Skólablaðið - 01.02.1975, Side 14
ARNIBJÖRNSSON - VIDTAL
Á mörkum þorra og góu lögðum við undirritaðir leið
okkar upp á Þjóðminjasafn. Ekki var það til að hlusta á nið
aldanna eins og ætla mætti heldur til að rifja upp gamlar
endurminningar og rabba við Árna Björnsson þjóðháttafræðing.
En hann ritstýrði skðlablaði M.R. á árunum 1951-1952. Rétt
inn af fornum róðrabáti, í kjallara safnsins, fundum við
Áma5 sem bauð okkur inn í skrifstofu sína. Og eftir að
hafa komið okkur fyrir þar, spurðum við hann fyrst:
-Hvernig kom það til að þu settist í menntaskðla, voru
framtíðarplön þín ráðin?
-Þau voru áreiðanlega ekki ráðin, enda var ég ungur, en
ég tilheyri seinasta árganginum, sem fer í gegnum sex bekki
í menntaskóla, og erum við, að okkar mati, síðustu sönnu
menntskælingarnir. En hvers vegna maður fer í menntaskóla.
Það var víst ósk föður míns á dánarbeði að yngsta barnið af
okkur átta systkinum gengi menntaveginn og þar sem mér líkaði
rám betur en erfiðisvinna, þá lét ég það gott heita, þegar
að því kom.
-Hvernig var andinn í skólanum á þessum árum, var ekki
rrikill rígur milli þessara tveggja deilda?
-Það var alltaf viss rígur á milli þeirra, sem voru í
gagnfræðadeild annars vegar og lærdómsdeildar hins vegar,
einnig þegar ofar dró á milli okkar og þeirra, sem komu inn
um ,'bakdyrnarM með landspróf upp á vasann úr öðrum skólum.
Við þóttumst vera kjarninn, jafnvel göfugri en hinir.
-Nemendur úr M.R. hafa oft verið orðlagðir fyrir merki-
legheit, var ekki rígur á milli skólanna hér í Reykjavík?
-Ef það var einhver skóli, sem við litum niður á, þá
var það Verzlunarskólinn. En hann var eini skólinn, sem var
sambærilegur að því leyti að hann útskrifaði stúdenta. En
í því sambandi var oft rætt um Verzlunarskólahneykslið, þ.e.
að þeim skyldi leyfast þetta.
A þessum tíma var mikið setið á kaffihúsum og þá eitt-
hvað sérstakt tekið fyrir t.d. Ormurinn langi í Aðalstræti,
en verzlingarnir eltu okkur alltaf og þar sem okkur þótti
ekki vært að vera innan um þennan lýð, færðum við okkur
yfir á Hressó, en sama sagan endurtók sig, þannig að við
fórum á þann fræga stað, Laugaveg 11, af því að við vildum
sem minnst samneyti hafa við þetta fólk. Annars veit ég
ekki hvað við meintum mikið með þessu, en þó hafði maður á
tilfinningunni, að það væri eitthvað göfugra í manni blóðið
heldur en í þessum verzlingum.
-I grein, sem Thor Vilhjálmsson skrifar í afmælisrit,
sem gefið var út þegar skólinn átti 120 ára afmæli, segir
hann m.a. "Þegar ég fer að hugsa um þessi ár í menntaskól-
anum, þá man ég eftir því að hafa leiðst,. Mér leiddist svo
mikið í menntaskólanum, að síðan hefur mér ekki leiðst.”
Leiddist þér þegar þú varst hér í skólanum?
-Eflaust hefur það stundum komið fyrir, en afstaða mín
er alveg þveröfug við hugmyndir Thors, vegna þess að mér
þótti þetta svo viðburðaríkt og umfram allt þægilegt líf.
Satt bezt að segja, þá hálfkveið ég fyrir því að fara úr
skólanum, vegna þess að ég vissi áð þá tæki alvara lífsins
við. Maður var þarna eins og í náðarfaðmi þessarar Alma
Mater.
-En svo við snúum okkur að skólablaðinu og hlut þínum
í því, hvenær var það þá sem þú sazt fyrst í ritnefnd, og
voru einhverjar sérstakar orsakir fyrir því að þú bauðst þig
fram í þetta embætti?
-Það var vorið, sem ég sat í þriðja bekk. Þá var ég
boðinn fram til ritnefndar og var því í fjórða bekk í þeirri
nefnd, en í fimmta bekk og hálfan veturinn þegar ég var í
sjötta bekk var ég ritstjóri blaðsins. Hvers vegna ég gaf
kost á mér man ég ekki svo glöggt. Oftast voru það klíkur,
sem sameinuðust um einn ákveðinn mann, og þannig var það
eflasuSt einnig með mig.
-Var það ekki oft pólitískt hvernig sú kosning fór?
-Jú, sérstaklega í embætti eins og inspector scholae
og ritstjóra sem þóttu pólitískt mikilvæg, þar sem þeir komu
stundum fram út á við fyrir hönd skólans.
Það er rétt að hafa það í huga að þetta gerist á árun-
um um og eftir 1950 þegar Kalda stríðið var í algleymingi.
En þá voru sérstakar kosningar í stjórn Framtíðarinnar og
börðust menn þar eins og ljón, enda hörð pólitísk kosning.
Við vinstri menn töpuðum alltaf vegna þess að Heimdellingarn-
ir og "þögli meirihlutinn" voru svo sterkir, en af þessari
vonlitlu baráttu lærðum við margt í pólitískum starfsháttum,
og það varð okkur gott veganesti síðar meir.
-Þú minntist þarna á skiptingu milli hægri og vinstri
afla innan Framtíðarinnar, kom hún ekki fram í blaðinu?
-Við reyndum að halda blaðinu nokkuð ópólitísku vegna
þess áhrifavalds, sem rektor og ábyrgðarmaður blaðsins
höfðu. Stefna skólayfirvalda var þá að halda nemendum utan
við þá ólgu, sem var í þjóðfélaginu. Innganga Islands í
Atlantshafsbandalagið var nýafstaðin, Keflavíkursamningurinn
og koma hersins 1951» Hins vegar komu oft einstaka greinar,
sem tókst að hleypa í gegn, en við það risu menn upp önd-
verðir og fóru fram á svargrein í blaðið, sem við að sjálf-
sögðu birtum.
Sjálfur var ég fylgjandi því að fá meiri umræður inn í
blaðið um pólitísk mál (sbr. grein Arna bls. 28, 3.tbl. 28.
árg.), en þó innan vissra takmarka vegna þess að pólitískt
þvarg hefur alltaf hneigð til að verða hálf ófrjótt.
-Hvernig var blaðið unnið á þessum árum, var auðvelt að
fá nemendur til að skrifa í blaðið?
-Ritnefndin reyndi að safna efni, en það gekk illa
eins og ævinlega, að fá menn til að skrifa í blaðið. Hins
vegar vissum við af ákveðnum mönnum, sem voru skrifglaðir,
og þess vegna var yfirleitt leitað til þeirra. Eg á þar við
t.d. Hannes Pétursson, Dr. Þorvarð Helgason, Emil Eyjólfsson
frönskufræðing, Einar Laxness, en hann ritaði oft fræði-
legar greinar. Guðmundur Sigvaldsson jarðeðlisfræðingur var
þá oft talinn með efnilegri skólaskáldum, Jökull Jakobsson,
Þorgeir Þorgeirsson (verri), Sveinn Einarsson, Jón Böðvars-
son, en ritfærasti maðurinn var almennt talinn Kristján Arna-
son, grísk-latínisti, sem þá sá m.a. um þáttinn Blekslettur.
-A sínum tíma komst þú með nýjan haus á skólablaðið,
sem enn er öðru hverju notaður og Dandimannaþáttinn.
Hvernig kom það til?
-Varðandi hausinn á blaðinu, þá væri miklum áfanga náð,
ef hann hyrfi að eilífu burt úr blaðinu, því hann er að mlnu
mati sá ógeðfelldasti, sem notaður hefur verið. Og þar af
leiðandi eitt að mínum embættisglöpum.
Dandimannaþátturinn er þannig til kominn, að ég hafði
fengið að erfðum gömul skólablöð frá frænda mínum, og þar
sem ég var að fletta þeim rakst ég á þátt, sem var einhverj-
ir palladómar um menn eins og Agnar Bogason og Gunnar Nor-
land. Þar sem mér fannst að þessi þáttur gæti orðið merk
heimild síðar meir, þ.e. samtíma lýsingar á nemendum, sem
voru áberandi í skólalífinu, ákvað ég að taka hann upp að
nýju. Það vildi svo til, að við vorum að lesa Heimsósóma
Skáld - Sveins í fimmta bekk hjá Þórhalli Vilmundarsyni, en
þar kemur þetta fyrir. "Verða margir dandimenn forsmáðir."
Og þar sem dandimenn þýðir dáindismenn eða heiðursmenn fannst
mér þetta ágætis nafn. Sá fyrsti, sem varð fyrir valinu, var
þáverandi hringjari, Ríkharður Pálsson tannlæknir, og var
skrifuð mjög skemmtileg grein um hann, og tók höfundur hennar
af mér strangan eið uiaxxá nafn hans yrði ekki
af mér strangan eið um að nafns hans yrði ekki getið, og ha
hann hef ég haldið. En þar sem svo langt er frá liðið tel
ég að engan ætti að saka þó að ég uppljóstri því, en það
var Magnús Þórðarson framkvæmdarstjóri NATO á Islandi, sem
gat verið bráðskemmtilegur penni, enda áttum við ófáar á-
nægjustundir saman.
-Þú minnist þarna á NATO. Kom innganga Islands í
Atlantshafsbandalagið, vorið 1949, mikið við við sögu í skól-
anum?
—Jú, vissulega, því það voru nokkrir nemendur, sem
voru í hópi hvítliða inni í Alþingishúsinu þrítugasta marz
og sama kvöldið var haldinn fundur uppi í T-stofu hjá Fram-
tíðinni, að vísu ekki um þetta efni, en umræðurnar snerust
mest um þetta mál. Ég var óttalegur barnfugl þá, en ég man
eftir því að verðandi inspector scholae, Arni Gunnarsson
flutti tillögu þess efnis að víta ætti þá nemendur, sem tóku
þátt í kylfuliðinu, og þá man ég að ólafur Haukur Olafsson,
fráfarandi inspector, nú kvensjúkdómalæknir, snerist öndverð-
ur gegn þessari tillögu vegna þess að honum fyndist það
helvíti hart, ef víta ætti menn fyrir það eitt að gegna
borgarelegri skyldu. Þá var borin fram tillaga um að þakka
þeim, en báðar voru felldar.
-Hvað skipti nemendum í pólitískar raðir á þessum tíma,
þar sem nemendur virðast annars vegar hafa verið harðir
sovét-kommar og hins vegar íhaldsseggir?
-A þessum tíma var mjög einföld skipting á báða bóga.
Annað hvort varstu með eða á móti. Þ.e. Rússadindill eða
Kanasleikja. Þeir Heimdellingar álitu, að við, sem þeir
kölluðu komma, fengjum skipanir beint frá Sósíalistaflokknum,
en því fór svo fjarri, því að fæstir okkar, sem eitthvað
bar á í pólitík í skólanum vorum I Æskulýðsfylkingunni eða
einhverju slíku. T.d. fórum við eitt sinn á fund hjá Æsku-
lýðsfylk;ingunni bara til þess að gera sprell. Tildrög þessa
voru þau, að ölafur Jens Pétursson, sem að vísu var fylking-
armaður, átti að halda ræðu þar á fundi og við mættum lík-
lega 10-20 manna hópur og hlustuðum á ölaf, en gengum við s
svo búið út til þess að sýna fundinum að öðru leyti háðung.
Eg var sjálfur hálfgerður hlutleysingi fram eftir öllu, en
þar semég var eitthvað á móti Heimdellingum fékk ég útnefn-
inguna kommúnisti. Því má scgja að þessi vinstrimennska
hafi frekar verið eðlisávísun en það að maður væri sérlega
lesinn í þessum fræðum eða bundinn ákveðnum flokki. Lærð-
ustu Marxistar á mínum árum fannst mér vera þeir Þorvarður
Helgason, Wolfgang Esselstein og Jakob Jakobsson, nú fiski-
fræðingur.
-Hver var afstaða vinstrimanna þá gagnvart Sovétríkjunum?
-Þeir, sem gengu svo langt að kalla sig kommúnista,
voru þeim mjög vinsamlegir, en það er ekki þar með sagt að
þeir hafi trúað á Stalín, eins og á kreppuárunum, þegar það
var viðtekin skoðun að Sovét væri framtíðarríki, enda vissu
þeir þá ekki betur
Þeir sem voru að mynda sér sína sósíalistísku afstöðu upp
úr 1950 voru frekar efagjarnir gagnvart Sovétríkjunum, og
afstaða mín var t.d. sú, að þó svo þeir hefðu klúðrað þessu
öllu fyrir austan, þá ætti það ekki að vera dómur um sósía-
lismann sem slíkan.
-Telur þú að pólitísk afstaða nemenda hafi mótazt af
því hvaðan þeir komu úr þjóðfélaginu?
-Ég tel að uppruni manna hafi ekki skipt neinu höfuð-
máli I pólitískri afstöðu. Sem dæmi um það má nefna suma
þá, sem komu úr verkamannastéttum og vildu komast
þá, sem komu úr verkamannastéttum og vildu "komast áfram"
eftir emhættisbrautinni. Fyrir þá var vænlegast að halla
sér að þeim, sem völdin höfðu, þ.e. Sjálfstæðisflokknum eða
Framsókn. Einnig má á það benda að margir, sem koma frá
svokölluðum betri fjölskyldum, eru hinir æstustu kommar á
yngri árum, eins og við höfum ágætt dæmi um nú á dögum,
þ.e. Marx-Leninistarnir, sem eru jafnvel úr auðstétt lands-
ins. Annars er þetta verðugt verkefni til að gera félags-
lega könnun á.
14