvel lengra aftur.“ Hann segir einnig áhugavert að fylgjast með því hvernig hraunið fyllir dali og dældir og renni um- hverfis móbergsfjöllin. Svæðið sé smám saman að verða eins og lands- lag er annars staðar á Reykjanes- skaga. Magnús segir ómögulegt að segja til um það hversu lengi gosið muni standa eða hvort hraunrennslið muni aukast frekar. Hann segir jafnframt að þær aðgerðir sem ráð- ist er í til að verja vegi, ljósleiðara og fleira séu sjálfsagðar en þær muni litlu breyta um stóru myndina. Áhrifin ráðist af því hversu lengi gosið stendur. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Núna Gosið eins og það leit út þegar dróni ljósmyndara Morgunblaðsins flaug yfir svæðinu á miðvikudag. Myndin, sem tekin er í átt að Merardölum, sýnir vel hversu víðfem hraunbreiðan er orðin. Mun stærra en í upphafi - Þrír mánuðir frá því eldgos í Fagra- dalsfjalli hófst - Hraunið stækkar ört Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgot t, hollt og næring arríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.