Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Ferðumst innanlands í sumar Skemmtigelt í baði! Joserabúðin er ný og skemmtileg gæludýrabúð í Ögurhvarfi 2, Kópavogi. Gæludýr eru velkomin í heimsókn í fylgd með tvífætlingum. Joserabúðin – Ögurhvarfi 2, Kópavogi FRÍTT Frítt í nýja hunda- baðið út júlí Á morgun er geggj- að svar, þegar maður er krafinn um efndir á einhverju sem maður hefur hummað fram af sér. Því morgundag- urinn er hæfilega langt í burtu í tíma og rúmi, en samt svo nærri. Stutt virðist í efndir, og þannig kaupir maður sér smá tíma. Þetta er svo hægt að end- urtaka nokkrum sinnum. En fyrr en varir er morgundagurinn gærdag- urinn og ekkert hefur breyst. Ég hygg að margir hugsi eitthvað í þessa veru þegar baráttan fyrir bættu loftslagi stendur sem hæst. Eða á að standa sem hæst. Allir vita að eitthvað þarf að gerast, en það virðist svo fátt til að gleðjast yfir í þessari baráttu. Frekar þvert á móti. Það hljómar ótrúlega þreytt að segja sem svo; gerum þetta saman. Þessi frasi hefur þó ekki orðið til úr engu, frekar en aðrir frasar. Fras- arnir koma mörgu til skila, eru auð- skildir og allra. Nú skal enn höggv- ið í sama knérunn og sagt fullum fetum; gerum þetta saman! En hver eru við, það gæti bent til þess að þarna væru þið líka. Það er þannig í vissum skilningi og þá kemur að inntaki þessa pistils. Á dögunum var loftslagsvísir at- vinnulífsins kynntur og þá voru bæði við og þið saman komin í ein- um sal. Þarna er ég að tala um at- vinnulífið og stjórnvöld. Íslenskt at- vinnulíf hyggst taka fullan þátt í því að vinna bug á loftslagsvánni. En það er með atvinnulífið eins og aðra sem lúta leiðsögn og reglum stjórn- valda; allt þarf að vera skýrt og fyrirsjáanlegt. Fjárfesting í nýsköpun og orku- skiptum í atvinnulífinu er helst nefnd sem framlag þess til lausnar. Það þarf að fjárfesta í nýjum um- hverfisvænum lausnum, eins og til dæmis rafmagnsbílum og nýjum kælikerfum um borð í fiskiskipum. Og það þarf að fjár- festa í nýsköpun sem leyst getur gamlar úr- eltar lausnir af hólmi. Hljómar skynsamlega, en í mörgum tilvikum eru slíkar fjárfestingar áhættusamar og dýrar, án þess að hægt sé að treysta því að þær séu arðbærar eða sam- keppnishæfar. Því ríður á, að tryggja getuna til fjárfestinga. Ég fullyrði að það vantar ekki viljann hjá atvinnulífinu til að fjárfesta í umhverfisvænum lausnum. Því verða stjórnvöld að liðka fyrir fjár- festingum. Skattheimta er nauðsyn- leg, en sú sem kemur í veg fyrir nauðsynlegar fjárfestingar í nýjum grænum lausnum, mun draga úr líkunum á því að markmið stjórn- valda náist. Það verður allra tap þegar upp verður staðið. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo háleit markmið náist. Meðal annars er brýnt að stjórnvöld geri strax grein fyrir því hvernig um- gjörð fyrirtækja verði háttað á komandi árum. Atvinnulífið þarf að vita hvað er fram undan svo gera megi áætlanir markvissari og auka líkur á árangri. Því vegferð án veg- vísis er dæmd til að mistakast. Sú vegferð þarf að hefjast í dag, ekki á morgun. Það hljómar ótrúlega þreytt að segja sem svo; gerum þetta saman. Þessi frasi hefur þó ekki orðið til úr engu, frekar en aðrir frasar. Eftir Hildi Hauksdóttur Hildur Hauksdóttir » Því vegferð án veg- vísis er dæmd til að mistakast. Sú vegferð þarf að hefjast í dag, ekki á morgun. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS. Á morgun Það var í kringum aldamótin síð- ustu að farið var í sameiningu kjör- dæma og fækkun, nema Reykjavík var skipt í tvennt og Kraganum komið á fót. Línur voru dregnar milli jökla með nákvæmni reglustikunnar og stórfljót og mismunandi atvinnu- hættir og landhagir voru engu látn- ir skipta. Þetta gildir enn, utan að lands- byggðin hefur tapað mönnum og íbúum og aftur kemur krafa um meiri jöfnuð. Það má öllum ljóst vera að samkennd og samvinna er ekki einkenni kjördæmanna í dag. Það sést vel á þeim ágreiningi sem blossað hefur upp í öllum kjör- dæmum í prófkjörunum. Bónda- skinn í Uppsveitum hefur ekki sömu hagsmuni og leigubílstjóri „upp á velli“ en þó eru það sömu frambjóðendur sem biðja um fylgi þeirra beggja. Samt er ég þeirrar skoðunar að núverandi skipun, þótt frekar sé gerð með reglustiku en vísindum, sé bara ágæt. Þingmenn eru þá frekar þingmenn landsins alls en síður í kjördæmapoti, og þeir eru mátulega fjarlægir til að fá á sig bláma fjarlægðar í stað sauðalit- anna. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Eru kjördæmin nokkuð of stór? Kjördæmi Línur voru dregnar milli jökla með nákvæmni reglustikunnar. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.