Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
✝
Bragi Júlíusson
fæddist 11.
september 1953 í
Norður-Nýjabæ í
Þykkvabæ. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
í Vestmannaeyjum
20. júní 2021.
Foreldrar hans
voru Júlíus F.
Óskarsson, f. 13.4.
1914, d. 30.9. 1992,
og Guðmunda Erlendsson, f.
27.10. 1920, d. 15.5. 1984.
Systkini Braga eru Hörður
Ævar, f. 4.12. 1940, Elín, f. 15.7.
1944, Gísli, f. 31.3. 1946, Lilja, f.
25.12. 1951, d. 10.5. 2011, Er-
lendur, f. 9.9. 1957, og Gestur, f.
26.1. 1959.
Bragi ólst upp í Þykkva-
bænum, hann tók virkan þátt í
störfum á búi foreldra sinna.
Eftir hefðbundna skólagöngu
flutti hann til Vestmannaeyja og
fór í Vélskólann þar. Hann lauk
vélstjórnarnámi vorið 1973 í
Reykjavík. Einnig lauk hann
námi í vélvirkjun 1985 frá Iðn-
skólanum í Vestmannaeyjum.
Bragi kynntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Sigþóru Björg-
vinsdóttur, f. 17.1. 1954, haustið
1971. Þau bjuggu í Vest-
mannaeyjum fram að gosi 1973
og fluttu þá til Reykjavíkur
fram á haust. Þá sneri fjöl-
skyldan aftur til
Vestmannaeyja.
Börn þeirra eru
1) Björg Ólöf, f. 4.2.
1973, hún er gift
Valgeiri Sigur-
jónssyni, f. 15.5.
1968. Eiga þau tvö
börn, Sigþór Örn, f.
6.12. 1999, og
Söndru Dögg, f.
13.2. 2003.
2) Gylfi, f. 11.9.
1980, hann er kvæntur Eddu
Svandísi Einarsdóttur, f. 5.4
1978. Eiga þau tvö börn, Steinu
Dís, f. 5.8. 2015, og Braga Þór, f.
19.2. 2021.
Bragi var vélstjóri á ýmsum
bátum frá Vestmannaeyjum
þangað til hann fór að læra vél-
virkjun 1985.
Eftir að hann hætti á sjó
starfaði hann sem verkstjóri hjá
Eimskip og Ísfélagi Vestmanna-
eyja F.E.S. fram að veikindum
sínum.
Bragi gekk í Oddfellow-
stúkuna Herjólf 1991 og var
virkur í starfi þar.
Útför Braga fer fram frá
Landakirkju í dag, 1. júlí 2021,
hefst athöfnin kl. 13 og verður
henni streymt á vef Landa-
kirkju.
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://mbl.is/andlat/
Það er með virðingu og
þakklæti sem ég minnist
tengdaföður míns Braga Júl-
íussonar en hann kvaddi okkur
allt of snemma. Bragi hafði ein-
staklega góða nærveru og var
einn mesti þúsundþjalasmiður
sem ég hef kynnst. Það var fátt
sem hann ekki gat gert eða gef-
ið ráð við og var það nær und-
antekningarlaust að Gylfi
hringdi eins og eitt símtal til
Eyja til að bera hugmyndir
undir pabba sinn og fá ráð ef
hann ætlaði hugsanlega að fara
í framkvæmdir eða kaupa eitt-
hvað „sniðugt“.
Þegar við fluttum fyrir fjór-
um árum síðan kom Bragi upp
á land til að aðstoða okkur sem
mest hann gat við framkvæmd-
ir og var ótrúlega fallegt að sjá
hversu vel þeir feðgar unnu
saman. En það var ekki bara
fyrir okkur sem hann var boð-
inn og búinn til að aðstoða. Það
sama gekk yfir bæði börn og
barnabörn hans og Sigþóru.
Þegar ég kynntist tengdafor-
eldrum mínum fyrst var ekki
mikil hefð fyrir því að knúsast
við kveðjustund sem mér fannst
frekar skrítið. En eftir nokkrar
heimsóknir til Eyja var ég farin
að fá gott og þéttingsfast knús
frá Braga. En þótt knúsin
hefðu ekki einkennt Braga þá
lét hann verkin tala og sást það
langar leiðir hversu miklu máli
fjölskyldan skipti hann. Símtöl-
in, samtölin, umhyggjan og
samveran var það sem skipti
máli og eru það þær stundir
sem standa upp úr þegar ég
hugsa um þig.
Þú vildir alls ekki að fólk
hefði of miklar áhyggjur af þér
og hvað þá í veikindum þínum.
Það var virðingarvert að fylgj-
ast með þér takast á við eitt
stærsta verkefni lífs þíns síð-
asta ár með Sigþóru þér við
hlið. Bara síðast þegar við töl-
uðum saman í síma þá kvart-
aðir þú ekki. Þú hefðir alveg
viljað vera aðeins betri, en
svona var þetta bara. Þú varst
aðeins styrkari í fótunum í dag
en í gær, engar áhyggjur.
Við munum halda minningu
þinni lifandi svo Steina Dís
gleymi þér ekki og svo Bragi
Þór fái að vita hver besti afi í
heimi var.
Þú varst einstakur, hjarthlýr,
góður fjölskyldufaðir, afi og
tengdafaðir. Klettur okkar allra
og skilur eftir þig tómarúm í
bland við hlýjar minningar sem
lifa í hjörtum okkar alla tíð.
Hvíldu í friði elsku Bragi.
Ég kveð þig nú með sömu
orðum og þú kvaddir okkur
alltaf með: „Bless og takk fyrir
samveruna.“
Þín tengdadóttir,
Edda Svandís.
Ég vil með örfáum orðum
minnast mágs míns Braga
Júlíussonar sem kvaddi okkur
allt of fljótt. Mín fyrstu kynni
af Braga voru fyrir gos þegar
hann kynntist systur minni Sig-
þóru og fór að venja komur sín-
ar í Úthlíð, æskuheimili okkar.
Þá var ég ekki nema átta ára
og var mjög ánægður að fá
loksins ungan mann í húsið. Lét
hann það ekki pirra sig þótt ég
væri líklega frekar þreytandi
stundum og lýsir það hans
innra manni vel.
Frá þeim tímapunkti hefur
hann reynst mér og mínum vel.
Bragi fór í vélskólann hér í
Eyjum og var orðinn vélstjóri á
Árna í Görðum fyrir gos. Það
kom sér vel þegar við þurftum
að flýja eyjuna vegna eldgoss.
Fórum við öll úr Úthlíð ásamt
mörgum öðrum með honum til
Þorlákshafnar. Þar var náð í
okkur af Júlla, föður Braga, á
Rússajeppa og farið í þykkva-
bæinn. Þar vorum við um tíma.
Var sú ferð og dvöl mér mjög
minnisstæð.
Þá var var Sigþóra orðin
ófrísk af Björgu Ólöfu sem
fæddist svo 4. febrúar. Í gosinu
var Sigþóra með Björgu um
tíma hjá okkur í Blönduhlíðinni
meðan Bragi var á sjó. Eftir
gos fóru þau Bragi og Sigþóra
fljótt heim. Eftir gos var ég
daglegur gestur á heimili þeirra
og gekk í ísskápinn og brauð-
skúffuna eins hún væri mín.
Þar sem ekki munaði nema 10
árum á mér og Björgu passaði
ég hana oft en Gylfa bróður
hennar minna.
þegar áhugi minn vaknaði á
mótorhjólum var faðir minn því
mjög mótfallinn að ég myndi
eignast slíkt. Fékk ég Braga til
liðs við mig og talaði hann föður
minn til og tók meira að segja
Suzuki AC 50 hjólið með sér úr
borginni með Árna í Görðum.
þegar Sigþóra og Bragi ráku
Skipaafgreiðslu Vestmannaeyja
hringdi Bragi oft í mig þegar
ég var í háskólanámi og bauð
mér vinnu við útskipun og dreif
ég mig þá til Eyja. Það gaf vel
af sér sem ég nýtti mér því ekki
var veskið þykkt á þeim tíma.
Síðar fór Bragi að vinna hjá
Fiskimjölsverksmiðju Ísfélags-
ins sem verkstjóri og fórst það
vel úr hendi. Hann var vel lið-
inn en mjög ákveðinn. Kom
verkefnum ætíð fljótt af stað og
fylgdi þeim vel eftir þannig að
þau kláruðust í tæka tíð. Þar
starfaði Bragi þar til hann
hætti vegna veikinda sinna.
Þegar við Valgerður eignuð-
umst börn litu þau mjög upp til
Braga og Sigþóru og sóttust
þau eftir að heimsækja þau.
Þegar við fórum til Prag með
fyrirtæki mínu pössuðu Bragi
og Sigþóra börnin okkar og var
stjanað við þau á allan hátt. Var
þá eins og þau væru á fimm
stjörnu hóteli og ekkert varið í
að fara heim eftir þá gistingu.
Hin síðari ár höfum við unnið
saman í verkefnum sem tengd-
ust bæði vinnu okkar og einka-
lífi og var það ánægjuleg sam-
vinna.
Fallinn er frá góður vinur og
félagi og syrgjum við hann öll.
Ég og fjölskylda mín viljum
þakka honum fyrir samveru-
stundirnar og allt sem hann
hefur gert fyrir okkur í gegnum
tíðina. Vottum við hans nán-
ustu, Sigþóru og fjölskyldu,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Björgvin B. og fjölskylda.
Þegar ég hugsa til Braga
Júlíussonar dettur mér Heima-
klettur í hug. Sterkir og mikil-
fenglegir. Þeir fóru báðir vel
með það og þar var gott að
reiða sig á svona trausta hlekki.
Þeir áttu það sameiginlegt að
standa sína plikt. Samt voru
þeir ekkert skyldir. Heima-
klettur frá Vestmannaeyjum og
Bragi ættaður úr Þykkvabæn-
um. En leiðir þeirra lágu saman
þegar Bragi kom til Eyja og
gerðist sjómaður og var lengst
af á Árna í Görðum Ve. Hann
kynntist Sigþóru í Úthlíð og úr
varð falleg saga. Það varð far-
sælt og gott samband sem er
svo lýsandi fyrir allt sem sneri
að honum Braga. Hann var far-
sæll maður í hverju sem hann
tók sér fyrir hendur. Lærður
vélstjóri og vann lengst af sem
verkstjóri og vélar og tæki voru
ekki langt undan á lífsleiðinni.
Síðustu árin var hann yfirmað-
ur í FES-inu og vann sér þar
inn traust bæði samstarfs-
manna sinna sem og yfirmanna
og eigenda Ísfélagsins. Þar kom
sér vel þekking hans á því
hvernig vélar og tæki vinna
saman. Æðakerfi vinnslunnar
þar sem hráefnið fer úr tönkum
í sjóðara, í pressur og skilvind-
ur, lýsi í tanka og mjöl í sekki.
Ég veit ekki hvort mér hefði
enst ævin að skilja þetta allt
sem lék í höndunum á Braga og
hans mönnum. Samspil stjórn-
andans og starfsmanna var lyk-
illinn að góðri útkomu og þann
lykil var Bragi með í hönum sér
alla vinnudaga og skilaði góðri
vinnslu, afkomu og ánægðum
mannskap. Það er einkennandi
fyrir góðan stjórnanda að grípa
sjaldan til eða beita sér heldur
vinna með sínum mönnum og
láta öllum líða vel, þannig yfir-
maður var hann. Bragi Júll var
einhvern veginn þannig maður
að hann þurfti ekkert að leggja
það sérstaklega á sig að láta
hlutina ganga vel. Fumlaus og
óhikuð framkoma og ég vildi
segja þessi holling sem fylgdi
honum var svo afgerandi. Við
kynntumst á vettvangi vinnunn-
ar þar sem mikið var að gera
og dagarnir oft langir. Bragi,
Silli og Ingvi Sigurgeirs voru
saman í útgerð og við náðum
vel saman. Þeir stóðu með mér
eins og klettar og við urðum
hluti af skemmtilegu teymi sem
ferðaðist mikið um hálendið og
landið okkar allt. Þar naut
Bragi sín hvað best. Hann unni
landinu og margar okkar bestu
stunda voru þar. Ósjaldan vor-
um við á tjaldstæðinu við Selja-
landsfoss og mér finnst eins og
Bragi hafi líka verið líkur foss-
inum Gljúfrabúa, mildur og
góður þegar við sátum saman,
grilluðum og áttum skemmti-
legar stundir fram á kvöld,
jafnvel lengur. En hann gat líka
látið finna fyrir sér eins og
Dettifoss þegar á þurfti að
halda. Einu sinni fórum við á
mörgum bílum um Fjallabak. Á
leiðinni austur Mælifellssand
grípa mig einhver látalæti og
ég keyri frekar ógætilega og
hratt austur sandinn. Þegar við
áðum næst kemur Bragi til mín
og tók í vin sinn. Honum líkaði
ekki framkoma mín, hvorki við
samferðafólkið né náttúruna
sem við gengum jafnan vel um.
Hann vildi ekki eiga það inni
frekar en annað, hvorki hjá mér
eða öðrum. Það er þessi hrein-
leiki í framkomu sem gerir það
að verkum að maður heldur að
viðkomandi sé skyldur Heima-
kletti þótt hann sé það alls
ekki.
Ég votta Sigþóru og fjöl-
skyldunni hjartans samúð.
Ásmundur Friðriksson.
Bragi Júlíusson
Elskuleg frænka okkar,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis að Hörðalandi 14,
lést laugardaginn 19. júní á Höfða,
hjúkrunar- og dvalarheimili.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýndan hlýhug og vináttu. Sérstakar þakkir fá þeir
sem komu að umönnun hennar síðustu mánuði.
Sigurbjög Ragnarsdóttir
Bryndís Ragnarsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar,
BENEDIKT SIGURBJÖRNSSON
smiður, garðyrkjubóndi, fasteignasali
og listamaður,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 18. júní.
Útför hans verður frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 8. júlí klukkan 13.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Þóra Guðrún Benediktsdóttir
Hólmfríður Ben Benediktsdóttir
Indriði Benediktsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR HEIÐMANN
JÓSAVINSSON
bóndi,
Árhvammi, Öxnadal,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
18. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
5. júlí klukkan 13. Athöfninni verður streymt á Facebook,
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju-Beinar útsendingar.
Heiðar Karl Unnur Elva
Hlíf Jón Þórir
Þórarinn Heiðmann Sigríður Jóna
Ingvi Rúnar Rannveig Björg
Ólöf Sveinbjörn
Júlíus Geir Selma
Guðmundur Arnar Ingibjörg
afabörn og langafabörn
Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts
elsku mannsins míns, bróður, mágs og
frænda,
FINNS BÁRÐARSONAR,
iðjuþjálfa.
Iréne Jensen
Leifur Bárðarson Vilborg Ingólfsdóttir
Margrét María Leifsdóttir Guðmundur Pálsson
Inga María Leifsdóttir Kristbjörn Helgason
og börn þeirra
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN ÁRNADÓTTIR,
Hrafnistu, Boðaþingi,
áður til heimilis í Kveldúlfsgötu 1,
Borgarnesi,
lést þriðjudaginn 22. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju
mánudaginn 5. júlí klukkan 13.
Sólrún Gunnarsdóttir Gylfi Már Guðjónsson
Hafdís A. Gunnarsdóttir Nikulás Árni Halldórsson
Trausti Gunnarsson Ástríður Gunnarsdóttir
Tryggvi Gunnarsson Halldóra Ágústsdóttir
Ingileif A. Gunnarsdóttir
Árný Guðrún Gunnarsdóttir Guðjón Bjarnason
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HÖSKULDUR ERLENDSSON,
húsgagnasmíðameistari og tollvörður,
andaðist 17. júní á Landspítalanum við
Hringbraut. Útförin fer fram frá Grafarvogs-
kirkju föstudaginn 2. júlí klukkan 11.
Ásta Kröyer
Hilmar Höskuldsson Ástrós Guðlaugsdóttir
Erlendur Höskuldsson Sunneva Svavarsdóttir
Ásta Rún
Jón Ingi
Svavar
Hrafnhildur Fjóla
Ástvinur minn og faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
KJARTAN G. MAGNÚSSON
læknir,
lést mánudaginn 21. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 8. júlí klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Kjartans
er bent á Bergið headspace.
Maria Teresa Goncalves
Sveinn Kjartansson Lára Pálsdóttir
Júlíana Elín Kjartansdóttir Jósef Ognibene
Jóhann Kjartansson Ingilaug Erlingsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn