Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w wsýnumhvert öðru tillitssemi Dj Dóra Júlía djdorajulia@gmail.com Mathilde er frönsk listakona sem hefur verið búsett á Íslandi undan- farin fjögur ár. Hún starfar í leik- munadeild Þjóðleikhússins en í sumarfríi sínu stefnir hún á að klára að mála vatnslitamyndir af hverjum einasta vita á Íslandi. Verkefnið heitir Viti Project og deilir Mathilde teikningum sínum á samfélagsmiðlum og ferðast um landið í leit að nýjum vitum. Ég spjallaði aðeins við hana um þetta skemmtilega verkefni. Hugmyndin kviknaði út frá ást hennar á kortum Mathilde segir að hugmyndin hafi kviknað út frá ást hennar á kortum. Þegar hún skoðaði kort af Íslandi tók hún eftir því hversu margar rauðar stjörnur voru merktar með fram sjónum, sem hún áttaði sig svo á að voru vitar. „Út frá því ákvað ég að mig langaði að skoða þá alla og mála listaverk af hverjum einasta. Þetta var svolítið sérkennileg hugmynd en ég ákvað að láta hana verða að veruleika,“ segir Mathilde. Hún segir vitana heilla og þá sérstaklega hvernig þeir eru byggðir á afskekktum og hættu- legum stöðum þar sem þeir standa einir. „Það dregur mig að þeim, að upplifa einangrunina á enda al- heimsins. Verkefnið færir mér þó mikið meira en einungis vitana. Allt frá því að ákveða að fara og svo í alvöru að ná því, það gerist svo mikið í þessu ferli. Að hitta fólk, upplifa náttúrulífið og fallegt landslag Íslands, að ögra mér og fleira til. Ég er að skapa ein- hverjar bestu minningar lífs míns!“ segir þessi öfluga ævintýrakona. Á aðeins 27 vita eftir Hún hóf þetta spennandi verk- efni árið 2018 og átti þá eftir að mála yfir 100 vita. Í dag á hún ein- ungis 27 eftir og þá vita er ansi erfitt að nálgast. Síðasti viti sem hún málaði var Glettinganesviti í norðaustri. „Ég þurfti að ganga 12 kíló- metra til að nálgast hann og eyddi nóttinni í tjaldi. Um miðja nótt kom óvænt óveður og ég þurfti að leita skjóls inni í vitanum það sem eftir var næturinnar,“ segir Mat- hilde að lokum. Þetta er ótrúlega fallegt, spennandi og skemmtilegt verkefni og ég mæli með því að fylgjast með Mathilde og vita- listaverkunum. Mathilde er frönsk listakona búsett á Íslandi. Hún nýtir frítíma sinn í að ferðast um Ísland og málar vatnslitamyndir af hverjum einasta vita. Mathilde hóf verkefnið árið 2018 en þá átti hún eftir að mála yfir 100 vita. Í dag á hún aðeins 27 eftir en þá vita er erfitt að nálgast. Garðskagaviti Myndina málaði Mathilde þann 4. nóvember 2018. Ferðast um landið og málar myndir af vitum Sandgerðisviti Myndina málaði Mathilde þann 26. júní árið 2019. Málar vita Mathilde er frönsk listakona búsett á Íslandi. Tónlistarmaðurinn Flóni er að fara að spila með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands ásamt fleira tónlist- arfólki þann 19. og 20. ágúst næstkomandi. Í viðtali við Síðdegisþátt- inn sagðist Flóni virki- lega spenntur fyrir tón- leikunum og sagði þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars nánar frá samstarfinu. „Þetta eru tónleikar Sinfó og Ný-klassíkur. Þetta er hópur af okkur svona nýju kynslóðinni. Það er náttúrulega svona ákveðið kynslóðarbil í tónlistarsenunni eins og við vitum og við fengum það tæki- færi að Sinfó heyrði í okkur og þau vildu rosalega mikið gera þessa tónleika og auðvitað „meikar það sens“ og ákveðinn heiður að fá að spila með Sinfóníuhljómsveit ís- lands,“ útskýrir Flóni. Flóni segir að hann hefði aldrei trúað því fyrir þremur árum að hann myndi einn daginn fara að taka upp sín eigin lög með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. „Ég var fyrir þremur árum að vinna á Búllunni og að dreyma um að vera tónlistarmaður og ég hafði aldrei hugsað að einn daginn væri ég að fara að taka mín eigin lög með Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir hann og bætir við: „Harpan er náttúrulega ákveðið menning- arsetur hér á Íslandi, styður við tónlist og tónlsitarsenur og okkar menningu og að gera þetta þá er hún að styðja við okkur öll, það er bara gaman.“ Á tónleikunum koma þau Bríet, Cell7, Flóni, GDRN, Jóey Christ, JóiPé og Króli, Logi Pedro og Reykjavíkurdætur fram ásamt Sin- fóníuhljómsveitinni. Ítarlegra viðtal við Flóna má nálgast í heild sinni á K100.is. Grunaði aldrei að hann myndi spila með Sinfó Tónlistarmaðurinn Flóni Spenntur fyrir því að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands í ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.