Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Björn Bjarnason skrifar á heima-síðu sína um samþykkt danska þingsins á dögunum um „lagabreyt- ingu að tillögu jafnaðarmanna um heimild til að senda þá sem leita hælis í Danmörku til dvalar í Afríku á meðan dönsk yfirvöld leggja mat á umsókn þeirra um hæli“. Hann rekur að innan norska Verka- mannaflokksins sé vilji til að fara svipaða leið, sem og í Bretlandi og jafnvel í Svíþjóð. - - - Björn bætir við: „Hér á landiverða oft deilur vegna dvalar hælisleitenda við afgreiðslu um- sókna þeirra. Hún getur dregist á langinn, t.d. vegna skorts á sam- starfsvilja umsækjandans. Síðan er þeim rökum beitt gegn ákvörðun yf- irvalda að viðkomandi hafi dvalist svo lengi í landinu að ómannúðlegt sé að rjúfa ræturnar sem skapast hafi. Þá varð hér nýlega ágrein- ingur milli Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um réttarstöðu þeirra sem neita að virða sóttvarnareglur hér og annars staðar og lengja á þann hátt dvöl sína í landinu. - - - Talsmenn dönsku reglnanna teljaað skipulögð ásókn farand- og flóttafólks minnki með framkvæmd þeirra. Bresku ríkisstjórninni er til dæmis mikið í mun að binda enda á hættulegar ferðir þéttsetinna smá- báta með ólögmæta innflytjendur til Bretlands hvort heldur yfir Ermar- sund eða frá smyglaraskipum sem flytja fólkið í átt að ströndum Bret- lands. - - - Hér er óhjákvæmilegt að fylgjastnáið með frumkvæði Dana. Fari nágrannaþjóðir að fordæmi þeirra fjölgar þeim sem sækja um hæli í löndum þar sem sambærilegar reglur gilda ekki. Stjórnendur ólög- mætu mannflutninganna eru með fingurinn á púlsinum.“ Björn Bjarnason Frumkvæði Dana STAKSTEINAR „Við fögnum þessum viðbrögðum loksins frá Póst- og fjarskiptastofn- un. Það er gott að hún er sama sinnis og við um að það þurfi að binda endi á þann samkeppnislega skaða sem þessi verðskrá hefur valdið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda. Tilefnið er ákvörðun PFS þar sem skorað er á Póstinn að breyta verðskrá sinni í kjölfar þess að lög- um um póstþjónustu var breytt í þinglok. Með lagabreytingunni var tekið út ákvæði um að sama verð skuli vera fyrir pakka- sendingar um land allt, að 10 kg, en sú gjaldskrá hefur verið við lýði frá ársbyrjun 2020. Í ákvörðun PFS er skorað á Póst- inn að fullnýta ekki tímafrest til að breyta verðskránni. „Með hliðsjón af orðalagi 13. gr. laga nr. 76/2021 og að teknu tilliti til 3. mgr. 17. gr. laga um póstþjónustu og þeirra áhrifa sem nefndin [um- hverfis- og samgöngunefnd] vísar m.a. til að fyrri lagasetning Alþingis hafi haft beinir PFS því til ÍSP að fé- lagið endurskoði gjaldskrá félagsins fyrir pakka innan alþjónustu svo fljótt sem verða má og bíði ekki til 1. nóvember 2021, eins og heimilt er. Í því samhengi er einnig horft til þess að þann 1. júlí 2021 tekur gildi breytt gjaldskrá fyrir pakka yfir 10 kg. Í því ljósi væri það óeðlilegt, að mati PFS, ef félagið myndi ákveða að nýta sér allan þann frest sem Alþingi kvað á um,“ segir í ákvörðuninni. En FA hefur fullyrt að umrædd gjaldskrá hafi falið í sér ólögmætar niðurgreiðslur. baldura@mbl.is Íslandspóstur breyti verðskránni - Póst- og fjarskiptastofnun þrýstir á Póstinn - FA fagnar stefnubreytingunni Ólafur Stephensen Hitaveita Seltjarnarness þarf að endurbora eina af holum veitunnar vegna dælubilunar. Hitaveitan sæk- ir vatn í fjórar holur. Bilunin varð í holu 4 við Bygggarða í mars, að sögn Ágerðar Halldórsdóttur, bæjar- stjóra Seltjarnarness. Hún sagði að þegar verið var að hífa dæluna upp úr holunni hafi dælurörið brotnað og féll sjö tonna þungur dælubúnaðurinn niður á 1.024 metra dýpi. Ákveðið hefur ver- ið að bora nýja holu við hliðina á þeirri gömlu. Verkið hefst eftir verslunarmannahelgi og verður not- aður jarðbor. Áætlaður verktími er um það bil tveir mánuðir. Þessu mun fylgja rask fyrir þau fyrirtæki sem starfa við Bygggarða og er nú verið að upplýsa þau um það, að sögn Ás- gerðar. Hola 4 var upphaflega boruð árið 1972 og náði hún niður á 2.025 metra dýpi. Í seinni tíð hefur hún fyrst og fremst verið nýtt sem varahola fyrir hitaveituna. gudni@mbl.is Endurbora holu á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Golli Seltjarnarnes Seltirningar reka sína eigin hitaveitu sem sækir vatn í jörðu undir nesinu. Bilun varð í einni holunni og reynist þörf á að bora nýja holu. - Dælubúnaður féll niður á eins kílómetra dýpi Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Eldhúsinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.