Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 SPENNAN LOSNAR NÝ MOKKA–E – 100% RAFBÍLL MOKKA-E EDITION Verð: 4.590.000 kr. B irt m e ð fy rirv ara u m m y n d - o g te x tab re n g l. Starfsstyrkjum Hagþenkis til rit- starfa hefur verið úthlutað og var tilkynnt um úthlutanir í Borgar- bókasafninu í Grófinni í gær. Að þessu sinni hlutu 28 verkefni styrk og að þeim standa 30 höfundar. Heildarupphæð styrkja nemur 18 milljónum króna og bárust um 50 umsóknir. Í úthlutunarráði voru Auður Pálsdóttir, Eggert Lárus- son og Hilma Gunnarsdóttir. Boðaföll, safngripir og list á meðal styrkþeganna Fjögur verkefni hlutu hæsta styrkinn, 900 þúsund. Agla Hjörv- arsdóttir, Sigurborg Sveinsdóttir og Svala Arnardóttir hlutu þá upp- hæð fyrir Boðaföll: nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, Guðrún Sveinbjarnardóttir fyrir Íslenska gripi á breskum söfnum, Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir fyrir Pipr- uð og Sigríður Víðis Jónsdóttir fyrir Þræðir. Frá Afganistan til Bosníu til Búrkína Fasó. Næsthæstu styrkupphæðina, 800 þúsund, hlutu Axel Kristins- son fyrir Yfirstétt í vanda, Mar- grét Tryggvadóttir fyrir Íslensk list sem öll ættu að þekkja og Gunnþóra Ólafsdóttir fyrir Þegar náttúran er áfangastaður. Fimm hlutu 700 þúsund króna styrk. Davíð Kristinsson fyrir Nietzsche frá a til ö – pólitískt stafrófskver, Halldór Guðmundsson fyrir Á verkstæði bókmenntanna: Íslensk- ar bókmenntir og bókmenntavett- vangur á síðasta fjórðungi 20. ald- ar, Hjörleifur Hjartarson fyrir Álfa, Jón Hjaltason fyrir Markús. Íslandssaga alþýðumanns og Þórð- ur Sævar Jónsson fyrir Endur- minningar Guðjóns R. Sigurðs- sonar. 600 þúsund króna styrki hlutu Anna Jóhannsdóttir fyrir Land- skilning. Náttúrusýn í íslenskri myndlist, Anna Dröfn Ágústs- dóttir og Ólafur K. Magnússon ljósmyndari fyrir Aldarspegil, Auður Ingvarsdóttir fyrir For- mannavísur yfir Reykjavíkurbæ 1890, Erla Dóris Halldórsdóttir fyrir Mislinga á Íslandi, Guja Dögg Hauksdóttir fyrir Skáldaða staði, Kristín Bragadóttir fyrir Hólavallarskóla 1786-1804 (vinnu- heiti), Sigrún Alba Sigurðardóttir fyrir Snjóflygsur á næturhimni / Snowflakes and other surprises, Unnur Óttarsdóttir fyrir Minn- isteikningu í ljósi listmeðferðar: til að efla minni og vinna úr tilfinn- ingum og Ævar Petersen fyrir Flatey á Breiðafirði: Örnefna- og staðarlýsing. Upplýsingar um aðra styrkþega má finna á hagthenkir.is. Morgunblaðið/Eggert Gleði Styrkþegar voru að vonum ánægðir í Borgarbókasafninu í Grófinni. 18 milljónum króna úthlutað - Starfsstyrkir Hagþenkis 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin Sumartónleikar í Skálholti hefst í dag og stendur yfir til 11. júlí. Þema tónleikanna að þessu sinni er „Kynslóðir“ og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og þá bæði hvað varðar flytjendur og tónskáld. Staðartónskáld eru Hauk- ur Tómasson og Eygló Höskulds- dóttir Viborg og nær hefðin fyrir staðartón- skáldum aftur til ársins 1986. Var það Helga Ing- ólfsdóttir sem átti frumkvæðið að henni og á hverju ári hafa ný verk eftir tónskáldin verið frumflutt á hátíðinni og mörg þeirra skipað mikilvægan sess í íslensku tónlistarlífi sem og víðar, eins og segir á vef hátíðarinnar. Á opnunartónleikunum, sem fram fara í kvöld kl. 20, kemur fram kammerhópurinn Cauda Collective og flytur tvo strengjakvartetta eftir staðartónskáldin fyrrnefndu. Mun Cauda Collective flétta dagskrána saman með nýjum útsetningum sín- um á Þorlákstíðum og því mætir ný tónlist aldagamalli í nýrri túlkun. Nýrri kynslóð boðið Listrænir stjórnendur hátíð- arinnar þær Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupeda og segir Ásbjörg að þær vinni jafnt að hinni listrænu stjórn. Báðar eru tónskáld og kynntust í meistaranámi í tónsmíð- um. Ásbjörg er spurð að því hvernig þemað, kynslóðir, hafi orðið fyrir valinu. „Þetta er elsta tónlistarhátíð landsins og margar kynslóðir sem hafa komið að Sumartónleikum og mótað þá og svo er okkar verkefni núna að reyna að endurnýja áheyr- endahópinn af því hann er orðinn svolítið gamall. Það þarf að búa til nýjan áheyrendahóp, bjóða nýrri kynslóð að koma og vera með okkur þannig að hátíðin haldi áfram og líka auðvitað að halda gamla áheyrenda- hópnum sem er farinn að eldast,“ segir Ásbjörg. „Hérna eru kynslóðir að mætast og svo höfum við ákveðið að vera með tvö staðartónskáld og fannst gaman að láta þemað endurspeglast í því líka. Allir tónleikarnir eru líka með tengsl við þemað, annað hvort tvær kynslóðir af flytjendum eða tvær kynslóðir af tónskáldum.“ Passa vel saman –Þessi tvö staðartónskáld, hvern- ig urðu þau fyrir valinu? „Við erum með lista yfir þau sem hafa verið staðartónskáld og Hauk- ur hafði aldrei verið og það var held- ur betur kominn tími fyrir Hauk. Svo vorum við að reyna að finna ein- hvern af nýju kynslóðinni og fannst Eygló passa vel með honum,“ svarar Ásbjörg. Tónskáldin vinna sitt í hvoru lagi og hittast svo í Skálholti og kynnast. Ásbjörg segir boðið verði upp á tónskáldaspjall með Hauki og Eygló á hátíðinni. Ásbjörg segir venju samkvæmt alltaf boðið upp á barokktónleika á hátíðinni og því alltaf tengsl við bar- okkið. Í gegnum tíðina hafi alls kon- ar verk verið flutt og þær Birgit reynt að endurskilgreina hvernig hátíðin eigi að vera. Frumsamin tón- list sé alltaf að boðstólnum í bland við tónlist fyrri alda og þar á meðal barokk. „Okkur fannst viðeigandi að það væri líka þjóðlaga- eða kirkju- tengd tónlist, ekki bara barokk,“ út- skýrir Ásbjörg. Einnig er boðið upp á tónleika fyrir alla fjölskylduna þannig að ungir sem aldnir geti notið þeirra. Eru það styttri tónleikar og sér- sniðnir að börnum. Frítt er inn á alla tónleika hátíðarinnar og má finna dagskrána og upplýsingar um flytjendur og hátíðina á vef hennar, sumartonleikar.is Opnunartónleikar Cauda Collective við Skálholtskirkju. Kynslóðir mætast - Sumartónleikar í Skálholti hefjast í dag - Haukur Tómas- son og Eygló Höskuldsdóttir Viborg eru staðartónskáld Ásbjörg Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.