Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 PEUGEOT - 3008 ACTIVE – RN. 331401. Nýskráður 3/2017, ekinn 84 þ.km., bensín, dökkgrænn, beinskiptur, fjarlægðarskynjarar, regnskynjari, litað gler, bluetooth. Verð 2.690.000 kr. VW - PASSAT LIMO GTE 1.4 TSI PLUG-IN-HY- BRID – RN. 340452. Nýskráður 5/2018, ekinn 35 þ.km., bensín, dökkgrár, sjálfskipting, álfelgur, stöðugleikakerfi, bakkmyndavél, fjarlægðarskynj- arar. bluetooth. Verð 3.990.000 kr. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is VW - GOLF GTE PLUG IN HYBRID COMFORT RN. 331250. Nýskráður 3/2020, ekinn 11 þ.km., bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskipting, hraðastillir, 360° nálgunarvarar, akreinavari, bluetooth, HDMI. Aukadekk á álfelgum. Verð 4.890.000 kr. MERCEDES-BENZ - C 300 DE AMG PLUG IN HYBRID RN. 153592. Nýskráður 11/2019 (2020), ekinn 27 þ.km., díesel svartur, sjálfskipting, Topplúga, hraðastillir, nálægðarskynjarar, bakk- myndavél. Verð 6.990.000 kr. AF KÖTLU Gunnar Ragnarsson Varúð, spilliefni! Hér verður talað tæpitungulaust um framvindu Net- flix-þáttaraðarinnar Kötlu. Það eru allir að ræða nýjustu smíð Baltasars Kormáks og Sigurjóns Kjartansson- ar. Eins og oft vill verða í íslensku samfélagi er einblínt á eitt viðfangs- efni, nánast af ofstækisfullri áfergju, sem nauðsynlegt er að hafa skoðun á. Andartaki síðar er málið nærri gleymt þar til það skýtur aftur upp kollinum í fréttaannál eða áramóta- skaupi. Það gengur svona. Í tilfelli Kötlu er það ekki alskrítið enda gerð og útgáfa þáttanna ótvíræður stór- viðburður fyrir íslenskan sjónvarps- og kvikmyndaiðnað. Í viðtali við Lestina sagði Balt- asar Netflix-samsteypuna hafa lagt til fjármagn sem samsvarar tvöföldu ársframlagi í Kvikmyndasjóð (en ár- ið 2021 nam það einum og hálfum milljarði króna) og óhætt að fullyrða að þættirnir séu dýrasta framleiðsla leikins efnis á íslensku fyrr og síðar. Þættirnir eru aðgengilegir áskrif- endum streymisveitunnar um heim allan, en þeir munu vera rúmlega tvö hundruð milljónir. Alþjóðleg dreifing og fjárhagslegt umfang íslenskra verðlaunamynda á borð við Börn náttúrunnar, Nói albinói og Kona fer í stríð er ekkert í líkingu við þennan veruleika. Það sem stendur Kötlu næst eru Hollywood-myndir Baltas- ars og Latabæjar-seríurnar (allt á ensku og mis-„íslenskt“) og líklega þáttaröðin Ófærð, sem kostaði góðan skilding og hlaut fína dreifingu. Með Kötlu er íslenskt sjónvarpsverk komið nær alþjóðlegri megin- straumsmenningu en nokkru sinni fyrr, sem mótar vitanlega fagurfræði og frásagnaraðferðir hennar, en einnig kröfurnar sem gerðar eru. Greinagrautur Þáttaröðin er nokkuð furðu- legur hrærigrautur kvikmynda- og sjónvarpsþáttagreina. Undraverðar erlendar fyrirmyndir eru líklega Skuggsjá (Black Mirror, 2011-19) og þýska serían Dimmt (Dark, 2017-20). Sögusviðið er Vík í Mýrdal í dystó- pískum samtíma. Kötlugos hefur staðið yfir í ár og gert nærsveitir að ólífvænlegum stað, þar sem aðeins vísindamenn og þrjóskustu íbúa er enn að finna og lífið er „frumstætt“ (ekkert net- eða farsímasamband). Þetta eru lendur vísindaskáldskap- arins, óvanalegt og gleðilegt fyrir ís- lenska framleiðslu. Hrollvekjan, eða frænka hennar sálfræðitryllirinn, er líka uppistaða. Þjóðsögur eru gjarn- an efniviður í hryllingsgreininni – og hér er sótt í íslenskan sagnabrunn, þó frjálslega sé farið með hann (að alvöru Hollywood-sið). Verur sem sækja mennina heim úr iðrum eld- fjallsins eru sagðar vera umskipting- ar en eiginleikar þeirra eiga ekkert skylt við þau fyrirbæri úr íslensku og Geymist þar sem börn ná ekki til Kvenlíkami „Fyrsti þátturinn hefst á eftirminnilegri sýn – sótaður og stinnur kvenlíkami rís úr myrkinu og gengur að linsunni,“ segir í pistli um Kötlu. norrænu þjóðsögunum. Þjóðlegur stimpill gefur efninu eftirsóknar- verðan blæ til útflutings en innblást- urinn er líklega fenginn frá öðrum stöðum. T.a.m. klassíska minnið um tvífarann, sem Sigmund Freud ritaði um eða hugmyndin um „tulpa“ úr tíbetskum búddisma en þær yfirskil- vitlegu verur eru kallaðar fram með hugar- eða andans orku einni, sem mátti sjá í eins konar formi í þriðju seríu Tvídranga Davids Lynch. Ver- urnar í Kötlu rísa upp úr annarlegri kviku en uppspretta þeirra er áföll fólks sem það spýtir út og holdgerir. Þessi meginmyndlíking verksins er fengin að láni frá sígildri vísinda- skáldsögu Stanisławs Lem, Solaris, og samnefndu meistaraverki And- reis Tarkovsky (1972) og umbreytt lítillega. Þó er rýnir ekki að gefa Baltasar heiðurinn af þessu tilbrigði en í viðtali við Lestina sagðist hann ekki hafa áhuga á „Tarkovsky- -myndum“ (og átti þar með við háfleygt listabíó). Bílastæðaverðir undir jökli Hefðir hryllingsgreinarinnar birtast ekki síst í kvikmyndatöku Árna Filippussonar og Bergsteins Björgúlfssonar – sem einkennist af ýktum nærmyndum af leikurunum í grunnri skerpu (annað verður óskýrt) – og ætlunin er að færa áhorfandann inn í hugarheim og ástand persónanna – og einangra þær frá umheiminum. Hér er verið að reyna metnaðarfulla hluti sem eru oft áferðarfagrir en gallinn er þó að sjónræna hliðin þjónar ekki alltaf þörfum frásagnarinnar. Sviðsmynd er framúrskarandi þáttur, sér í lagi útitökustaðir þaktir ösku en heim- kynni persónanna eru fullstíliseruð á köflum þrátt fyrir að „svínlúkka“ (verkstæði Þórs t.d. – þó er afger- andi stefnan aðdáunarverð). Í grunninn er Katla nefnilega melódrama. Fylgst er með fjölda persóna og bakgrunni þeirra, áföll og ástir koma hægt og bítandi í ljós. Víst of hægt fyrir suma – en skýr- ingin er að þættirnir eru ekki hasar- drifnir – og þrátt fyrir að fléttan verði flókin vindur henni hægt fram. Megingalli verksins liggur í hand- ritsgerðinni og leikstjórn sem ein- faldlega treystir ekki áhorfandanum til þess að draga sínar eigin álykt- anir. Það er engin dulúð til staðar. Sú hneigð sker undan vísindaskáld- skapnum, sem stendur höllum fæti hvort sem er, en sérstaklega hryll- ingnum og ráðgátunni. Samtöl per- sóna innihalda undanbragðalaust upplýsingar um sögu og fléttu á silf- urfati, sem er ekki eðlilegt í sam- skiptum fólks. Regla frásagnarinnar virðist vera að segja, sýna og greina áhorfendum aftur frá til að taka af allan vafa, en það er merkjanlegur löstur verka Baltasars (sjá úrlausn Adrift t.a.m.). Útkoman er sögu- heimur og persónur sem eru einfald- lega ekki trúverðugar innan hans – innri lógík gengur illa upp. Viðbrögð persóna eru sjaldnast í samræmi við stórfurðulega atburðarásina, heldur lúta þær duttlungum höfunda sinna. Þegar verst lætur freyðir sápan yfir og mann svíður í augun – flétta Þórs (Ingvars E.) og Gunhildanna tveggja minnir óþægilega mikið á fyrri verk Sigurjóns með Fóstbræðrum, „Bíla- stæðaverðina“. Sexí sombí tæm Vægur meirihluti leikaraliðs er kvenkyns, sem er góð þróun í verk- um Baltasars. Karlar eru í brúnni en konur eiga þó sæti að borði, Þóra Hilmarsdóttir leikstýrir fjórða þætti (Baltasar leikstýrir fjórum og Börk- ur Sigþórsson þremur) og Lilja Sig- urðardóttir skrifar annan þátt serí- unnar (og er titluð einn af fimm „söguhöfundum“ en Davíð Már Stef- ánsson skrifar fjögur handrit og Sig- urjón þrjú). Eðli skáldskaparins er dregið í ljós með lykilmyndlíkingu seríunnar um „umskiptingana“ sem bendir á sig sjálfa. Allt sem fyrir augu ber í Kötlu er á þann hátt „um- skiptingar“, hugsmíðir höfunda sinna. Fyrsti þátturinn hefst á eftir- minnilegri sýn – sótaður og stinnur kvenlíkami rís úr myrkinu og gengur að linsunni. Nokkuð víst er að karl- maður átti þessa hugmynd. Hinir sombíarnir eru líka kynþokkafullar kvenverur – fyrir utan Damian litla – sjónarhornið er nokkuð merkjanlega karllægt. Þræðir Þórs og Gísla (Þor- steins Bachmann) eru í raun þeir sömu – með lítillegum blæbrigðamun – kynórar miðaldra karlmanns um eilíft ungt skaut til að hvíla í. Þór er svo upptekinn við húllumhæið að hann steingleymir upprisinni dóttur sinni. Þetta er því miður eitt slakasta hlutverk Ingvars á ferlinum. Dætur hans, leiknar af Írisi Tönju Flygen- ring og Guðrúnu Ýri Eyfjörð, eru öllu betri og ná góðu sambandi sín á milli, þrátt fyrir efniviðinn oft á tíð- um. Þunglamaleg sorgin undir- strikar að jafnvel þótt umgjörðin sé önnur er kjarni verksins ansi nálægt því sem við þekkjum – hefðum og þemum íslenskrar kvikmyndasögu um sjávarþorp og óuppgerðan fjölskylduharm. Já, svolítið eins og Hafið. Djöflabarnið rís Langsamlega sterkasta fléttan snýr að Darra jarðvísindamanni (Björn Thors), Rakel eiginkonu hans (Birgitta Birgisdóttir) og djöflabarn- inu þeirra (Hlynur Harðarson). Björn Thors ber af í leikarahópnum, að öllum öðrum ólöstuðum. Hans persóna og hegðun er ávallt trúverð- ug í aðstæðunum og hann dregur áhorfandann inn. Á lokasprettinum fellur það í hans hlut að útskýra ótal vísindalega botnlanga og söguupp- lýsingar fyrir áhorfendum en jafnvel það skemmir ekki fyrir. Leikur hins tíu ára gamla Hlyns Harðarsonar er lítt síðri og hans persóna líklega það sem mun lifa í minningunni. Birgitta Birgisdóttir er einnig virkilega góð og samleikur hennar og Björns og þeirra þriggja smellur. Flétta þeirra er mest spennandi hlutinn og býður upp á hasar og hreyfingu. Þessi hluti seríunnar væri frábær grunnur í markvissari og styttri frásögn, þar sem dulúð og meitlað kjarnafjöl- skyldudrama fengi að krauma undir vísindaskáldskapnum. » Allt sem fyrir auga ber í Kötlu er á þann hátt „umskiptingar“, hug- smíðir höfunda sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.