Morgunblaðið - 18.06.2021, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er víðanokkurtuppnám í
stjórnmálum landa
sem við á þessari
breiddargráðu í
Atlantshafinu fylgj-
umst hvað best
með. Miðpunktur
okkar eigin tilveru virðist þó í
bærilegu jafnvægi. Þingmenn
lokuðu á eftir sér á Austurvelli
laust fyrir þjóðhátíð og munu
láta lítið fyrir sér fara næstu
átta vikur, en blása svo í lúðra.
Þeir gefa sér að stjórnmál nái
illa eyrum þjóðar um okkar
skammvinnu sumartíð.
Mörg lönd boða sínar reglu-
legu kosningar í september, svo
sem Þýskaland og Svíþjóð, og
þykir hentugt. Vel má ímynda
sér að kosningar hér seint í
september, eftir stutta og
snarpa baráttu, geti gefist vel.
Það er reyndar ekki víst að nú
fáist full reynsla á slíkan kosn-
ingatíma. Það sérstaka nú er að
ýmsir láta að því liggja að flokk-
arnir þrír sem að stjórn standa
telji kosningarnar eiginlega
formsatriði. Stjórnarmyndunin
hafi í raun farið fram. Nú síðast
varð formaður Framsóknar-
flokks ekki skilinn öðruvísi en
þannig og hinir forsvarsmenn
ríkisstjórnarinnar höfðu áður
tjáð sig með áþekkum hætti. En
að sjálfsögðu hafa allir hefð-
bundinn fyrirvara um að ekkert
óvænt komi upp úr kjörköss-
unum.
Í gær bárust fréttir um að
Svíar væru loks komnir með upp
í kok með að hafa sænska sósíal-
demókrata í síendurnýjaðri
minnihlutastjórn þó að stuðn-
ingur fólksins við þá sé sá
minnsti í heila öld. Fréttir sem
borist hafa frá Svíþjóð hafa
óneitanlega verið með nokkrum
ólíkindum. Svíþjóð hafði yfir-
bragð festu og stöðugleika ára-
tugum saman, svo að stundum
minnti mest á deyfð og leiðindi.
En síðustu árin hafa helst minnt
á tryllinginn í Síkakó vestra
undir stjórn demókrata þar sem
skothríð og óeirðir lita lífið. Frá
Svíþjóð berast iðulega fréttir
um að lögregla treysti sér ekki
til að bregðast við bænaróskum
um hjálp nema hafa fengið tóm
til að safna liði og fara fjölmenn
og velvopnuð inn í einstök
hverfi. Þetta er nokkurt feimn-
ismál í fyrirmyndarríkinu svo
sumir utan þess hafa samúð með
því. Sjálfsagt er það þess vegna
að „RÚV“ hér berast helst eng-
ar fréttir af ástandinu þar. En
það má vera að fréttir frá ná-
grönnum okkar í Namibíu gangi
fyrir og taki upp allt rekstrarfé
þess.
En nú hafa loks vaknað þau
sjónarmið í Svíþjóð að rétt geti
verið að taka mið af kosninga-
úrslitum þegar raðað er í ríkis-
stjórn en ekki láta
regluna halda, að sá
flokkur sem fái
mest afhroð skuli fá
mest völd.
Í Frakklandi
bendir margt til að
aðdragandi og úr-
slit kosninga á
næsta ári gætu orðið athygl-
isverð. Fréttir berast þaðan um
að Michel Barnier, samninga-
maður við Breta um helst enga
útgöngu þeirra úr ESB, gæli við
að bjóða sig fram sem forseti
Frakklands. Hann segist enga
formlega ákvörðun hafa tekið
um framboð en neitar engu.
Fréttaskýrendur í París, sem
ekki eru í hópi þeirra sem hrifn-
astir eru af þessu hugsanlega
framboði, sögðu þó í gær að það
væri ágætt skref hjá honum að
hafa komið sér heim til Frakk-
lands eftir óendanlega komm-
isseratilveru í Brussel og byrjað
að skoða sig um. En Barnier
kynnti heimkomu sína með því
að leggja til að nú yrði gert
þriggja ára hlé á innflutningi
„flóttafólks“ til Frakklands á
meðan ástandið væri metið.
Fyrrnefndir bættu því við að
sjálfsagt þyrfti Barnier slíka
pásu, eftir að hafa verið 20 sinn-
um lengur í Brussel en Napól-
eon var á Elbu, til að róta sér í
gegnum gamlar fréttir. Macron
forseti var ekki orðinn fertugur
þegar hann strauk úr fóstri frá
Hollande forseta sem var kom-
inn með fylgismælingar sem
sýndu í prósentum sömu hæð og
regnvatn mældist í sentimetrum
í rennusteinum í París eftir
þokkalegt skýfall.
En Barnier hafði tekið eftir
því að það gafst vel fyrir Macron
að stofna nýjan flokk áður en
nýtt framboð var tilkynnt og fá
þannig „fjarlægð“ frá Hollande,
sem allt fram til þess hafði borið
Macron á höndum sér. Barnier
vill nú blása lífi í einhvers konar
nýja blöndu af hægriblokk sem
hann geti leitt og tekist á við
Marine Le Pen. Þegar hún hefði
svo unnið hann í fyrstu umferð,
án þess að fá hreinan meirihluta,
gætu vinstrimenn flykkst á bak
við hægrimanninn Barnier og
„komið í veg fyrir“ að fröken Le
Pen verði næsti forseti Frakk-
lands. Þessi gamalkunna form-
úla hefur dugað fram að þessu
og ekki er víst að hún sé orðin
eins útjöskuð og sænska aðferð-
in að verðlauna sænska sósíal-
demókrata með áframhaldandi
völdum eftir hvert tap þótt orðið
sé aldarmet!
Þeir sem bera sig eftir frétt-
um frá Svíþjóð, og taka þær
nærri sér, gætu þó farið að
ímynda sér að engin lausn þar
geti verið verri en þessi sem er
þrautreynd þar. Kannski gætu
Frakkar loks vaknað upp við
sinn vonda draum líka.
Svíþjóð er hætt að
ganga upp. Svíar
vita það.
En þora þeir að
viðurkenna það?}
Huldar fréttir
og hörmulegar
Í
gær fögnuðu Íslendingar þjóðhátíð-
ardeginum. Við gleðjumst saman á
ári hverju hinn 17. júní og heiðrum þá
sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands.
Við erum stolt af því að hafa öðlast
sjálfstæði og vera þjóð meðal þjóða.
En hvað gerir þjóð að þjóð? Algeng skil-
greining á þjóð er þegar hópur fólks uppfyllir
ákveðin skilyrði, þ.e. deilir sameiginlegri
sögu, menningu, þjóðarvitund og síðast en
ekki síst sameiginlegu tungumáli. Þjóð þarf
ekki endilega að deila sameiginlegu land-
svæði. Við Íslendingar erum vissulega, sem
eyríki, landfræðilega afmörkuð þjóð en ís-
lenskan er samt sem áður meðal þess sem
gerir íslensku þjóðina að þjóð. Okkur ber því
að standa vörð um tungumálið okkar því ís-
lenskan er ekki einungis hluti af okkar dag-
lega lífi, heldur varðveitir tungumálið sögu
okkar og menningararf. „Tungan geymir sjóð minning-
anna,“ sagði frú Vígdís Finnbogadóttir í sinni fyrstu
ræðu sem forseti íslenska lýðveldisins hinn 1. ágúst árið
1980 og það eru mikil sannindi fólgin í þeim orðum.
Í því alþjóðlega umhverfi sem við búum við í dag verð-
ur sífellt mikilvægara að standa vörð um íslenskuna –
okkar dýrasta arf. Að tryggja varanleika hennar verður
aðeins gert með markvissum aðgerðum. Grunnurinn er
auðvitað góð íslenskukennsla í skólum landsins, aðgengi
og stuðningur að bókum á íslensku og öðru afþreyingar-
efni. Kvikmyndir og tölvuleikir eru yfirleitt á ensku.
Vissulega hjálpar slíkt efni mikið við að læra
ensku en það reynist oft vera á kostnað ís-
lenskunnar.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningar-
málaráðherra hefur lagt áherslu á fjölmargar
aðgerðir í sinni ráðherratíð sem beinast að
varðveislu tungumálsins. Ráðherra hefur
t.a.m. lagt áherslu á að gera íslensku að
gjaldgengu tungumáli í stafrænum heimi þar
sem til dæmis gervigreind og raddstýrð tæki
spila stór hlutverk í lífi fólks. Sjálfseignar-
stofnunin Almannarómur og SÍM – sam-
starfshópur um íslenska máltækni hafa leitt
vinnu á þeim vettvangi, undir forystu ráð-
herra. Fyrstu áfangar þess verkefnis fela í
sér gagnasöfnun en síðan verður smíðaður
hugbúnaður með stoðtólum fyrir máltækni,
vélrænar þýðingar, málrýni, talgreini og tal-
gervil.
Þá má nefna nýleg samskipti menntamálaráðherra við
afþreyingarrisann Disney um útgáfu myndefnis gegnum
Disney plús. Í kjölfar samskipta ráðherra við fyrirtækið
hefur Disney tryggt íslenska textun og/eða talsetningu á
fleiri en 600 myndum eða þáttum á Disney+. Meðal
þeirra eru Star Wars-myndirnar og Marvel-myndirnar,
sem eru vinsælar meðal allra aldurshópa.
Það eru einmitt svona hlutir, svona dugnaður og frum-
kvæði, sem eiga þátt í varðveislu tungumálsins.
Silja Dögg
Gunnars-
dóttir
Pistill
Okkar ástkæra og ylhýra
Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
A
fhendingaröryggi raforku
til atvinnulífs og íbúa á
Sauðárkróki hefur aukist
til muna eftir að tvö ný
tengivirki voru tekin í notkun á
Sauðárkróki og í Varmahlíð. Það er
tæknifyrirtækið RST Net sem sá um
uppbyggingu tengivirkjanna en
framkvæmdin hefur staðið yfir síðan
í maí 2020. Upphaflega stóð til að
klára verkið í október á síðasta ári,
en tafir urðu vegna faraldursins.
Kostaði hálfan milljarð
Kristján Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri RST Nets, segir í
samtali við Morgunblaðið að fram-
kvæmdin hafi kostað um hálfan
milljarð króna. Hann segir að tengi-
virkin séu yfirbyggð og gasein-
angruð. „Þau eru af nýrri kynslóð
tengivirkja með nýjum stafrænum
búnaði til mælinga og eru því svo-
kölluð stafræn tengivirki,“ útskýrir
Kristján.
Hann segir tengivirkin hafa í för
með sér meiriháttar ávinning í hönn-
un, uppsetningu og rekstri. Meðal
annars sparast umtalsvert magn af
koparstrengjum með þessari nýju
tækni.
Um afhendingaröryggið segir
Kristján að ónógt afhendingar-
öryggi raforku og léleg flutnings-
geta hafi staðið uppbyggingu at-
vinnulífs á Sauðárkróki fyrir þrifum
en nú ætti fyrirtækjum eins og
Mjólkursamlagi KS og Dögun
rækjuverksmiðju á Sauðárkróki
ekki að vera neitt að vanbúnaði að
efla starfsemina enn frekar.
„Þessi fyrirtæki hafa þurft að
treysta á rafmagn um loftlínu sem
oft hefur fengið á baukinn í gegnum
tíðina, eins og gerðist til dæmis í
óveðrinu í lok árs 2019. Menn hafa
lengi verið að þrýsta á um að fá bætt
úr þessu.“
Auk gömlu loftlínunnar er nú
kominn strengur í jörð frá Varma-
hlíð til Sauðárkróks, á milli tengi-
virkjanna tveggja. Byrjað er að
flytja rafmagn um strenginn að sögn
Kristjáns.
Hægt að rista brauð
Þriðja tengivirkið sem klárað var
á dögunum er við Hnappavelli við
rætur Öræfajökuls, en ferðaþjón-
usta á svæðinu, þar á meðal Foss-
hótelið á Hnappavöllum, hafði búið
við óöryggi í afhendingu rafmagns.
„Nú ættu menn að geta ristað sér
brauð áhyggjulausir,“ segir Kristján
og brosir.
Annað svipað verkefni sem er í
gangi hjá RST Neti er uppsetning
stafræns tengivirkis við Lækjartún,
rétt austan við Þjórsá, sem mun
færa meiri raforku inn á raf-
orkukerfið á Suðurlandi. Verklok
eru um næstu áramót og kostar
framkvæmdin um einn milljarð
króna.
Mikill gangur hefur verið í upp-
setningu tengivirkja fyrir Landsnet
á síðustu misserum, enda segir
Kristján að þörfin hafi verið orðið
uppsöfnuð víða um land.
Spurður um áhrif faraldursins á
framkvæmdirnar segir Kristján að
hann hafi hægt á öllu. „Til dæmis
þurftum við að fá sérfræðinga er-
lendis frá í miðjum faraldrinum sem
þurftu að vera í tíu daga sóttkví. Við
náðum sem betur fer að búa til að-
stöðu fyrir þá þannig að þeir gátu
unnið í sóttkvínni.“
Fyrirtækjum á Sauðár-
króki ekkert að vanbúnaði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rafmagn Tengivirkin eru af nýrri kynslóð með stafrænum búnaði.
Stafrænt tengivirki er hugtak not-
að um rafmagnstengivirki þar sem
rekstri þess er stjórnað með
dreifðri greind rafeindatækja sem
eru tengd saman með ljósleiðara.
Stafrænu tengivirkin hafa í för
með sér meiriháttar ávinning í
hönnun, uppsetningu og rekstri.
Framkvæmdir í Skagafirði hóf-
ust vorið 2020 og lauk með
spennusetningu í Varmahlíð 29.
maí og á Sauðárkróki 1. júní 2021.
Samhliða byggingu tengivirkjanna
var lagður 66 kV jarðstrengur á
milli Sauðárkróks og Varmahlíðar
sem RST Net sá um að tengja. Í
tengivirkjunum sá RST Net um
hönnun, útvegun og uppsetningu á
öllum háspennubúnaði ásamt
stjórn- og varnarbúnaði og DC-
kerfum.
Stjórnað með dreifðri greind
STAFRÆN TENGIVIRKI FELA Í SÉR MIKINN ÁVINNING
Virki Stafrænt tengivirki frá RST Neti.