Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 63
ÞÓR Þ.
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Þór frá Þorlákshöfn tryggði sér
fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu
félagsins með sigri á Keflavík í úr-
slitum Íslandsmóts karla í körfu-
bolta síðastliðinn föstudag. Þórsarar
fóru á kostum í úrslitaeinvíginu og
unnu deildarmeistarana verð-
skuldað, 3:1.
„Síðustu dagar eru búnir að vera
hrikalega skemmtilegir. Við erum
búnir að hittast á hverjum einasta
degi. Menn eru enn hátt uppi og í
fyrsta skipti í dag eru menn aðeins
að ná sér niður á jörðina,“ sagði Lár-
us Jónsson, þjálfari Þórs, í samtali
við Morgunblaðið.
Í sund með verðlaunapeninginn
Hann segir leikmenn stolta af af-
rekinu, en Þórsurum var spáð tíunda
sæti á leiktíðinni og áttu afar fáir
von á að gengið yrði eins gott og
raun bar vitni.
„Það er hrikalega gaman í Þor-
lákshöfn núna og það lýsir því best
að leikmenn hafa farið í sundlaugina
á venjulegum afgreiðslutíma með
verðlaunapeninginn um hálsinn.
Adomas [Drungilas] bannaði okkur
að taka verðlaunapeninginn af
næstu fimm daga,“ sagði hann létt-
ur. Þrátt fyrir glæsilegt afrek síð-
asta föstudag fær Lárus lítið að
slaka á, allavega á næstu dögum.
Svipaður hópur næsta tímabil
„Það er pressa á okkur að fara að
verja þennan titil og það er heiður ef
það verður litið á okkur þannig að
það þurfi að vinna okkur. Maður
slakar ekki á núna. Það þarf að
ganga frá samningum við leikmenn
áður en júní endar, svo maður geti
slakað á í júlí,“ sagði Lárus og bætir
við að leikmannahópur liðsins verði
svipaður á næstu leiktíð. Tveir lykil-
leikmenn munu þó væntanlega
hverfa á braut.
„Styrmir [Snær Þrastarson] er að
fara út í háskóla og Callum [Lawson]
reynir væntanlega fyrir sér á megin-
landinu, en svo kemur í ljós hvort
það gangi upp hjá honum, annars
kemur hann aftur. Fyrir utan það
verður þetta svipaður hópur,“ sagði
Lárus Jónsson.
Lærisveinn hans Ragnar Örn
Bragason lék mikilvægt hlutverk hjá
Þórsurum og átti sinn þátt í að liðið
vann þann stóra að lokum. Hann
segir Þórsarana hafa fundið veik-
leika hjá Keflavík og með því náð að
sigra deildarmeistarana. Fyrir það
hrósaði hann þjálfaranum sínum.
„Við þurftum að finna eitthvert
leikplan sem eiginlega ekkert annað
lið hefur fundið á móti Keflavík. Við
fundum leið til að vinna þá og Lalli á
hrós skilið fyrir að finna veikleika í
þeirra liði. Við vissum að Milka
myndi spila mikla vörn undir körf-
unni og því ákváðum við að nýta það
hversu góðir skotmenn við erum.
Það gekk ágætlega upp. Þeir
breyttu síðan um varnarafbrigði hjá
sér en þá breyttum við okkar
sóknarleik. Þetta var svolítið mikil
skák,“ sagði Ragnar við Morgun-
blaðið.
Skilur hrakspárnar
Ragnar kveðst skilja vel hvers
vegna Þórsurum var ekki spáð góðu
gengi fyrir mót en hann hafi
snemma fundið að liðið væri mun
betra en flestir bjuggust við.
„Ég skil vel að okkur var ekki
spáð góðu gengi fyrir mótið þar sem
við vorum ekki góðir árið á undan.
Við létum þessa spá ekkert angra
okkur því við vissum hvað við gátum
gert. Maður sá það á undirbúnings-
tímabilinu hversu ógeðslega gott lið
við værum með og með þessa blöndu
af útlendingum þá var hún full-
komin. Varðandi Íslandsmeistaratit-
ilinn þá vorum við ekki að hugsa svo
langt fyrr en við unnum Þór Akur-
eyri og sérstaklega Stjörnuna. Þá
sáum við að við gætum farið alla
leið,“ sagði Ragnar.
Hann segir íbúa Þorlákshafnar í
skýjunum með fyrsta Íslandsmeist-
aratitilinn og viðurkennir að hann
sjálfur hafi þurft að halda aftur af
tárunum í lok fjórða leiksins þegar
ljóst var í hvað stefndi.
„Það eru allir mjög glaðir og liðið
er búið að vera mikið saman að hafa
gaman að fagna þessu. Maður fær
mikið af skilaboðum og hamingju-
óskum frá bæjarbúum. Þetta skiptir
máli fyrir alla í bænum. Ég viður-
kenni að ég þurfti að halda aftur af
tárunum og það var erfitt að spila
bæði vörn og sókn í lokin. Með þessa
geggjuðu stuðningsmenn í stúkunni,
fjölskyldu og bestu vini þá var þetta
gargandi snilld,“ sagði Ragnar.
Hrokafullir Keflvíkingar
Bolur sem Ragnar klæddist í
meistarafögnuðinum vakti athygli
en á honum stóð: „Þetta var flott hjá
ykkur … en nú er þetta búið.“ Hörð-
ur Axel Vilhjálmsson, leikmaður
Keflavíkur, sagði þau frægu orð við
Ragnar í fyrsta leik liðanna. Þórs-
arinn ber virðingu fyrir Herði, en
segir Keflvíkinga hafa verið hroka-
fulla og fengið það í bakið.
„Ég spilaði með honum í hálft ár í
Keflavík og ég ber alla virðingu sem
ég get borið fyrir honum. Ég held
samt að þeir hafi verið smá hroka-
fullir og þeir fengu það í bakið. Svo
var annar leikmaður sem sagði í leik
þrjú að þetta væri búið og myndi
enda 3:2 fyrir þá,“ sagði Ragnar og
átti þar við Domynikas Milka, en
Milka skoraði 30 stig í fjórða leikn-
um og lét Þórsarann Adomas
Drungilas vita af því í leikslok.
Ragnar tók eftir því. „Ef ég hefði
skorað 30 stig en tapað titlinum
hefði ég sagt lítið og bara labbað út,“
sagði Ragnar léttur að lokum.
Hélt aftur af tárunum
- Gleði í Þorlákshöfn eftir fyrsta Íslandsmeistaratitilinn - Var spáð neðarlega
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þorlákshöfn Ragnar Örn Bragason fagnar eftir að Þór frá Þorlákshöfn tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Keflavík.
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Það hefur verið afar áhuga-
vert að fylgjast með uppgangi
Amöndu Andradóttur undan-
farna mánuði, en hún hefur svo
sannarlega slegið í gegn með
meistaraliði Vålerenga í norsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu
síðustu vikur. Þrátt fyrir að vera
einungis 17 ára gömul er hún
strax farin að láta til sín taka í
Noregi eftir komuna frá danska
úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland
í desember á síðasta ári.
Amanda var ekki valin í ís-
lenska kvennalandsliðið sem
mætti Írlandi í vináttulands-
leikjum á Laugardalsvelli, dag-
ana 11. og 15. júní, og var þess í
stað valin í norska U19-ára
landsliðið þar sem hún stóð sig
vel.
Mikið hefur verið rætt og rit-
að um aldur leikmannsins að
undanförnu, en hafa ber í huga
að aldur í kvennafótbolta er ekki
alveg sambærilegur við aldur í
karlaboltanum. Leikmenn eins
og Agla María Albertsdóttir og
Glódís Perla Viggósdóttir voru
báðar búnar að spila sinn fyrsta
A-landsleik þegar að þær voru
17 ára gamlar.
Agla María lék sinn fyrsta
keppnisleik með A-landsliðinu í
lokakeppni EM 2017 í Hollandi
18. júlí 2017 gegn Frakklandi í
Tilburg, þá 17 ára og 344 daga
gömul. Glódís Perla lék sinn
fyrsta keppnisleik gegn Norður-
Írlandi í undankeppni EM 2013 á
Laugardalsvelli, þá 17 ára og 80
daga gömul.
Það er ekki mitt hlutverk að
velja leikmenn í íslenska
kvennalandsliðið en ef horft er
til gæðaleikmannsins þá hlýtur
maður að spyrja sig hvort hún
eigi ekki heima í íslenska lands-
liðinu og því fyrr því betra, því
það yrði mikil synd að sjá hana
klæðast norsku treyjunni einn
daginn.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Að vissu leyti lítur maður á sjálfan
sig sem íþróttamann,“ sagði Eve-
restfarinn Heimir Fannar Hall-
grímsson í Dagmálum, frétta- og
menningarlífsþætti Morgunblaðs-
ins.
Félagarnir Heimir Fannar, 40
ára, og Sigurður Bjarni Sveinsson,
34 ára, náðu á topp Everest hinn 24.
maí og urðu um leið tíundi og ellefti
Íslendingurinn til að klífa fjallið
sem er það hæsta í heiminum, alls
8.849 metra, og er staðsett í
Himalaya-fjallgarðinum á landa-
mærum Kína og Nepal.
Þeir tóku ákvörðun um að klífa
fjallið í október 2020 og voru mætt-
ir út til Nepal fimm mánuðum síðar
en þeir æfðu allt upp í tuttugu til
fjörutíu klukkustundir á viku, þeg-
ar mest lá við, til þess að ná á topp
Everest.
„Í fjallamennsku er maður fyrst
og fremst að keppa við sjálfan sig
og eigin markið,“ sagði Heimir.
„Þú ert ekki í þessu til þess að
komast á einhvern pall eða eitthvað
slíkt en æfingarnar og það sem
maður þarf að leggja á sig fyrir
svona leiðangur er klárlega á pari
við íþróttamennsku.
Svo er bara spurning hvert fram-
haldið verður og hvort maður haldi
áfram, en mitt mat er að þetta sé
klárlega ákveðin tegund af íþrótta-
mennsku,“ sagði Heimir meðal ann-
ars í Dagmálum.
Á pari við íþróttamennsku
Everest Heimir og Sigurður náðu
toppi hæsta fjalls heims 24. maí.
Spánverjinn
Rafael Benítez
hefur verið ráð-
inn knatt-
spyrnustjóri
enska úrvals-
deildarliðsins
Everton. Hann
gerir þriggja ára
samning við bláa
félagið í Liver-
pool og tekur við
af Carlo Ancelotti sem sagði starfi
sínu lausu til að geta tekið tilboði
Real Madríd. Benítez verður fimmti
stjóri Everton á jafn mörgum árum.
Undir stjórn Benítez varð FC
Liverpool Evrópumeistari og ensk-
ur bikarmeistari á árunum 2004-
2010. Þar sem mikill rígur er á milli
félaganna í borginni þá virðast við-
brögðin við ráðningunni vera
blendin hjá stuðningsmönnum
Everton.
Spánverjinn er 61 árs gamall og
hefur stýrt Inter Mílanó, Chelsea,
Napolí, Real Madríd, Newcastle og
Dalian en gengið misjafnlega. Áður
en Benitez tók við Liverpool hafði
hann staðið sig afar vel hjá Val-
encia á Spáni. Hann hafði einnig
stýrt Valladolid, Osasuna og
Extremadura.
Gylfi Þór Sigurðsson leikur með
Everton og er með samning fram á
sumar 2022.
Benítez tekur
við Everton
af Ancelotti
Rafael
Benitez