Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
COSTA DEL SOL
MYRAMAR FUENGRIOLA 4*
FUENGRIOLA, COSTA DEL SOL
ÍBÚÐAR HÓTEL MEÐ ÝMIST EINU EÐA TVEIMUR
SVEFNHERBERJUM OG TVEIMUR SUNDLAUGUM.
06. - 16. JÚLÍ | 11 DAGA FERÐ
FLUG OG
GISTING
WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS
FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ:
79.900 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR
BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA
FLUG, SKATTUR OG HANDFARANGUR INNIFALINN
FLUG EINGÖNGU VERÐ FRÁ:
39.900 KR.*
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Margt er enn óljóst hvað varðar
hegðun, smit og sýkingaráhrif Co-
vid-19 þegar kemur að barnshaf-
andi konum. Þó standa fyrir dyrum
rannsóknir erlendis á áhrifum
bólusetninga á barnshafandi konur
að sögn Huldu Hjartardóttur, yfir-
læknis fæðingarþjónustu Landspít-
alans.
Barnshafandi konur hafa ekki
verið í forgangshópi þegar að kem-
ur að bólusetningum hér á landi en
þó hefur ekki verið lagst gegn
bólusetningum þeirra kvenna sem
óska þess.
Að sögn Huldu er töluverður
fjöldi barnshafandi kvenna hér á
landi sem hefur kosið að bíða með
að láta bólusetja sig. „Það eru alls
ekki allar barnshafandi konur sem
hafa þegið boð í bólusetningu,“
segir hún. „Þær
hafa eflaust
hugsað sér að
láta bólusetja sig
eftir meðgöngu.“
Meðganga og
fæðing auka al-
mennt hættu á
bláæðasegum en
bláæðasega-
myndun er sjald-
gæf aukaverkun
tengd bóluefnunum Astra Zeneca
og Janssen. Af þessari ástæðu hef-
ur verið reynt að bjóða barnshaf-
andi konum önnur bóluefni, sam-
kvæmt upplýsingum af vef
Þróunarmiðstöðvar íslenskrar
heilsugæslu. Hér á landi hefur
barnshafandi konum staðið til boða
að fá bóluefnin Pfizer og Moderna.
Áhrif bólusetningar við Covid-19
á barnshafandi konur og ófædd
börn þeirra hafa lítið verið rann-
sökuð, að sögn Huldu. Niðurstöður
þeirra fáu rannsókna sem gerðar
hafa verið í þessum efnum benda
þó ekki til þess að bólusetningar
hafi neikvæð áhrif á barnshafandi
konur. „Það er eitthvað sem er
ekki þekkt, en það eru að hefjast
vísindarannsóknir erlendis þar
sem fylgst verður með konum sem
hafa verið bólusettar á meðgöngu,“
segir Hulda.
Barnshafandi konur almennt
viðkvæmari fyrir sýkingum
Vitneskjan um bólusetningu
barnshafandi kvenna við Covid-19
er byggð á þeim upplýsingum sem
liggja fyrir um áhrif almennra
bólusetninga, að sögn Huldu. „Það
er ekki þekkt að önnur sambærileg
bóluefni eða að bóluefni almennt
valdi fósturgöllum eða fósturláti.
Það hefur ekki sýnt sig að aukin
hætta sé á því hjá þeim barnshaf-
andi konum sem hafa verið bólu-
settar,“ segir hún. Hins vegar eru
þungaðar konur oft viðkvæmar fyr-
ir sýkingum þannig að þetta stang-
ast svolítið á. „Hagsmunirnir við
það að fá bólusetningarnar og svo
möguleg áhætta. En ef maður
horfir á þetta frá líffræðilegu sjón-
arhorni þá eru engin augljós
áhætta.“
Segir mikilvægt að tilkynna
grun um aukaverkanir
Halldóra segir mikilvægt að fólk
tilkynni grun um aukaverkanir
vegna bólusetningar við Covid-19
til Lyfjastofnunar. Til dagsins í
dag hafa stofnuninni borist sam-
anlagt 68 tilkynningar vegna gruns
um alvarlega aukaverkun af bólu-
efnunum Pfizer og Moderna. Ekki
þarf þó að vera orsakasamband
milli bólusetninga og tilkynntra at-
vika að sögn stofnunarinnar.
Rannsaka áhrif á barnshafandi konur
- Margt er enn óljóst um áhrif kórónuveirunnar á barnshafandi konur - Áhrif bólusetningar á
meðgöngu og ófædd börn hafa lítið verið rannsökuð - Margar konur hér á landi hafa kosið að bíða
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjöldi Stór bólusetningardagur var í Laugardalshöll í gær þar sem um 12.000 manns fengu sinn seinni skamt af bóluefni AstraZeneca. Ekki er lengur grímuskylda í bólusetningunni.
Hulda
Hjartardóttir
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar á
Heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins, segir að gengið hafi mjög vel
að bólusetja í gær, en fólki var þá
boðið upp á seinni skammtinn af
AstraZeneca.
Komu fleiri en von var á að sögn
Ragnheiðar, en alls voru 12.611
manns bólusettir. Mikil stemning
var í höllinni og segir Ragnheiður
að fólk hafi verið spennt að kom-
ast í sumarfrí og elta sólina norður
eða austur á land.
Fólk farið að
huga að fríi
BÓLUSETNINGAR
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur
veitt lögmanni áminningu vegna
ummæla sem hann viðhafði í sjón-
varpsviðtali. Fram kemur í úrskurð-
inum að lögmaðurinn hafi farið með
viðkvæmar persónugreinanlegar
upplýsingar um annan málsaðila,
sem fram komu í lokuðu þinghaldi.
Einnig kemur fram að háttsemi og
framkoma lögmannsins í sjónvarps-
viðtali hafi ekki verið í samræmi við
34. grein siðareglna lögmanna. Þá
var það mat úrskurðarnefndarinnar
að sú háttsemi lögmannsins að fjalla
um heilsufarslegar upplýsingar ein-
staklings í viðtalinu hafi verið til
þess fallin að valda honum hneyksl-
isspjöllum í skilningi 35. greinar
siðareglna lögmanna.
„Það sem skiptir máli með þennan
úrskurð er að hvergi er dregið í efa
að lögmaður tjái sig í fjölmiðlum um
mál sem eiga erindi til almennings.
Þetta lýtur eingöngu að því að lög-
maður er talinn hafa tjáð sig um
einkamálefni annars málsaðila er
fram komu í lokuðu þinghaldi,“
sagði Einar Gautur Steingrímsson,
formaður nefndarinnar, við Morg-
unblaðið.
Lögmanni veitt áminning vegna sjónvarpsviðtals
Skúla Magnússyni, umboðsmanni
Alþingis, hafa borist 25 kvartanir
vegna leghálsskimana. Á heimasíðu
umboðsmanns er greint frá því að
hann hafi fundað í gær með Ernu
Bjarnadóttur, sem er í forsvari fyr-
ir Facebook-hópinn Aðför að heilsu
kvenna, og Gunnari Bjarna Ragn-
arssyni krabbameinslækni. Komu
þau þar á framfæri ýmsum ábend-
ingum um fyrirkomulag legháls-
skimana og þann farveg sem þær
hafa verið í undanfarin misseri.
Umboðsmaður greindi frá því að
honum hefðu borist á þriðja tug
kvartana vegna málsins ásamt
óformlegum ábendingum sem hafi
orðið honum tilefni til að fylgjast
náið með því.
Málið sé enn til skoðunar hjá
stjórnvöldum og aðhafist umboðs-
maður því ekki að svo stöddu. Hins
vegar sé ástæða til að fylgjast
grannt með framvindunni og
bregðast við gefist tilefni til.
25 erindi send til
umboðsmanns