Morgunblaðið - 18.06.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.06.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Lokið var við það í vikunni að tengja lengsta særafstreng heims sem ligg- ur um Norðursjó á milli Kvilldal í Noregi og Blyth á Englandi. Streng- urinn er 720 km langur og kostaði verkefnið 1,5 til 2 milljarða evra, jafn- virði 220 til 295 milljarða íslenskra króna. Raforka, sem framleidd er með vindmyllum í Bretlandi, verður flutt til Noregs um strenginn og Norð- menn flytja á móti orku, sem fram- leidd er í norskum fallvatnsvirkjun- um, til Bretlands. Gert er ráð fyrir að prófanir á raforkuflutningum um strenginn hefjist í október. Nord Pool-raforkumarkaðurinn hefur jafn- framt fengið leyfi til að halda dagleg upppboð á raforku, sem flutt verður um strenginn. „Þegar blæs á Englandi og mikil framleiðsla er á vindorku getum við í Noregi keypt ódýra orku frá Bret- landi og sparað vatnið í uppistöðulón- unum okkar,“ sagði Thor Anders Nummedal, verkefnsstjóri norska ríkisorkufyrirtækisins Statnett, í til- kynningu. „En þegar vinda lægir á Englandi geta þeir á móti keypt raf- magn framleitt með vatnsorku af okkur.“ Strengurinn var lagður samtímis frá Englandi og Noregi og tengdur saman síðdegis sl. mánudag. Lagning strengsins var ekki einföld, m.a. þurfti að grafa 2,3 km löng jarðgöng og smíða sérstakan pramma til að draga strenginn í gegnum stöðuvatn í Noregi. „Þetta er mikilvæg samvinna Bret- lands og Noregs til að nýta sem best endurnýjanlegar orkulindir okkar,“ sagði Nigel Williams, verkefnastjóri hjá breska ríkisorkufyrirtækinu Nat- ional Grid, við AFP-fréttastofuna en fyrirtækin tvö eiga strenginn að jöfnu. Sæstrengurinn er lengri en Nord- link, sem var tekinn í notkun í maí og var þá lengsti sæstrengur heims, 623 km, en hann tengir Noreg og Þýska- land. Áætlað er að hægt verði að nota sæstrenginn næstu hálfu öldina eð svo. Grunnur að Ice-link? „Þetta er eins og pylsa í sjónum,“ hefur Fincancial Times eftir Nigel Williams. „Kapallinn er bara þarna.“ Financial Times segir einnig, að Norðursjávarstrengurinn gæti lagt grunn að mun stærri sæstrengsverk- efnum í framtíðinni, svo sem Sun- strengnum milli Ástralíu og Singa- púr, og Ice-link, hugsanlegum sæ- streng milli Íslands og Bretlands. Bretland er þegar tengt við Frakk- land, Belgíu, Holland og Írland með sæstrengjum og áformar að leggja fleiri strengi til landa á meginlandi Evrópu, þar á meðal 765 km langan streng, Viking-strenginn, til Dan- merkur sem stefnt er að því að taka í notkun árið 2024. Þá er áformað að ljúka við ElecLink, sæstreng milli Frakklands og Bretlands sem liggur um Ermarsund, á næsta ári. Um 8% af þeirri raforku, sem Bretar nota, koma um sæstrengi og er búist við að það hlutfall hækki í 19% á næstu fimm árum. Bretar og Norðmenn tengjast um sæstreng Ljósmynd/northsealink.com Sæstrengur Unnið að lagningu Norðursjávarsæstrengsins í Noregi. Núverandi sæstrengir Fyrirhugaðir sæstrengir Sæstrengir fyrir raforkuflutning til Bretlandseyja Viking Link NorthSeaLink BRETLAND NOREGUR FRAKKLAND ÞÝSKALAND DANMÖRK Blyth Kvilldal Heimild: offshore-energy.biz og northsealink.com - Norðursjávarstrengurinn tekinn í notkun í haust Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Kínverjar sendu aðfaranótt fimmtu- dags þrjá kínverska geimfara í kín- versku geimstöðina Tiangong. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Kín- verjar senda menn út í geim og er ferðin jafnframt lengsta geimferð þjóðarinnar hingað til. Þremenning- arnir eru einnig fyrstu mennirnir sem dvelja í geimstöðinni og ætlunin er að þar verði þeir næstu þrjá mán- uði. Mennirnir þrír lögðu af stað úr Góbí-eyðimörkinni og tókst geim- skotið vel. Um það bil tíu mínútum eftir geimskotið losnaði geimfarið frá eldflauginni við mikil fagnaðar- læti á jörðu niðri. Farið var þá kom- ið á sporbaug um jörðina en það tengist við meginhluta geimstöðv- arinnar sem hefur verið á sporbaug frá því í lok apríl. Ferðin í geimstöð- ina átti að taka um sex og hálfan tíma. Þrjú geimför á næsta ári Ætlunin er að geimfararnir þrír reyni öll kerfi geimstöðvarinnar, fari í geimgöngur og geri vísinda- tilraunir meðan á dvölinni stendur. Þrotlaus þjálfun er að baki ferð geimfaranna þriggja, þeir hafa varið um sex þúsund klukkustundum við margvíslegar æfingar sem eiga að gera þeim kleift að dvelja lang- dvölum í geimstöðinni. Kínverjar áætla að senda þrjú mönnuð geimför á loft á næsta ári og ellefu samtals. Kínverjar lögðu allt kapp á að koma geimstöðinni upp eftir að Bandaríkjamenn meinuðu þeim að- gang að Alþjóðlegu geimstöðinni. Ji Qiming, forstjóri geimrannsókna- stofnunar Kína, kveðst þó tilbúinn til samstarfs við öll þau ríki sem hyggjast nýta geiminn í friðsam- legum tilgangi. Búa við fríðindi Í geimstöðinni munu mennirnir búa við nokkuð góðan aðbúnað. Hver og einn hefur eigin klefa en þeir deila baðherbergi og matar- aðstöðu. Geimfararnir hafa úr 120 réttum að velja, geta stundað lík- amsrækt, sent tölvupóst og haft samskipti við stjórnstöð á jörðu niðri. Leiðangursstjóri er herflug- maðurinn Nie Haisheng sem hefur þegar farið tvisvar út í geim en hinir tveir hafa einnig bakgrunn í kín- verska hernum . AFP Geimskot Þremenningarnir lögðu af stað frá Góbí-eyðimörkinni. Geimfar- arnir munu sinna ýmsum störfum meðan á dvölinni í geimstöðinni stendur. Lengsta mannaða geimferð Kínverja - Dvelja í þrjá mánuði í geimstöðinni Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest lögmæti laga Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkja- forseta um aðgengilega heilbrigð- isþjónustu (e. Obamacare) sem tóku gildi árið 2010. Sjö dómarar við Hæstaréttinn töldu að málshöfðendur hefðu engin lagaleg rök að baki málinu en tveir voru á öndverðum meiði. Ekki var tekið á því hvort lögin stæðust stjórnarskrá Bandaríkjanna. Bæta heilbrigðisþjónustu Tugir milljóna Bandaríkjamanna munu því hafa óskertan aðgang að heilbrigðistryggingum í ljósi niður- stöðunnar. Lögunum er ætlað að bæta heilbrigðisþjónustu í Banda- ríkjunum, fækka ótryggðum einstaklingum og herða eftirlit með sjúkratryggingum fyrirtækja. Sam- kvæmt lögunum mega trygginga- félög ekki hafna viðskiptavinum vegna undirliggjandi sjúkdóma. Nú þegar er 31 milljón Banda- ríkjamanna tryggð með lögunum að sögn Hvíta hússins. Stór sigur fyrir þjóðina Málið fór til Hæstaréttar undir forystu Texasríks en 17 önnur ríki Bandaríkjanna þar sem ríkisstjórar eru repúblikanar studdu einnig málareksturinn. Donald Trump fyrrverandi forseti studdi mála- reksturinn einnig en hann hét því að afnema lögin er hann var kjörinn forseti árið 2016. Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, sagði dómsúrskurð- inn stóran sigur fyrir bandarísku þjóðina en hann var varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Obama þegar lögin voru lögfest. Tvisvar áður hefur reynt á lög- mæti laganna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna, árið 2012 og 2015. Stuðningur innan Hæstaréttar hef- ur aukist í hvert sinn sem reynt hef- ur á þau þar. urdur@mbl.is Hæstiréttur stað- festir Obamacare - 31 milljón tryggð með lögunum AFP Mótmæli Löggjöfin hefur veitt um 31 milljón manns tryggingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.