Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
✝
Halldóra
Gunnarsdóttir
fæddist 16. nóv-
ember 1933 í
Reykjavík. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Ísafold
19. júní 2021. Móð-
ir hennar var
Aðalheiður
Magnúsdóttir
verkakona, f. 3.10.
1915 á Gunnars-
eyri í Skötufirði, d. 2.8. 1978.
Faðir hennar var Gunnar
Sigursveinn Arnbjörnsson,
bifreiðastjóri og verkamaður,
f. 22.5. 1912 á Hlíðarenda í
Borgarnesi, d. 14.4. 1970.
Systkini Halldóru eru Krist-
björg Gunnarsdóttir, f. 1.1.
1937, Birgir Gunnarsson, f.
20.10. 1938, d. 18.2. 1958,
drengur Gunnarsson, andvana
f. 1945, Þorsteinn Hallgrímur
Gunnarsson, f. 16.1. 1946, og
Arnbjörn Gunnarsson, f. 19.10.
1948.
Fyrri eiginmaður Halldóru
var Haukur Guðmundsson,
skipstjóri frá Gerðum í Garði,
f. 20.4. 1921, d. 16.11. 1991.
Foreldrar hans voru Guð-
mundur Þórðarson, útvegs-
bóndi Gerðabátanna og hrepp-
stjóri frá Neðra-Hálsi í Kjós, og
Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja
frá Káranesi í Kjós. Börn Hall-
húsfreyja, f. 3.11. 1899 í Mið-
dalskoti í Laugardal, d. 16.6.
1974. Sonur Tryggva úr fyrra
hjónabandi er Walter, f. 31.7.
1956, kvæntur Ölmu Ólafs-
dóttur, f. 13.4. 1959. Sonur
Halldóru og Tryggva er Ingv-
ar, f. 12.7. 1972, kvæntur Aðal-
heiði Sigurðardóttur, f. 1.11.
1975. Sonur þeirra er Sig-
urður, f. 2016. Dóttir Ingvars
af fyrra sambandi er Nicole
Victoria, f. 2009.
Halldóra starfaði sem ritari,
m.a. á lögmannsstofu, heilsu-
gæslu og SÁÁ. Hún var félagi í
Góðtemplarareglunni á sínum
yngri árum, þar sem hún
gegndi fjölda trúnaðarstarfa,
og virk í starfi Guðspeki-
félagsins um árabil. Eftir að
Birgir, bróðir Halldóru, fórst
með vitaskipinu Hermóði árið
1959 og í kjölfar lífsháska sem
hún sjálf varð fyrir er Dranga-
jökull fórst í Pentlinum 28. júní
1960 einsetti hún sér að leita
leiða til þess að minnast þeirra
sem týnt höfðu lífi til sjós en
voru ekki grafnir í vígðri
moldu. Hafði hún m.a. veg og
vanda af því að sjómannadags-
ráð ásamt Vita- og hafna-
málastofnun lét reisa minn-
isvarðann „Minningaröldur
sjómannadagsins“ sem vígður
var sjómannadaginn 2. júní
1996. Halldóra var meðal stofn-
meðlima Freeportklúbbsins ár-
ið 1976 og átti, ásamt öðrum
félögum klúbbsins, frumkvæði
að stofnun SÁÁ hér á landi.
Útför Halldóru fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 1. júlí
2021, klukkan 15.
dóru og Hauks
eru: 1) Gunnar, f.
6.9. 1955, maki
Guðrún Hrönn
Ingimarsdóttir, f.
20.7. 1957. 2) Ingi-
björg, f. 8.12. 1957.
Börn hennar og
fyrrum eiginmanns
hennar, Þorsteins
Gunnarssonar, eru
Halldóra, f. 21.6.
1984, og Haukur, f.
7.6. 1986. Börn Halldóru og
eiginmanns hennar, Daníels
Isebarn Ágústssonar, f. 7.11.
1980, eru Ingibjörg, f. 2012,
Haukur Leó, f. 12.11. 2015, og
nýfædd Daníelsdóttir. Sonur
Daníels úr fyrra sambandi er
Bergur Ágúst, f. 2010. Núver-
andi eiginkona Þorsteins er
Fríða Aðalheiður Sæmunds-
dóttir, f. 28.5. 1954. 3) Birgir, f.
26.10. 1962, maki Sóley Ingi-
björg Erlendsdóttir, f. 28.4.
1959. Synir þeirra eru Guð-
laugur Ellert, f. 1988, kvæntur
Grace Ellert, og Gunnar, f.
1990.
Seinni eiginmaður Halldóru
var Tryggvi Eyjólfsson vél-
stjóri, f. 24.3. 1930, d. 16.3.
2010. Foreldrar hans voru Eyj-
ólfur Júlíus Brynjólfsson
verkamaður, f. 25.7. 1891 í Mið-
húsum í Biskupstungum, d. 5.9.
1973, og Kristín Árnadóttir
Hún móðir mín fæddist 16.
nóvember, á afmælisdegi Jónas-
ar Hallgrímssonar sem síðar
varð dagur íslenskrar tungu og
íslenska fánanum því flaggað úti
um allan bæ. Hún var stolt af því
að deila þessum degi með Jónasi
því hún var mikil ljóða- og ís-
lenskukona og Jónas ásamt Dav-
íð Stefánssyni í miklu uppáhaldi.
Ég mun seint gleyma því þegar
hún lá fársjúk fyrir ári síðan á
bráðamóttöku Landspítalans og
söng nær öll erindin um Helgu
Jarlsdóttur þrátt fyrir að vera
hvorki áttuð á stað né stund. Um
ganga bráðamóttökunnar mátti
heyra: „Myrka stigu margur rek-
ur. Mörg eru sporin orpin
sandi…“ o.s.frv. Hún elskaði að
koma á sunnudagskvöldvökur
þar sem börnin mín léku tónlist
og sungu með henni uppáhalds-
ljóðin hennar. Þetta voru gæða-
stundir með fjórum ættliðum.
Mamma var litríkur persónu-
leiki. Hún var stórglæsileg svo
eftir var tekið, greind, vel lesin
og víðförul. Þá bjó hún yfir mikl-
um dugnaði og krafti og hafði
urmul af hæfileikum. Hún var
sannkallaður heimsborgari. Líf
hennar var auk þess viðburðaríkt
enda bað Jónas Jónasson um að
fá að skrá ævisögu hennar.
Hún var ung þegar hún giftist
föður mínum. Þau komu úr afar
ólíkum bakgrunni. Hún af fá-
tæku alþýðufólki sem barðist fyr-
ir bættum hag verkafólks. For-
mæður hennar voru miklar
kvenréttindakonur og amma
hennar, sem kölluð var „Kæja
kommi“, var á lista fyrir Sósíal-
istaflokkinn á Ísafirði. Faðir
minn var hins vegar af rótgrónu
íhaldsfólki kominn þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn var flokkurinn.
Pabbi var sonur útgerðarmanns
og hreppstjóra og á því heimili
var efnahagur góður. Þessi ráða-
hagur bætti sjálfsmynd mömmu
og hún naut sín á fyrstu
hjúskaparárunum. Hún var
fyrirmyndarmóðir í alla staði;
saumaði dúkkuföt, fór með börn-
in í götunni í ævintýraferðir og
hélt jólaböll heima með alvöru-
jólasveinum. En veður skipast
fljótt í lofti. Eina óveðursnóttina
árið 1959 barst sú harmafregn að
vitaskipið Hermóður hefði farist
við Reykjanes með allri áhöfn,
m.a. Birgi, 19 ára bróður hennar.
Ári síðar varð annað áfall þegar
Drangajökull sökk í Pentlinum.
Faðir minn var skipstjóri og
mamma, ásamt Gunnari bróðir
mínum, sem þá var fjögurra ára,
björguðust naumlega í gúmmí-
björgunarbát. Þessi tvö sjóslys
settu mark sitt á mömmu, en í þá
daga var hugtakið áfallahjálp
ekki til. Hún missti tökin og leit-
aði í óæskilega vímu til að geta
sofið og verið til. Löngu fyrir
fermingu tók ég því í reynd við
hlutverki hennar og sá hlut-
verkaruglingur hélst þar til ég
átti mín eigin börn og sagði upp
mínu aukahlutverki gagnvart
henni með tilheyrandi svita og
tárum. Þessi reynsla mín hefur
nýst mér alla tíð.
Lán mömmu var að Hilmar
Helgason varð á vegi hennar.
Hann fór með hana á Freeport
og mamma varð umvafin dug-
miklu góðu fólki sem lyfti grettis-
taki og stofnaði SÁÁ. Hún var
ein af fyrstu starfsmönnum sam-
takanna og naut sín í nýju hlut-
verki við að styðja aðra.
Síðustu árin voru henni erfið
enda er glíma við alzheimer-sjúk-
dóminn þungt högg. Það var í
hennar anda að andlátið bar upp
á kvenréttindadaginn 19. júní
þegar sólin var að rísa og boða
nýjan dag. Ég var þakklát fyrir
að vera við dánarbeðinn, halda í
hönd hennar og syngja fyrir hana
kvæðið um Helgu Jarlsdóttur.
Ég hafði svo margt frá henni og
hún kenndi mér svo margt þótt
vissulega hefði ég viljað að sumt
hefði verið öðruvísi. Guð blessi
minningu þína elsku mamma.
Þín dóttir
Ingibjörg.
Elsku amma. Það er erfitt að
hugsa til þess að fá ekki að sjá
þig aftur. Þú sem varst svo stór
partur af lífi manns og litríkur
hluti tilverunnar. Þegar ég lít um
öxl koma upp í hugann ótal minn-
ingar úr æsku af okkur nöfnun-
um á Vesturströndinni þar sem
þú kenndir mér borðsiði, þuldir
vísur og rímur eða gerðir
árangurslitlar tilraunir til þess
að vekja áhuga minn á garð-
yrkju. Þú reyndir líka að opna
augu manns fyrir alls kyns hug-
rækt og dróst mig með þér á
fundi í Guðspekifélaginu ásamt
því að segja mér sögur af Móður
Teresu eða öðrum af þínum
hugðarefnum. Að ógleymdum
sögunum úr siglingum þínum um
heimsins höf, kennslustundum í
landafræði og öðrum fróðleik
sem þú miðlaðir á svo skemmti-
legan hátt. Þú varst nefnilega
mikil heimskona og vel að þér um
hvort sem var heimssöguna,
landafræði, bókmenntir, listir
eða þjóðmálin almennt. Upp úr
stendur samt einstakur húmor-
inn, hlátursköstin og kímni sem
fylgdi þér fram á síðasta dag.
Jafnvel þegar veikindi þín voru
langt gengin voru spaugilegu
hliðarnar aldrei langt undan og
alltaf gladdist maður við að sjá
blikið í augum þínum þegar þú
skellihlóst að enn einum dóna-
brandaranum. En þú áttir líka
þínar erfiðu hliðar og máttir upp-
lifa þrautir sem tóku svo sannar-
lega sinn toll. Örlögin höguðu því
þannig til að á einungis tveggja
ára tímabili gekkstu í gegnum
þær miklu raunir að missa Birgi
bróður þinn í sjóslysi og lenda
sjálf í lífsháska þegar Dranga-
jökull fórst árið 1960. Það var
alltaf jafn átakanlegt að heyra
söguna af því hvernig skipið tók
skyndilega að halla á bakborða
fyrir framan augun á þér og sökk
eins og hendi væri veifað á með-
an þú barðist við að koma þér og
fjögurra ára syni þínum í björg-
unarbáta. Þessir atburðir áttu
eftir að setja verulegt mark sitt á
þína sögu og þarf engan að undra
að næsti kafli einkenndist af van-
líðan og kvíða sem síðan leiddi til
þess að Bakkus knúði dyra með
öllum sínum hviðum og hvellum.
Þú náðir hins vegar að snúa vörn
í sókn með aðdáunarverðum
hætti og beina lífi þínu á rétta
braut samhliða því sem þú
vannst ötullega að hugsjónastarfi
á borð við stofnun SÁÁ. Það var
líka gefandi að fylgjast með því
hvernig þú lést málefni týndra
sjómanna þig varða og stóðst í
stafni þegar Minningaröldurnar í
Fossvogi, sem þú varst svo óend-
anlega stolt af, voru reistar þeim
til heiðurs. Þú kenndir mér
margt og ég er stolt af styrk-
leikum þínum, festu og þraut-
seigju í gegnum lífsins ólgusjó.
Ég er líka þakklát þér fyrir að
hafa kennt mér að áföll og erfið-
leikar geta orðið leið manns til
aukins þroska og víkkað sjón-
deildarhringinn þótt fórnar-
kostnaðurinn kunni að vera
erfiður. Góða ferð elsku amma
mín. Þín verður sárt saknað.
Halldóra.
Við amma áttum sérstakt sam-
band. Reyndar tel ég að flest
nánari sambönd hennar hafi ver-
ið af sérstökum toga og á þann
hátt var hún einstök. Systir mín
er skírð Halldóra í höfuðið á
henni. Í minningunni voru þær
sálufélagar en aldrei nokkru
sinni leið mér svo að ég bæri
skarðan hlut frá borði.
Amma Dóra var meðal þeirra
vesturfara sem fóru með fyrstu
ferjunum á Freeport, sem sigldu
fyrir bindindi og í átt að betra lífi.
Það var lífsins gæfuspor hennar
ömmu. Sem sjómannsfrú í húð og
hár hafði hún siglt um höfin sjö
en ferðin á Freeport gerir einn af
hornsteinum lífs hennar. Lífið
var sannarlega gott því þegar
Fríportfararnir sneru aftur heim
var SÁÁ stofnað og amma mín
gerð að ritara samtakanna.
Nærri fjórum áratugum síðar
átti hún síðan þátt í að innrita
sjúkling í síðasta skiptið – þann
sem hér skrifar. Ekki var um að
villast að báðum var þetta afar
mikilvægt og kórónaði sterkt
tengsl okkar.
Amma Dóra var alls staðar
með okkur; dröslaðist með okkur
systkinunum til Spánar hvar
mamma starfaði sumarlangt, hún
heimsótti okkur til Englands og
sumarið á bæði Hornafirði og
Húsavík; mér skilst að pabbi hafi
hitt hana í brúðkaupsferðinni
fyrri. Hún sótti Mola á flugvöll-
inn sem hafði fundist á Dalvík
eftir sumarbúðir norður á Akur-
eyri. Hún kveikti nú einu sinni á
kerti fyrir köttinn í dómkirkjunni
í Toledo. Skömmu seinna steig
hún svo upp í flugvél, og eins og í
sögu sótti hún köttinn út í Vatns-
mýri.
Mér er ljóslifandi minnugt
þegar ég heimsótti ömmu fjög-
urra ára gamall, e.t.v. svo skýrt
því atvikið náðist á myndbands-
upptöku sem gleymist trauðla, að
þegar amma tók á móti mér
hoppaði ég í fangið á henni, með
slíkum látum að hún hossaðist
aftur fyrir sig. Það sem átti að
heita rembingskoss frá ömmu-
barninu leit frekar út sem stang-
andi hreindýr.
Amma Dóra hafði Mola í jafn
miklum metum og við systkinin.
Hún upplýsti okkur um að hann
hafi verið mennskur í fyrra lífi.
Annað kæmi ekki heim og sam-
an. Ég var löngu fermdur en
trúði henni samt. Við amma vor-
um nefnilega líka sálufélagar,
stundum tvíburasálir. Þannig út-
skýrði hún tenginguna sem við
náðum. Amma lærði nefnilega í
Guðspekifélaginu. Ég vissi aldrei
nákvæmlega hvað fór þar fram
en djúpu samtölin við hana voru
ómetanleg. Við töluðum undir
rós og jafnvel í rúnum en á sama
tíma var það svo auðskiljanlegt
og eðli hlutanna samkvæmt. Tví-
burasálir.
Þrátt fyrir stóru málin og
spurningar lífsins, og vel á
minnst, tvö sjóslys sem hún
amma mín lifði af, minnist ég
aðallega hversu léttlynd hún var.
Sagan segir, að svo hafi ekki
endilega alltaf verið raunin, en í
minningu ömmubarnsins er
vandfundin félagslegri og glað-
værari manneskja. Hún hafði
næmt skopskyn og brandararnir
flugu í báðar áttir því hún átti
jafn auðvelt með að segja brand-
ara og fatta þá. Meira að segja
lengst af blessunarlega ágæta og
stutta alzheimer-skeiðinu, þegar
hugurinn dvínaði, áttaði sú gamla
sig á góðu gríni.
Elsku amma, mér sárnar að
kveðja, svo mikið elska ég þig en
gleðst hve fljótt þú fékkst að
fara, jafn skjótt og máttur dafn-
aði og kallaði á hvíld. Aðeins
nokkrar vikur eru síðan þú fórst
með uppáhaldskvæðin þín,
söngst utanbókar og án vand-
ræða. Þína síðustu daga voru
ljóðin horfin í gleymsku.
Haukur Þorsteinsson.
Í dag er Halldóra frænka mín
jarðsungin frá Fossvogskirkju.
Halldóra, eða Dóra frænka, var
ekki einungis ein af uppáhalds-
frænkum mínum, hún var einnig
góð vinkona mín. Dóra og ég vor-
um systradætur og var hún
tuttugu og sex árum eldri. Dóra
fylgdist náið með uppvexti mín-
um enda átti hún góð samskipti
við móður mína Pálínu Magnús-
dóttur og það áttu einnig systkini
hennar, Kristbjörg, Þorsteinn og
Arnbjörn. Þegar ég var sjálf
komin með heimili og börn urðu
samskiptin við Dóru tíðari og
nánari. Við fórum saman á kaffi-
hús, tónleika og leiksýningar. Á
erfiðum tímamótum í lífi mínu
var það Dóra sem sýndi mér
skilning og stuðning. Dóra var
einnig í góðum samskiptum við
dætur mínar og sýndi áhuga á
því sem þær voru að gera í námi,
leik og vinnu.
Þegar ég fluttist norður vorum
við Dóra í reglulegum símasam-
skiptum og töluðum við um alla
mögulega hluti. Dóra var afar
stolt af börnum sínum og barna-
börnum og þegar talið barst að
velgengni þeirra eða annarra
ungmenna í stórfjölskyldunni,
sagði hún: „Nú spila amma,
mamma og Palla saman á hörpu
hjá Guði.“
Dóra frænka hafði góðan húm-
or og gátum við oft gantast og
hlegið saman. Það kom stundum
fyrir að við svöruðum í símann og
kynntum okkur sem þekkta
manneskju. Eitt sinn svaraði
Dóra á þennan hátt: „Góðan dag-
inn, Elísabet Englandsdrottning
hér.“ Ég svaraði að bragði:
„Marilyn Monroe, leikkona og
kynbomba.“ Að þessu hlógum við
dátt og veltum því fyrir okkur
hvernig samtal þessara þekktu
persóna hefði orðið.
Hugðarefni Dóru voru mörg
og má þar helst nefna að hún var
virkur meðlimur í Guðspekifélagi
Íslands og fórum við saman á
nokkra fundi. Þá hafði hún mik-
inn áhuga á garðyrkju, ferða-
lögum, tónlist og lestri góðra
bóka. Skiptumst við oft á bókum
um andleg málefni og ævisögum
sem voru í uppáhaldi hjá okkur.
Ég fluttist búferlum til Eng-
lands árið 2014 og var þá minni
Dóru farið að hraka og fór hún
fljótlega á Dvalarheimilið Ísafold
í Garðabæ. Í júlí 2019 heimsótti
ég Dóru frænku og þekkti hún
mig strax. Dóru leið vel og saman
spjölluðum við og hlógum. Þetta
var í síðasta sinn sem ég sá
frænku mína. Ég er þess fullviss
að nú sitja Dóra, amma, Heiða og
Palla saman og spila á hörpu hjá
Guði.
Ég sendi börnum Halldóru,
barnabörnum, barnabarnabörn-
um og systkinum innilegar
samúðarkveðjur.
Karítas Skarphéðinsdóttir
Neff.
Það er svo margt sem hægt er
að segja um hana Dóru frænku
að það er erfitt að vita hvar á að
byrja. Kannski við byrjum bara á
uppvaxtarárum okkar í Nökkva-
voginum en þar bjuggu þær syst-
urnar Bíbí (nr. 56) og Dóra (nr.
31) ásamt fjölskyldum sínum.
Samskiptin voru mikil og þó að
þær systur væru um sumt ólíkar
voru þær nánar og við frænd-
systkinin vorum á heimavelli á
hvoru heimilinu sem var. Litlu
bræður þeirra systra, Biggi,
Addi og Steini, áttu líka gott
skjól hjá systrum sínum og fjöl-
skylduböndin voru sterk.
Dóra var stórglæsileg kona,
hefði getað verið leikkona í bíó-
borginni Hollívúdd, og það var
ævintýraljómi yfir henni. Hún
hafði dvalið í Englandi um nokk-
urt skeið sem ung stúlka og tal-
aði góða ensku, verið þerna á
Gullfossi og hafði siglt um heims-
ins höf með eiginmönnum sínum,
Hauki og síðar Tryggva, sem
stýrðu millilandaskipum. Vöru-
úrvalið var lítið í verslunum
borgarinnar á þessum hafta-
tímum og allt mjög spennandi
sem var öðruvísi. Þegar makk-
intosið var komið í hús frá út-
löndum gátu jólin gengið í garð í
Nökkvavogi 56 og í jóla-
pökkunum frá Dóru var oft ein-
hver varningur sem augun höfðu
ekki áður litið.
Auk glæsileikans og ævintýra-
ljómans sem var yfir Dóru
frænku er það okkur líka minnis-
stætt hve glaðlynd og hress hún
var. Hún átti það til að hrúga
okkur fyrirvaralítið upp í bílinn
sinn og bruna með okkur í Salt-
vík til að synda í sjónum og þá
var sko sungið alla leið. Nú eða
bara í sund í Vesturbæjar-
lauginni sem var skemmtileg til-
breyting frá Laugardalslauginni.
Hún var fjörkálfur og hláturinn
hennar ómar í minningunni.
Halldóra
Gunnarsdóttir