Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021 Morgunblaðið/Eggert Vinsælt Fljótlega varð vinsælt að fara að gosstöðvunum. Sjónarspilið þótti einkar tilkomumikið í ljósaskiptunum. Þessi mynd var tekin um miðjan apríl en þá lá jafnan stríður straumur þangað. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjónarspil Ótrúlegar myndir náðust af upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli í mars. Margir biðu ekki boðanna og fóru strax að eldstöðvunum. Þeir sáu væntanlega ekki mikið eftir því. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gosop Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í stöðugri þróun síðustu þrjá mánuði og ný gosop opnuðust norðan við upphaflegu gígana. Síðustu vikur hefur öll virknin verið í einum gíg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Voldugt Eldgosið markar upphaf á nýju tímabili gosa á Reykjanesskaga. Morgunblaðið/Eggert Gos Gosið sést vel úr fjarska, eins og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eflaust orðið varir við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.