Skólablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 10
SJÁLFSTÆD HDGSUI-
Þad er harla sjaldan, að við nemendur þessa skóla
stöndum í námi okkar andspænis því að hugsa eða starfa
sjálfstætt. Mjög sjaldan krefst nám okkar þess, að við
leggjum eitthvað af mörkum frá okkur sjálfum, leggjum dóma
okkar á málefni eða ályktun samkvæmt þeim.
Þess vegna nögum við blýant okkar í algjöru ráða- og
getuleysi, þegar við lokst fáum slíkt verkefni til úrlausn-
ar. Það er ekki sökum þess, að okkur skorti efni til þess
að rita um, því að sérhver hlutur, sem við skynjum, getur
gefið ástæðu langra heilabrota, heldur vegna hins, að okkur
skortir algjörlega þroska og leikni til þess að hugsa um
efnið, beita það rökum og túlka niðurstöðu okkar á áheyri-
legan og greinilegan hátt.
Mér er það ljóst, að til þess að hugsa um og kryfja
málefni, þarf þekkingu, sem í mörgum tilfellum verður ekki
aflað nema með utanbókarlærdómi. En þekking eins manns
hlýtur að hafa mjög takmarkað gagn, þegar hann skortir all-
an þroska til þess að hagnýta hana.
En hið raunalega er, að slíkum mönnum mætum við mjög
oft. Mönnum, sem minna okkur á afturgöngur og gætu þulið
okkur til dægrastyttingar tugi málfræðikafla löngu úreltra
ló.árg.l.tbl.
17.árg.5.tbl.
FÉLAGSLIF MENNTASKÓLANS
Bjorn Th. Bjömsson.
mála, lögmál og formúlur eðlis-, efna- og stærðfræði ásamt
ógrynni nafna og ártala.
En komi til þess, að þeir eigi að vinna sjálfstætt
verk, byggt á grunni kunnáttu sinnar, munu flestir þeirra
naga blýant sinn af sömu orsökum, sem við gerum það nú.
Þekking þessara manna er að vísu talsverð, en hún er
ófrjó - dauð.
Með núverandi námsaðferðum er stefnt hættulega nálægt
því að gera margan fróðleiksþyrstan, efnilegan nemanda að
slíkum manni.
Takist þeir svo á hendur kennslu, er hætt við, að hún
verði andvana og leiðigjörn. En það er í augum nemenda
þeirra einn versti galli hennar.
Skemmtilegur kennari orkar miklu meiru, enda þótt kunn-
átta hans sé takmarkaðri en hins, sem mikið kann og vel, en
nær aldrei tökum á nemendum sínum sökum hinna þurru ög ólíf-
rænu kennslu sinnar.
Máli mínu til stuðnings skal ég nefna eitt átakanlegt
dæmi. Sagan, sem eflaust gæti verið mjög skemmtileg náms-
grein, er gerð að þurrum og leiðinlegum utanbókarlærdómi.
Sé til dæmis um styrjaldir að ræða, er sjaldan sem
aldrei skýrt eða spurt um orsakir þeirra, eðli eða afleið-
ingar; atriði, sem mjög miklu máli skiptir að vita. Heldur
er aðeins spurt um það, hvenær, hvar og af hverjum þær voru
háðar.
Sjaldan sem aldrei er krufin undirrót og samband at-
burða, þróun menningar og annað það, sem máli skiptir, held-
ur er stranglega krafizt utanbókarlærdóms hundrað ártala,
nafna, fæðingar- og dánardaga hinna ýmsu þjóðhöfðingja sög-
unnar, ásamt öðru, sem álíka þýðingu hefur.
Þegar við ræðum um sjúkdóm, kemur okkur það mjög lítið
við, hvert skírnarnafn sjúklingsins sé, fæðingardagur eða
nafn konu hans, heldur það, hvert eðli sjúkdómsins sé og
með hvaða hætti sjúklingurinn hafi tekið hann.
Það eitt er leiðin til þess að uppræta hann. Alveg
sama máli gegnir um styrjaldir og aðra atburði sögunnar.
Svipað þessu er komið fvrir flestum námsgreinum skólans.
Vonandi væri, að þetta mætti breytast ti] bóta. En
því verður aðeins náð þannig, að kennarar skóians geri sér
grein fyrir þessu og sýni viðleitni í þá átt að gera nemend-
urna, þann hóp, sem bera á b.lys menningar yfir Islandi, að
menntuðum hugsandi mönnum. Að mönnum, sem geta hagnýtt
þekkingu sína og skapað ávöxt hennar í frjálsu starfi.
FRJÁLST STARF
Þegar við lítum yfir sögu Menntaskólans og beinum at-
hyglinni sérstaklega að þeim þætti, sem félagslíf nemend-
anna markar þar, rekumst við, okkur til mikillar skammar á
þá staðreynd, að það hefur nærri aldrei verið á eins lágu
og ömurlegu stigi sem hina síðustu vetur. Ekki veður saman-
burður við félagslíf annarra skóla okkur heldur til meiri
sóma.
Ég held það sé miklu frekar gömul hefð en áhugi, sem
haldið hefur lífsneista í skólafélögunum. Fundir eru nærri
einungis haldnir vegna slíkrar hefðar, en ekki vegna hins,
að á þá sé litið sem nauðsynlegan vettvang, þar sem nem-
endur komi saman, ræði áhugamál og hagsmunamál sín og full-
nægi öðrum þeim félagshvötum, sem heilbrigð æska hlýtur að
hafa.
Þótt ég reyndar viti, að allur þorri nemenda hafi ekki
hugmynd um, hvernig fundur í skólafélaginu fer fram, ætla
ég samt ekki að lýsa slíku fyrirbæri, því að von mín er sú,
að ömurleiki þeirra megi hverfa fyrir nýju blómaskeiði í
félagslífi nemenda.
Öðru hvoru eru haldin skemmtikvöld (kaffikvöld) hér
í skólanum, sem mér virðast mjög fjarri því að bera þann
svip, sem Menntaskólanum er sæmandi eða hafa þann árangur,
sem þau gætu haft. Vanalega hafa þau verið borin uppi af
tveim meginstoðum, kaffinu og dansinum. An lítilsvirðingar
fyrir þessum tveim eftirlætisgoðum nemenda, virðist mér það
samt afar veik undirstaða félagslífsins í skólanum. I
skjóli vinsælda þeirra hefur ekki verið lögð nein áherzla á
að vanda önnur skemmtiatriði. Aðalþátturslíkra skemmti-
kvölda ætti fyrst og fremst að vera hið flutta efni, frá-
sagnir, sögur og kvæði, hljómlist o.s.frv.
Þar ætti að skapast vettvangur fyrir frumsamin efni
nemenda; samkomur, sem merkir fræði- og listamenn myndu
ekki telja sóma sínum misboðið að sækja og flytja þar nem-
endum fróðleik og skemmtun. Slík kvöld ættu að geta stuðl-
að að nánari kynningu nemenda og kennara á öðrum grundvelli
en hið daglega nám gefur tækifæri til. Þau ættu að geta
glætt áhuga á bókmenntalegu og listrænu efni, þroskað smekk
nemenda á því og verið þeim hvatning til sjálfsræktunar.
Annars býst ég við, að nemendur fái að sjá vísi til slíkra
breytinga á næsta kaffikvöldi og vona ég, að það verði virt
að verðleikum, þótt í smáum stíl sé byrjað.
,,FramtíðarinnarM hefur gengist fyrir stofnun blandaðs kórs
í skólanum, sem í eru milli 30 og 40 piltar og stúlkur.
Æfingar eru 2-3 í viku og hefur nú verið lokið við æfingu
fyrsta verksins. Hinn kunni söngkennari Róbert Abraham
hefur á hendi æfingu og stjórn kórsins og gerir hann sér
góðar vonir um árangur. Þá hefur stjórn félagsins beitt
sér fyrir inngöngu 3« bekkjar i Framtíðina, því hún taldi
heppilegast, að þeir nemendur, sem daglega eru saman við
nám, séu einnig í sama nemendafélagi.
þeim til úrslita og læra af þeim. Vettvangur þess eiga
skólafélögin að vera. Blómi þeirra gefur von um félagslega
þroskaða menntastétt - deyfð þeirra er fyrirboði hrörnandi
forystu.
I rökræðum um vandamál er eðlilegt, að fram komi ólík-
ar skoðanir. Það, hve menn líta með mikilli sanngirni á
rök andstæðinga sinna, er eitt af því, sem sýnir félags-
legan þroska þeirra. Að vinna yfirburði í rökum andstæð-
inga sinna, viðurkenna þau og breyta skoðunum samkvæmt því,
virðist mér ekki, sem mörgum öðrum, vera vanvirða, heldur
sýni það sannleiksást og sjálfstæði gagnvart þröngsýni og
hégiljum.
An slíkst persónulegs sjálfstæðis er það gagnslaust að
rökræða mál. Það er undirstaða alls félagsþroska. An þess
er skynsemi og dómgreind einsis virði.
Þrátt fyrir þao'áhugaleysi um félagsmál, sem ríkir 1
skólanum, hefur samt sést vísir til endurreisnar félags-
lífsins þessa síðustu tíma. Til dæmis má nefna, að stjórn
var óvenju fjölmennur. Fór hann skipulega fram, ræðutíma var
skipt jafnt og yfirleitt var málflutningur fjörlegur og góður.
Sá fundur gaf tvímælalaust von um batnandi áhuga fyrir fél-
agslífinu. Ég býst við, að líkur fundur verði haldinn innan
skamms, e.t.v. umræðufundur við annan skóla, og vona ég, að
hann gæti orðið skólanum til sóma.
Ég vona fastlega, að þeirri sókn, sem með þessu er
hafin til endurreisnar félagslífsins, takist að brjóta þann
garð, sem hrörnun og sinnuleysi hafa hlaðið, takist að skapa
nýtt skólalíf, sem leggi sinn þýðingarmikla skerf til þroska
nemendanna, sem geri þá að nýtari mönnum í baráttu þjóðar
sinnar. hæfari forustunnar, sem þeirra bíður.
Vegna þess, að ég átaldi áðan það ömurlega ástand, sem
hefur ríkt í Framtíðinni upp á síðkastið, og hvatti til um-
bóta, má ég ekki láta undir höfuð leggjast að svara þeim
röddum, sem iðulega heyrast um það, að málfundafélög og
umræðufundir nemenda séu óþarfir, aðeins tímaeyðsla frá
náminu, án nokkurs árangurs. I þessari rökfærslu minni
fyrir nauðsyn nemendafélagsskapar miða ég þó ekki við hálf-
dautt félag eins og Framtíðin hefur verið, heldur við fjör-
mikið og heilbrigt félag eins og ég vona að hún verði.
Að svo miklu leyti, sem menn geta skapað hagsæld þjóð-
ar, er hún einungis komin undir félagslegum þroska þeirra.
Félagslegur þroski þ.jóðar er þvi jafnan undir þvi kominn, á
hve háu stigi hann er hjá forystumönnum hennar. Og þar scm
það hefur jafnan verið hinn menntaði (skólagengni) hluti
þjóðarinnar, sem forystuna hefur haft, er það öllu þýðingar-
meira, að þeir menn séu vel félagslega þroskaðir. Hvað er
þá sjálfsagðara en það, að við notum tómstundir okkar til
að öðlast þann þroska? Oghvar á sá vettvangur frekar að
vera, en í félagi okkar, Framtíðinni? I fullri vitund þess,
að öllum námsmönnum frekar bíður forystuhlutverkið í ís-
lenzkum þjóðmálum þeirra, sem ganga leið Menntaskólanna,
verðum við að hefja öfluga endurreisn félagslífsins í skól-
anum.
Ég vil þó með þessu engan veginn varpa skugga á gildi
námsgreinanna. En ef við vanræktum hina félagslegu skyldu
okkar, brygðumst við að miklu leyti þeim vonum, sem þjóðin
tengir við menntstétt landsins. Hvernig stæðum við þá
undirbúnir, ef á okkur reyndi til forystu? Þótt við kynn-
um góð skil á latnesku málfræðinni, kynnum nöfnin á hlý—
viðrisskeiðum jökultímans og kynnum Höfuðlausn Egils, væri
það enginn lykill til lausnar þjóðfélagslegra vandamála.
Við megum ekki vera eins og framandi menn í landi okkar, við
verðum að þekkja hagi þjóðarinnar, vandamál hennar og bar-
áttu. Við verðum að kynnast dægurmálum, ræða þau, fylgja
Þá hefur verið stofnað blað i félaginu, sem lesið verð-
ur á fundum og á að flytja skemmtilegt efni jafnt því, sem
þar á að vera vettvangur fyrir það, sem nemendur vilja koma
fram á fundum en ekki flytja sjálfir.
Þá má nefna "spurningakassann", sem á að leggja í spurn-
ingar beindum til einstakra nemenda. Síðan eru hinar beztu
valdar úr af sérstakri "spurningarnefnd" og lesnar upp á
fundi. Verða þá hinir spurðu að koma fram og svara.
A laugardaginn 22. febr. héldu "Fjölnir" og MFramtíðinM
sameiginlegan umræðufund um þegnskylduvinnumálið. Sá fundur
TIL SKÖLASYSTRA MINNA
Kæru skólasystur!
Mig hefur lengi langað til að skrifa nokkur orð til
vkkar í Skólablaðið, ef vera kynni að það yrði ykkur ein-
hvers virði að heyra skoðun mína á afstöðu ykkar til skólans
og lífsins yfirleitt. Það eina, sem ég bið ykkur um, er að
dæma það, sem ég segi, ekki dautt og ómerkt, áður en þið haf-
ið hugsað dálítið um það.
Þið vitið, að því hefur oft verið haldið fram, að fél-
agslífi Menntaskólans hafi hrakað síðustu tvo áratugi, og
verður ekki á móti því borið, en um orsakir þess verða eflaust
skiptari skoðanir. Ein skýring þessa fyrirbæris er sú, að
kvenþjóðin hafi haldið innreið sína í skólann og hafi með á-
hugaleysi sína á öllu félagslífi hans nema dansskemmtunum
orðið því til lítils framdráttar. Ég vil til að forðast mis-
skilning, taka fram, að ég get ekki fallizt á þessa skýringu,
en því verður allst ekki neitað, að þið eruð ekki félagslífi
skólans nærri því eins mikill styrkur og þið gætuð hæglega
verið og ættuð að vera. Það kemur varla fyrir, að nein ykkar
taki þátt í umræðum á málfundum í skólanum, sjaldan sést
neitt eftir ykkur í Skólablaðinu og þið eruð fáséðir gestir
í Iþöku.
Ég hef oft hugsað um, hvað muni valda þessum mismun á
vkkur og skólabræðrum ykkar. Þið eruð vissulega eins dugleg-
að að læra og þeir og áreiðanlega eins vel gefnar, en það er
eins og áhugamál ykkar séu af öðrum heimi en áhugamál þeirra.
Ég er sannfærður um, að framtíðardraumar ykkar og skólabræðra
ykkar eigi drýgstan þátt í, að viðhorf ykkar gagnvart skóla-
lífinu er ólíkt viðhorfi þeirra. Flestir skólabræður ykkar
eru í skólann komnir til að taka stúdentspróf og halda síðan
áfram námi, og þá dreymir um að verða miklir menn landi og
þjóð til gagns. Þeir finna, að í skólanum eru þeir að búa
sig undir það lífsstarf, sem þeir ætla að takast á hendur.
Starf í félagslífi skólans er upphaf lífsbaráttu þeirra og
þeir finna, að námið í skólanum og þó sérstaklega su menntun,
sem þeir reyna að afla sér utan skólans, hefur tilgang sem
undirbúningur undir þau verkefni, sem þá langar til að glíma
við. Þessu er allt öðru vísi varið með ykkur. Þið eruð
komnar hingað í skólann til að fá einhverja menntun, svo að
þig getið heitið menntaðar konur. Fæstar ykkar ætla að
stunda háskólanám og taka embættispróf, og flestar búizt þið
við að draga ykkur fremur fyrr en síðar út úr baráttu þjóð-
félagsins í hinn helga stein nýtízku húsmóður. Þetta veldur
því, að ykkur skortir annan tilgang og markmið í lífinu en
gifta ykkur, og viðhorf ykkar til skólans og skólamála hljóta
því að markast af því að mjög verulegu leyti.
Stórkostlegar byltingar á sviði félagsmála og atvinnu-
lífs eiga sér nú stað og errn stórkostlegri byltingar eru í
vændum. Við, sem nú erum í Menntaskólanum, munum taka okkar
þátt í þeirri baráttu fyrir betra þjóðskipulagi og betra
lífi, sem háð mun verða, og þar eigið þið ekki minna hlut-
verki að gegna en skólabræður ykkar. Ein höfuðbreytingin,
sem er að verða, er sú, að kvenfólkið er að losna úr viðjum
og er að byrja að gegna skyldustörfum þjóðfélagsins til jafns
við karlmenn. Jafnrétti kvenna og karla er nú viðurkennt
lagalega, en það er langt frá því að kvenþjóðin hafi enn
vaknað til að nota það. Allar breytingar kosta báráttu, og
kvenfólkið mun þá fyrst skipa sama sess og karlmennirnir inn-
an okkar rotna samkeppnisþjóðfélags og jafnvel innan nokkurs
þjóðfélags, að það sýni, að það vilji berjast til þess.
Þið njótið sömu skilyrða til æðstu menntunar og skóla-
bræður ykkar og sömu skilyrða til að taka að ykkur trúnaðar-
starf innan þjóðfélagsins, ef þið hafið það þrek, sem þarf
til að brjóta af ykkur hlekki aldagamallar niðurlægingar kyn-
systra ykkar. Það er þess vert að athuga, hvernig þær, sem
á undan ykkur hafa farið í gegnum þennan skóla hafa staðið
undir þeirri ábyrgð, sem á þeim hefur hvílt, sem brautryðj-
endum. Þær hafa gert það þannig, að þráfaldlega hafa komið
fram tillögur um ao hafa Menntaskólann eingöngu fyrir pilta
og stofna sérstakan kvennaskóla. Þetta sýnir átakanlega, hve
kvenfólkið hefur haft lítinn skilning á þeim byltingum, sem
eru að eiga sér stað, og á þeirri baráttu, sem það heyir fyr-
ir frelsi sínu.
Þið megið ekki láta erfðasyndir ykkar eyðileggja ykkur
eins og þær stúlkur, sem á undan ykkur eru komnar. Þið mun-
ið ef til vill, að Tómas Guðmundsson sagði í kvæðinu, sem
birtist í síðasta Skólablaði:
Og enginn fær til æðri tignar hafizt
né öðlast dýrri rétt en þann
að geta vænzt af sjálfum sér og krafizt
að saga landsins blessi hann.
Þessi orð getið þið eins vel tekið ykkur í munn og við
skólabræður ykkar og horfið með bjartsýni og baráttuhug til
framtíðarinnar. Slík stefnubreyting mundi ekki aðeins landi
°£ Þjóð til blessunar, heldur sjálfum ykkur til manndómsauka
og félagslífi skólans til þrifa.
Jóhannes Nordal, inspector scholae.
10