Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Við lifum á tímum tæknisamruna. Á sama tíma og verið er að leggja niður gamla einfalda heimasímann huga fjarskiptafyr- irtæki og stjórnvöld nú að uppbyggingu fimmtu kynslóðar farnets (5G) sem veitir hnökralausan aðgang að háhraða- neti, stafrænum sam- skiptum og háskerpu afþreyingu, tölvuvinnslu í skýinu o.fl. um lófastór handtæki. Á samráðsfundum fjar- skiptaráðs með landshluta- samtökum nýverið var tvennt sem stóð upp úr. Ljósleiðaravæð- ingu þéttbýlis á landsbyggðinni bar þar hæst. Ég brást við því ákalli með grein hér í blaðinu 22. apríl síðastliðinn, „Ísland fulltengt – ljósleið- aravæðing byggða- kjarna“. Hitt atriðið var slitrótt farsíma- og farnetssamband á vegum. Mikilvægi farsímans sem ör- yggisbúnaðar er að aukast enda það samskiptatæki sem yfirleitt er með í för á öllum ferðalögum. Skilningur gagnvart sambandsleysi á vegum er að hverfa og greina þarf leiðir til úr- bóta. Farnet á vegum er samgöngumál Opinber markmið um farnet á vegum er eðlilega að finna í fjar- skiptaáætlun. Í drögum að nýrri byggðaáætlun er jafnframt að finna slíka áherslu. Góð fjar- skipti eru meðal helstu byggða- mála og því eðlilegt að það end- urspeglist í byggðaáætlun. Aðgengi, gæði og öryggi far- nets á vegum verður í fyrir- sjáanlegri framtíð eitt af stærri viðfangsefnum í samgöngum. Tímabært er að áherslur og eftir atvikum verkefni er varða farnet á vegum verði einnig í sam- gönguáætlun. Skortur á farneti á vegum getur verið dauðans al- vara. Um er að ræða brýnt og vaxandi öryggismál fyrir vegfar- endur, veghaldara og viðbragðs- aðila. Undirbúningur hafinn Póst- og fjarskiptastofnun, sem brátt fær nafnið Fjarskiptastofa, vinnur nú að undirbúningi lang- tímaúthlutunar á farnetstíðnum á landsvísu til rekstraraðila far- neta. Liður í því er verkfræðileg greining á uppbyggingarþörf og kostnaði við aðstöðusköpun og farnetskerfi sem tryggir fulla út- breiðslu af tilteknum gæðum á skilgreindum vegum um allt land. Niðurstaða þeirrar greiningar mun liggja fyrir í haust og opnar möguleika á að útbúa sviðs- myndir um hagkvæma uppbygg- ingu farnets í vegakerfinu og að- komu ólíkra aðila. Óhjákvæmilegt er að horfa þar m.a. til tæknisamruna opinberra dreifikerfa og hagnýta eiginleika 5G til að leysa af hólmi, a.m.k. víðast hvar, núverandi dreifi- kerfi útvarps og TETRA-kerfi neyðar- og viðbragðsaðila. Eitt öflugt landsdekkandi kerfi í stað þriggja. Hraðvirkt, slitlaust og öruggt farnet á öllum helstu vegum landsins er í senn byggða-, fjar- skipta- og samgöngumál sem varðar hagsmuni allra lands- manna. Undirbúningur fyrir næstu samgönguáætlun og fjar- skiptaáætlun er hafinn. Ég hef því falið formönnum samgöngu- ráðs og fjarskiptaráðs að sjá til þess að undirbúningur þessara tveggja lykilinnviðaáætlana sam- félagsins verði í takt og að þær vinni þétt saman er kemur að farneti gagnvart vegum. Áfram Ísland – fulltengt. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Skilningur gagnvart sambandsleysi á vegum er að hverfa og greina þarf leiðir til úrbóta. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Ísland fulltengt – farnet á vegum Leiðin að minni losun gróðurhúsa- lofttegunda er eitt af mikilvægustu verkefnum samtím- ans. Þegar hefur ár- angur náðst í þeirri baráttu hér á landi á síðustu áratugum, m.a. með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Betur má ef duga skal og hafa íslensk stjórnvöld sett það markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Um er að ræða metnaðar- fullt markmið sem næst aðeins ef allir taka þátt, jafnt stjórnvöld, almenningur og atvinnulíf. Hlut- verk stjórnvalda er að ryðja hindrunum úr vegi svo markmið- inu verði náð. Atvinnulífið hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeirri vegferð að lág- marka áhrif starfsemi sinnar á umhverfið. Vitundarvakning und- anfarinna ára hefur skilað árangri og leitt til þróunar í grænni tækni, umhverfisvænni fram- leiðsluferlum og orkuskiptum. Þannig hefur atvinnu- lífið stutt þá viðleitni af ábyrgð og festu að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda. Ár- angri í loftslagsmálum verður ekki náð án tækniþróunar, nýsköp- unar, hönnunar og um- hverfisvænna lausna. Ekkert af þessu nær flugi nema atvinnulífið hafi borð fyrir báru til grænna fjárfestinga og stjórnvöld stígi í takt og greiði leið grænna lausna með skattalegum ívilnunum, fjárfest- ingum, skilvirku styrkjaumhverfi og öðrum fjárhagslegum hvötum til að örva græna umbyltingu, samfélaginu öllu til heilla. Útgáfa á Loftslagsvegvísi at- vinnulífsins markar ákveðin tíma- mót. Að gerð vegvísisins standa Grænvangur, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Sam- orka, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök verslunar og þjónustu og Bændasamtök Íslands. Vegvís- irinn er fyrsta skrefið í sameigin- legri vegferð atvinnulífsins í loftslagsmálum og skapar vett- vang til að fjalla nánar um mark- miðasetningu, skilgreina sértækar aðgerðir og setja fram árangurs- mælikvarða – þannig verður leið atvinnulífsins vörðuð í átt að kol- efnishlutleysi. Í vegvísinum eru lagðar til tillögur til úrbóta, bæði hvað varðar aðgerðir af hálfu at- vinnulífs og áskorun til stjórn- valda að styðja við þær aðgerðir og stefnumótun. Dregið er fram hvernig atvinnulífið ætlar áfram að vera hluti af lausninni. Sam- staða ólíkra atvinnugreina er ekki sjálfgefin en hún undirstrikar metnað og vilja atvinnulífsins til að ná árangri í loftslagsmálum og ekki síður ábyrgð atvinnulífsins í þeim efnum. Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins er umfjöllun um einstakar grein- ar iðnaðarins, líkt og málmfram- leiðslu, byggingariðnað, mat- vælaframleiðslu og meðhöndlun úrgangs. Fyrirtæki í þessum at- vinnugreinum eru með hugann við loftslagsvandann og hafa þeg- ar gripið til aðgerða til að lág- marka áhrif starfsemi sinnar á umhverfið með þróun á tækni- lausnum í framleiðsluferlum, lág- mörkun úrgangs og flokkun hans, bættri auðlindanýtingu og minni matarsóun svo dæmi séu tekin. Þá er mannvirkjagerð að aðlaga sig vistvænni kröfum og eru umhverfisvottanir sívaxandi hluti af starfsemi þessara aðila. Því hefur margt áunnist en mörg tækifæri eru til að gera enn bet- ur. Metnaðarfull markmið á sviði umhverfis- og loftslagsmála verð- ur áskorun fyrir samfélagið en að sama skapi verða til tækifæri til þess að þróa nýjar aðferðir til að gera hluti öðruvísi og betur. Ný- sköpun og fjárfesting eru mik- ilvægar forsendur fyrir árangri á þessu sviði og eins og fram kem- ur í nýsköpunarstefnu fyrir Ís- land verður að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi. Til að svo verði þarf því að ýta undir slíka framþróun með jákvæðum hvötum í stað þess að einblína al- farið á boð og bönn. Mikilvægt er að tryggja að regluverk standi ekki í vegi fyrir framþróun á þessu sviði og þá þurfa kröfur, m.a. um kolefnishlutleysi, að vera skýrar og raunhæfar. Opinberar kröfur verða því að styðja við framþróun og umbuna þeim sem stýra starfsemi sinni í átt að um- hverfisvænni ferlum og starfs- háttum. Óumdeilt er að markmiði stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 verður ekki náð nema með nánu samstarfi at- vinnulífs og stjórnvalda. Lausn- irnar verða til hjá atvinnulífinu en á sama tíma þurfa stjórnvöld að ryðja hindrunum úr vegi, hlúa að starfsskilyrðum og fjárhags- legum hvötum. Vandinn er þekktur og því er ekkert að van- búnaði að hraða ferlinu til að ná þeim árangri í loftslagsmálum sem að er stefnt. Eftir Sigurð Hannesson » Lausnirnar verða tilhjá atvinnulífinu en á sama tíma þurfa stjórnvöld að ryðja hindrunum úr vegi, hlúa að starfsskilyrðum og fjárhagslegum hvötum. Sigurður Hannesson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Græn nýsköpun er lykill að kolefnishlutleysi Samstaða vest- rænna ríkja og mik- ilvægi þess að standa vörð um alþjóðakerfið sem byggir á al- þjóðalögum er í brennidepli um þess- ar mundir. Gildin sem binda ríkin sam- an eru einstaklings- frelsið, mannrétt- indin, lýðræðið og réttarríkið. Þetta á sannarlega við á vettvangi örygg- is- og varnarmála og samstarfs sem Ísland tekur þátt í. Þetta var eitt meginstefið á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fram fór um miðjan júnímánuð og á fundum sem ég sótti í Finnlandi í vikunni á vettvangi norræna varn- arsamstarfsins (NORDEFCO) og sameiginlegu viðbragðssveit- arinnar (JEF). Norræn samstaða Hvort sem litið er til sameig- inlegra gilda eða þjóðfélagsgerðar standa norrænu ríkin okkur Ís- lendingum ávallt næst. Þetta á líka við um öryggis- og varnar- málin. Þótt þrjú þeirra séu aðilar að Atlantshafsbandalag- inu og tvö standi þar fyrir utan eiga þau það sammerkt að skilgreina ógnir úr öryggisumhverfinu á svipaðan hátt. Sam- eiginleg sýn ríkjanna þýðir að þau standa saman og þétta rað- irnar þegar á þarf að halda og sú hefur sannarlega verið raunin. Hernaðar- uppbygging Rússlands og óút- reiknanleg framganga þarlendra stjórnvalda er veruleiki sem við blasir. Hvernig bregðast eigi við þeirri þróun hefur verið meginum- fjöllunarefni í samstarfi líkt þenkj- andi ríkja á undanförnum árum. Öryggismál í nærumhverfinu voru ofarlega á baugi á fundi NORDEFCO í finnska bænum Tuusula í vikunni. Þar gafst tæki- færi á að skerpa á sameiginlegri sýn ríkjanna á helstu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir. Frá því þessi vettvangur var sett- ur á fót árið 2009 hefur hann vax- ið og sannað gildi sitt. Samstarf ríkjanna hefur verið aukið, til að mynda með samnorrænni flug- hersæfingu á norðurslóðum með þátttöku Bandaríkjanna og fleiri af okkar nánustu vinaríkjum. Samnorræn sýn, gildi og samstaða eru í forgrunni samstarfsins sem við Íslendingar tökum þátt í á borgaralegum forsendum. Nýr veruleiki fjölþáttaógna Óhefðbundnar ógnir, sem kall- ast einu nafni fjölþáttaógnir, eru hin hlið þess veruleika sem við blasir í öryggisumhverfinu. Fjöl- þáttaógnir beinast gegn sameig- inlegum gildum okkar og geta grafið undan alþjóðakerfinu sem byggir á alþjóðalögum. Slíkar ógn- ir hafa áhrif þvert á landamæri, þvert á hið hernaðarlega og borg- aralega, og varða okkur Íslend- inga jafnt og aðra. Skýr og ein- dregin samstaða ríkjanna sem að alþjóðakerfinu standa þarf að vera fyrir hendi. Ég hef því lagt mig fram um að koma þessum mikilvæga málaflokki á dagskrá hér á landi og efla þátttöku okkar í fjölþjóðasamstarfi, meðal annars með umsókn um aðild að evr- ópsku öndvegissetri um fjölþátta- ógnir í Helsinki, og að öndveg- issetri Atlantshafsbandalagsins um netöryggismál í Tallinn. Á vormánuðum gerðist Ísland svo aðili að sameiginlegu við- bragðssveitinni (JEF), samstarfs- vettvangi Norðurlanda, Eystra- saltsríkjanna, Hollands og Bretlands um öryggis- og varn- armál. Samvinna líkt þenkjandi ríkja gagnvart sameiginlegum áskorunum er leiðarljós í störfum sveitarinnar, ríkja sem eiga hags- muna að gæta á Norður- Atlantshafi, á Eystrasalti og á norðurslóðum, ríkja sem hvert um sig hafa verið að efla varn- arviðbúnað og styrkja samstarf sín á milli. Viðfangsefni sameiginlegu við- bragðssveitarinnar, sem Bretland leiðir, endurspegla þær hræringar sem einkenna umhverfi okkar, samspil fjölþáttaógna og hefð- bundinna ógna. Stefnumörkun samstarfsins sem undirrituð var á fundinum í Helsinki í vikunni dregur fram þá sýn og þá stað- reynd að áskorunum af þessu tagi verði aðeins mætt í samstarfi líkt þenkjandi ríkja. Markmiðið með störfum sveitarinnar er að geta sniðið viðbrögð að aðstæðum hverju sinni. Það er meginstyrk- leiki samstarfsins og gerir það að raunverulegri viðbót við annað fjölþjóðasamstarf sem þegar er fyrir hendi. Lagt á vogarskálar Í því margslungna öryggis- umhverfi sem við búum nú í hefur fjölþjóðasamstarf um öryggis- og varnarmál aldrei verið mikilvæg- ara. Alþjóðakerfið sem byggir á alþjóðalögum, trausti á stofnunum og lýðræðislegum ferlum, stendur og fellur með því hvernig við bregðumst við aðsteðjandi ógnum. Sem herlaus þjóð sem byggir ör- yggi sitt og varnir á aðild að Atl- antshafsbandalaginu, samstarfi við Bandaríkin og á fjölþjóða- samstarfi, verðum við Íslendingar að halda áfram að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í þeim efn- um. Sameiginleg gildi – sömu öryggishagsmunir Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Í því margslungna ör- yggisumhverfi sem við búum nú í hefur fjöl- þjóðasamstarf um örygg- is- og varnarmál aldrei verið mikilvægara. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.