Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 vfs.is SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is EIN RAFHLAÐA + öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn 1. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.91 Sterlingspund 171.38 Kanadadalur 100.16 Dönsk króna 19.808 Norsk króna 14.458 Sænsk króna 14.512 Svissn. franki 134.32 Japanskt jen 1.1199 SDR 176.71 Evra 147.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.0489 Hrávöruverð Gull 1769.6 ($/únsa) Ál 2458.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.67 ($/fatið) Brent af frekari hækkun verðbólgu segir Ásgeir að þeir þrír þættir sem hafi valdið mestu í verðhækkunum muni ganga niður með haustinu. Það er hækkun á innfluttum vörum vegna gengisveikingar, hækkun á húsnæð- isverði og hækkun á erlendum hrá- vörum og aðföngum. „Þannig að verð- bólga mun hjaðna þegar líður á árið. Hver síðan framvindan verður veltur á launaþróun, ríkisfjármálum og hve hratt efnahagsumsvif munu taka við sér eftir farsóttina. Á þessum tíma- punkti er hins vegar mikilvægt að setja varnir gegn því að fólk taki of mikla fjárhagslega áhættu á sama tíma og vaxtahækkunarferlið er að hefjast.“ Spurður um áhrif á byggingarverk- taka, segir Ásgeir að fasteignamark- aðurinn hafi verið algjör seljenda- markaður að undanförnu. Verktakar nái væntanlega áfram að selja allt sitt, en mögulega á aðeins lægra verði en annars hefði verið. „Vonandi erum við að fara að sjá byggingamarkaðinn bregðast við með nýju framboði. Sveitarfélögin stjórna framboðinu að miklu leyti og það sem hefur stundum gerst er að eftirspurnin hefur rokið af stað og framboðið ekki brugðist við, eins og gerðist árið 2008. Þá kom framboðið eftir á, en enginn gat keypt.“ Er eitthvað í ykkar tillögum sem styður við aukningu framboðs? „Vonandi þýða þessar takmarkanir að við þurfum ekki að hækka vexti eins mikið og við þyrftum ella. Það gæti leitt til þess að verktakar sem eru flestir að fjármagna sig á breyti- legum vöxtum, njóti lægri vaxta- kjara.“ Heilbrigð hækkun 1-2% Ásgeir segir að fasteignamarkað- urinn eigi að ganga eðlilega og endur- spegla kaupmátt þjóðarinnar. Spurður um hver heilbrigð árs- hækkun fasteignaverðs sé, segir Ás- geir að til lengri tíma eigi hún að vera á svipuðu bili og aukning kaupmáttar að raunverði. „Eðlileg hækkun væri kannski 1-2% auk verðbólgu.“ Hann segir að auk peningastefn- unnar hafi þættir eins og samgöngu- stefna og skipulagsákvarðanir einnig áhrif á fasteignaverð. „Sú ákvörðun að brjóta ekki nýtt land undir byggð í Reykjavík hefur til dæmis mikil lang- tímaáhrif.“ Í yfirlýsingu fjármálastöðugleika- nefndar segir að skoðuð verði nánar beiting greiðslubyrðarhlutfalls. Ás- geir segir að þar sé um að ræða nýja heimild sem bankinn fékk nú í júní sem heimilar honum að takmarka hvað hægt er að taka á sig mikla greiðslubyrði af lánum sem hlutfall af tekjum. „Þjóðirnar í kringum okkur hafa beitt þessu mjög mikið. Þetta skarast töluvert á við framkvæmd greiðslumats í bönkunum. Kosturinn við þetta er hins vegar að þetta nær yfir alla aðila á fasteignalánamark- aðnum, banka, lífeyrissjóði og aðra.“ Ásgeir ítrekar að um fyrirbyggj- andi aðgerðir fjármálastöðugleika- nefndar sé að ræða. „Ef við hefðum sett upp sambærilegar takmarkanir árið 2003 hefðum við mögulega getað komið í veg fyrir fasteignabóluna 2007. Það er of seint að grípa inn í þegar markaðurinn er kominn á fulla ferð.“ Ásgeir bætir við að best væri að framvindan á mörkuðum væri með þeim hætti að enginn hugsaði um Seðlabankann. Þá væri allt að virka eðlilega og stöðugleiki ríkti. En til þess að ná því markmiði verði að sýna fyrirhyggju. Auki eigið fé Í tilkynningunni kemur fram að fjármálastöðugleikanefnd hafi ákveð- ið að hækka ekki sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki að svo stöddu. Hann sé því því óbreyttur í 0%. Nefndin telji þó líklegt að fyrr en síð- ar verði að taka til skoðunar að hækka aukann á nýjan leik. Eins og Ásgeir útskýrir er sveiflujöfnunar- auki sérstakur eiginfjárauki sem settur er á bankana til að tryggja að þeir hafi alltaf borð fyrir báru til að afskrifa útlánatöp. Aukinn var af- numinn síðasta vor því óttast var að veirufaraldurinn myndi gera meiri usla en hann á endanum gerði í bankakerfinu. SÍ vill engin gönuhlaup á markaði Morgunblaðið/Ómar Lán Greiðslubyrðarhlutfall nær yfir alla aðila á fasteignalánamarkaðnum. - Taki ekki of mikla fjárhagslega áhættu á sama tíma og bankinn er að hefja vaxtahækkunarferli - Of seint að grípa inn í þegar markaðurinn er kominn á fulla ferð - Bankar auki eigið fé fyrr en síðar BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Seðlabankinn lækkaði í gær hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda úr 85% í 80%. Hámarks- hlutfall fyrir fyrstu kaupendur verður hins vegar óbreytt í 90%. Með ákvörðuninni vill bankinn, að sögn Ásgeirs Jónsson- ar seðlabanka- stjóra, koma í veg fyrir að væntingar um áframhald- andi hraða hækk- un fasteignaverðs verði til þess að fólki finnist í lagi að fara í skuldsett fasteignakaup á þeim forsendum að markaðurinn búi til eigið fé fyrir það. Ásgeir segir í samtali við Morgun- blaðið að takmarkanirnar eigi ekki að hafa mikil áhrif núna miðað við núver- andi markaðsaðstæður. Verið sé að hugsa til næstu 1-3 ára og að brunn- urinn verði byrgður áður en barnið dettur í hann. „Fasteignaverð hefur verið að hækka töluvert síðustu miss- eri enda er kaupmáttur mjög hár og vextir lágir. Aukinheldur er margt ungt fólk að koma inn á fasteigna- markað og hlutfall fyrstu kaupenda hefur aldrei verið hærra sem er mjög jákvætt. Nú viljum við tryggja að fast- eignamarkaðurinn haldi jarðsam- bandi og verðþróun verði í línu við efnahag þjóðarinnar. Við viljum ekki sjá spákaupsmarkað sem kemur eng- um að gagni. Við undanskiljum fyrstu kaupendur úr takmörkununum því við viljum halda markaðinum opnum fyrir þeim. Þeir sem eru kannski að hugsa um að stækka við sig upp í raðhús eða einbýlishús eða kaupa eign númer 2 með því að gíra sig upp og veðja á frekari hækkun fasteignaverðs – verða mögulega fyrir takmörkunum.“ Endurskoða þarf allar spár Þessar takmarkanir hefðu í raun ekki haft nein markverð áhrif á fast- eignaviðskipti liðins vetrar – hefðu þær verið settar á fyrir ári, að sögn Ásgeirs, og munu ekki hafa nein áhrif ef markaðurinn heldur áfram að fylgja grunngildum efnahagslífsins er varða kaupmátt og eiginfjárstöðu. „En þetta þýðir að endurskoða verður allar bjartsýnar spár um að hækkun fast- eignaverðs taki fram úr þróun efna- hagslífsins,“ segir Ásgeir og vísar þar í spár greiningaraðila á markaðnum. Ásgeir segir að bankinn sé með fasteignamarkaðinn í höndum sér. Hann geti hækkað stýrivexti og tak- markað veð- og skuldahlutföll svo eitt- hvað sé talið. „Við getum ekki leyft þessum markaði að taka gönuhlaup. Við erum nú búin að setja upp ákveðnar girðingar sem koma í veg fyrir of mikla áhættusækni.“ Spurður hvort hann hafi áhyggjur Ásgeir Jónsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Birgir Jónsson, forstjóri flugfélags- ins Play, segir búið að bóka um helming flugsæta hjá félaginu í júlí. Hins vegar sé ágúst orðinn þéttbók- aður og fyrstu vikurnar í haust. „Þetta kemur heim og saman við það sem við heyrum frá öðrum í ferðaþjónustunni. Júlí er frekar ró- legur en svo er farið að þéttast í ágúst og inn í haustið. Við erum að fá bókanir innanlands og frá Evrópu,“ segir Birgir en áfangastaðirnir eru sýndir á grafinu hér til hliðar. Varðandi Breta segir hann þá ekki vera að ferðast jafn mikið næstu vik- ur og ætlað var. Hins vegar séu þeir farnir að bóka ferðir í haust. Áhugi í stórborgunum Hvað varðar Berlín og París sé nú meira um bókanir frá heimamönnum en Íslendingum frá miðjum ágúst. „Ágúst er farinn að líta þokkalega út. Mælikvarðar okkar benda til að hann sé að verða eins og eðlilegur ágústmánuður á eðlilegu sumri. Tekjustýringarfólkið okkar, sem horfir á prósentur langt fram í tím- ann, er í öllu falli orðið ánægt. Við gerðum ekki ráð fyrir að júlí yrði þéttbókaður heldur einbeitum við okkur að því að koma starfseminni í gang og vera á réttum tíma. Við sjáum það á fyrirspurnum hjá leitarvél Google og á vefsíðu okkar að áhuginn á Íslandsferðum hefur aukist mikið síðustu tvær vikurnar,“ segir Birgir. Góður gangur í bólu- setningum gegn veirunni á Íslandi eigi sinn þátt í þessu. Þéttbókað hjá Play síðsumars - Play hefur flug til Berlínar í dag Playhefur sig til flugs Áfangastaður Flug hefst London 24. júní 2021 Tenerife 29. júní 2021 Berlín 1. júlí 2021 Alicante 13. júlí 2021 París 15. júlí 2021 Barcelona 16. júlí 2021 Kaupmannahöfn 22. júlí 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.