Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 40
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
U
mhverfis- og skipulagsráð
Vestmannaeyja hefur
lagt til að lundaveiði verði
leyfð í eyjunum með
sama hætti og á síðasta ári, það er
dagana 7.-15. ágúst. Bæjarstjórn á
eftir að fjalla um tillöguna.
Ráðið telur afar mikilvægt að
stjórn lundaveiða í Vestmannaeyjum
taki fyrst og fremst mið af viðkomu
stofnsins. Samkvæmt lögum er veiði-
tímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí
til 15. ágúst.
Í tillögu ráðsins segir, að reynsla
síðastliðinna ára hafi sýnt að þeir fáu
dagar sem lundaveiði er heimiluð séu
nýttir til þess að viðhalda þeirri
merkilegu menningu sem fylgir veið-
inni og úteyjarlífi almennt. Þá sé tím-
inn nýttur til að viðhalda húsnæði út-
eyjanna og huga að öðru sem fylgir
úteyjunum. Lundaveiðimenn hafi
sýnt ábyrgð í veiðum sl. ár og séu
veiðifélögin áfram hvött til að standa
vörð um sitt nytjasvæði og upplýsa
sína félagsmenn um að ganga fram af
hófsemi við veiðarnar.
Mælir gegn lundaveiði
Í umsögn sem Erpur Snær Han-
sen, forstöðumaður Náttúrustofu
Suðurlands, hefur sent til ráðsins er
mælt gegn því að lundaveiðar verði
heimilaðar í ár. Segir Erpur að áætl-
að sé að lundastofninn á Íslandi hafi
minnkað um 45% á árunum 2003 til
2020 og sé það rakið til skorts á fæðu
í kjölfar stofnhruns sandsílis vegna
hlýnunar sjávar.
Þá segir Erpur Snær að háfaveiði
og umferð ferðamanna fari ekki sam-
an þar sem fuglarnir geri ekki grein-
armun á veiðimönnum og ferða-
mönnum. Mikil umferð manna í
vörpum þar sem einnig sé veitt í valdi
mikilli truflun. „Árið 2019 kom upp
tilfelli í Stórhöfða þar sem veiðimað-
ur drap lunda fyrir framan ferða-
menn við lundaskoðunarhúsið, en
veiðimaðurinn varð ekki að ósk leið-
sögumanna um að veiða úr augnsýn
ferðafólks. Ekki þarf mörg tilfelli
eins og þetta til að fá af stað nei-
kvæða umræðu um upplifun ferða til
Eyja,“ skrifar Erpur Snær og leggur
til að Stórhöfði verði helgaður lund-
anum og þeim sem vilji njóta hans lif-
andi þar.
Þá hvetur hann umhverfis- og
skipulagsráðið til að láta setja upp
teljara við hliðið á bílastæðinu við
fuglaskoðunarhúsið til að fá glögga
mynd af umferð manna um höfðann.
Vísbendingar um betri afkomu
Bjargveiðimannafélag Vest-
mannaeyja leggst í umsögn sinni
gegn algjöru veiðibanni á lunda í
Eyjum og leggur til að veiði verði
leyfð í a.m.k. tíu daga í ágúst. Bjarg-
veiðimennirnir segjast hafa sýnt
ábyrgð og átt sjálfir frumkvæði að
því að takmarka veiðar þegar farið
var að takmarka lundaveiðar í Eyjum
vegna afkomubrests.
Þeir benda á að ítarlegar lunda-
rannsóknir hafi aðeins verið stund-
aðar allra síðustu ár. Því sé erfitt að
bera niðurstöður þeirra saman við
fyrri tímabil og ekki mjög marktækt.
Vitað sé að sveiflur hafi áður orðið í
lundastofninum.
Bjargveiðifélagið segir mikilvægt
að viðhalda þeirri menningu og venj-
um sem hafa fylgt lundaveiðinni. Þeir
benda á að undanfarin ár hafi horft
betur með viðkomu lundans sem sjá-
ist best í auknum fjölda pysja sem
skilað hefur verið til pysjueftirlitsins.
Þá leggst Bjargveiðimannafélagið
alfarið gegn friðlýsingu búsvæða sjó-
fugla við Vestmannaeyjar. Einnig
mótmælir það því að bannað verði að
rota súlu- og fýlsunga eins og gert
hefur verið um ómunatíð.
Skiptar skoðanir um
lundaveiðar í Eyjum
Morgunblaðið/Eggert
Lundar Löng hefð er fyrir lundaveiðum í Vestmannaeyjum. Þær hafa verið
takmarkaðar undanfarin ár meira en áður vegna bágrar afkomu stofnsins.
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Það er ekkiónýtt aðfylgjast með
því hvaða áhrif ný-
liðnir pólitískir at-
burðir hafa á þróun
ESB. Eindæma
klúður þess í bóluefnamálum
gleymist seint. En aðrir at-
burðir munu þó hafa meiri áhrif
til lengri tíma. Innan sam-
bandsins er enn öflugur þrýst-
ingur til að fylkja sambands-
ríkjunum til enn þéttara
„samstarfs“ sem á mæltu máli
þýðir frekari valdaþjöppun í
Brussel á kostnað fullveldis
ríkjanna.
Hluti af viðvarandi kapps-
máli er að neyða þjóðirnar til að
taka upp sameiginlega mynt
sem lýtur stjórn risavaxins
seðlabanka í Frankfurt. Fram-
an af var um að ræða tveggja
áfanga kerfi varðandi þennan
þátt. Ríki gengu í ESB og svo
var knúið á um að þau tækju
upp evruna. Þessi aðferð gat
átt það til að fara illa út úr þjóð-
aratkvæði. ESB hefur þann
kæk að taka ekkert mark á nið-
urstöðum í þjóðaratkvæði
smærri þjóða nema hún sé
„rétt.“ Þjóðin skal greiða at-
kvæði um hið sama á ný, þar til
að „rétt niðurstaða“ kemur upp
úr kössunum. Þessa aðferð not-
uðu Jóhanna og Steingrímur
árangurslaust um Icesave! En
nú er reynt að tryggja að stór-
þjóðir komist hjá þjóðar-
atkvæði.
Þegar ný stjórnarskrá ESB
var felld af stórþjóð þá var yfir-
skriftinni breytt og ríkin skrif-
uðu eins og blindir kettlingar
undir hinn fellda texta. Þýska
stjórnarskráin leyfir ekki alrík-
is þjóðaratkvæði um neitt ann-
að en stjórnarskrána sjálfa, og
er oft vísað til að slík aðferð
hafi reynst þjóðinni illa á tíð
sem helst má ekki ræða meira
en nauðsynlegt er.
Svíþjóð var í rauninni skuld-
bundin til að taka upp evru
gengi landið í ESB. En stjórn-
málamenn neyddust til að lofa
þjóðaratkvæði um upptöku
myntarinnar, enda var það kalt
mat þeirra að án slíks loforðs
hefði tillaga um inngöngu fallið.
ESB taldi sig neyðast til að
taka ekki eftir þessu. Þótt mik-
ill meirihluti stjórnmála-
elítunnar í Svíþjóð hafi rottað
sig saman um þetta markmið
tók þjóðin í taumana og hafn-
aði. Elítan bíður þess að glufa
opnist á varúð þjóðarinnar svo
skjóta megi illa þokkuðu máli í
gegn með ákvörðun sem aldrei
verði aftur tekin.
Nú er stjórnarkreppa í Sví-
þjóð. Hana verður að leysa með
því að koma á ríkisstjórn sem
aðeins fær að sitja í eitt ár eða
skemur. Því að reglan er ótví-
ræð. Kosið er á fjögurra ára
fresti í september. Falli ríkis-
stjórn svo mynda skuli nýja sit-
ur sú ekki lengur
en til næstu kosn-
inga. Þær munu
ráða úrslitum um
framhaldslíf eða að
önnur taki við.
Hvort sem takast
muni að lappa upp á fallna
stjórn eða nýr maður sest stól
forsætisráðherra er aukaatriði.
Ekkert stórt gerist. Líklegast
er að árið til reglulegra kosn-
inga breytist í samfellda kosn-
ingabaráttu óháð því hver sé
forsætisráðherra á meðan.
ESB taldi sér trú um að því
og samherjum þess innan Bret-
lands myndi auðveldlega takast
að eyðileggja þjóðarákvörðun
Breta um útgöngu. Þeim virtist
það vera einfalt reiknings-
dæmi. Þáverandi þingforseti
studdi það mat. Og eftir því
sem þrefið um ákvörðun sem lá
fyrir stóð lengur urðu leiðtogar
ESB öruggari í sinni vissu um
að útgangan yrði að mestu leyti
að nafninu til. Þeir höfðu
reyndar lengi gengið út frá því.
Það var þess vegna sem að
kanslari Þýskalands og forseti
Frakklands gerðu ekkert með
sýndarveruleika Camerons for-
sætisráðherra sem lofaði að
knýja í gegn nýja samninga um
veru Breta í ESB sem gjör-
breyta myndu stöðunni þar til
batnaðar. Hann margtuggði að
fengi hann ekki „ásættanlega“
samninga myndi hann sjálfur
berjast ákafast allra fyrir út-
göngu.
Það blasti svo við öllum að
Cameron fékk ekki skít í bolla-
broti úr samningabröltinu.
Samt lét hann í fyrstu eins og
staða Bretlands hefði stór-
batnað! Það þaggaði niður í
honum þegar þeir sem fóru fyr-
ir nei-baráttunni báðu for-
sætisráðherrann að minnast
alls ekki á „samningana“, því
ekkert eitt ýtti meira undir
menn í að styðja útgöngu en að
kynna sér það nástrá sem nið-
urstaðan varð. Í óvæntum
kosningum sem Johnson náði
óvænt að knýja fram flykktust
fyrrverandi kjósendur Verka-
mannaflokks í öruggum kjör-
dæmum til að krossa með Bor-
is, sem hafði loforð um
tafarlausa útgöngu efst á sínu
blaði. Brusselgengið hefur
aldrei fengið annan eins kinn-
hest, þótt svikahrappar í
Íhaldsflokki séu ekki ónefndir,
sem var sópað úr þinginu með
hnykk.
Staða sumra ESB-ríkja
þykir hins vegar hafa veikst
innan sambandsins við útgöngu
Breta. Svíþjóð hafði þannig iðu-
lega stuðning af Bretum sem
tryggðu að ekki yrði of hart
gengið fram. Eins blasir við að
Írland er komið í mun veikari
stöðu með sín mál innan ESB,
og er nú að þeim þrengt. Rétt
er að fylgjast vel með þeirri
þróun.
Eftir brottför
Breta er ESB
orðið enn óálitlegri
kostur en áður}
ESB þarf að taka sér tak
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
R
íkisstjórnin samþykkti nýlega til-
lögu mína um að ráðast í upp-
byggingu fangelsisins á Litla-
Hrauni. Í fangelsinu, sem var
upphaflega reist sem sjúkrahús,
er um helmingur allra fangelsisrýma í landinu
en það uppfyllir ekki lengur þær kröfur sem
gera verður til slíkrar starfsemi. Má í því sam-
bandi vísa í úttektir nefndar Evrópuráðsins
um varnir gegn pyndingum o.fl. (CPT-
nefndarinnar) frá árunum 2019 og 2020. Þar
var m.a. bent á hve erfiðlega hefur gengið að
stemma stigu við útbreiðslu fíkniefna í fang-
elsinu. Nefndin gerði einnig athugasemdir við
aðgengi að heilbrigðisþjónustu og þá einkum
geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga.
Talið er að nær 60% fanga í íslenskum fang-
elsum glími við vímuefnavanda og tiltölulega
hátt hlutfall þeirra glímir við athyglisbrest eða
önnur slík vandamál. Brýnt er að hjálpa fólki sem glímir
við slíkan vanda og gildir það um fanga rétt eins og aðra
landsmenn.
Í framhaldi af úttekt CPT-nefndarinnar var gerð að-
gerðaáætlun um að efla heilbrigðisþjónustu við fanga,
skilgreina verklag og ábyrgð í innri starfsemi fangels-
anna og vinna að þarfagreiningu til að sporna gegn dreif-
ingu og neyslu vímuefna á Litla-Hrauni. Náðst hefur góð-
ur árangur við uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu fyrir
fanga með góðri samvinnu við yfirvöld heilbrigðismála.
Er starfinu sinnt í gömlum aflögðum fangaklefum. Þeirri
aðstöðu verður að koma í betra horf.
Með ákvörðun okkar um uppbyggingu á
Litla-Hrauni hillir loks undir að húsakostur
og annar aðbúnaður fanga í íslenskum fang-
elsum verði færður til nútímans. Það hefur
dregist alltof lengi að taka til hendinni og það
er gagnrýnivert að ábendingar CPT-
nefndarinnar hafi þurft til að koma, þannig að
nauðsynlegar úrbætur komist til fram-
kvæmda. Ég tek fram að algjör samstaða og
samhljómur var í ríkisstjórninni um þetta
mál.
Kostnaður við fyrirhugaðar framkvæmdir
á Litla-Hrauni er áætlaður um 1,6 milljarðar
króna. Í fangelsinu verður byggð upp öflug
heilbrigðis- og endurhæfingarþjónustu fyrir
fangelsiskerfið í heild sinni og einnig verður
öll aðstaða bæði fyrir fanga og fangaverði
bætt til muna. Auðveldara verður að skilja að
hinar ýmsu deildir fangelsisins og aðbúnaður aðstand-
enda til heimsókna verður einnig lagfærður.
Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins og þýðingar-
mikið að byggja þar upp og bæta aðstöðu til endurhæf-
ingar fanganna sem þar dveljast. Með framkvæmdum
þeim sem nú verður ráðist í er stefnt að því að vandamál
fangelsisins verði færð í fullnægjandi horf til fyrirsjáan-
legrar framtíðar.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Uppbygging á Litla-Hrauni
Höfundur er dómsmálaráðherra.
aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Lundinn er algengastur ís-
lenskra fugla. Um 40% af ís-
lenska stofninum verpa í Vest-
mannaeyjum, að því er segir í
skýrslu Náttúrustofu Suður-
lands um Stofnvöktun lunda á
Íslandi 2017-1019.
Lundinn heldur sig á úthafinu
yfir veturinn en sest upp á vorin
við sjávarsíðuna til að verpa í
holur sem hann grefur.
Lundinn kafar eftir æti. Hann
getur kafað niður á um 60
metra dýpi og safnar ætinu í
gogginn og færir síðan pysj-
unni.
Algengasti
fuglinn
LUNDINN
Ljósmynd/Bogi Arason
Tignarlegur á flugi Lundinn hefur
lag á að raða sílum í gogginn.