Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 15

Skólablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 15
-Allt frá því, er þú varst í menntaskóla, hefur þú ver verið viðloðandi pólitík, og skrifað fjölda pólitískra greina í dagblöð og tímarit. Hefur það aldrei hvarflað að þér að steypa þér af alefli út í stjórnmálabaráttuna? -Það eru nú flestir hlutir pólitískir, ef grannt er skoðað. En ég hef aldrei kunnað við þá framagosa, sem hafa ætlað sér að verða pólitíkusar. Mér finnst að menn eigi að koma inn í þetta starf meira eða minna ósjálfrátt, af því að þeir geta ekki annað. I því sambandi er mér minnisstætt samtalj sem ég átti við mann fyrir u.þ.b. 15 árum, sem seinna varð mjög áberandi í þjóðlífinu. En einmitt þetta atriði bar á góma og hann sagði eitthvað á þá leið, að aug- ljóst væri, að menn eins og Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson hefðu ætlað sér þetta frá upphafi. En ég vissi ekki betur en að Einar hefði ætlað að læra fagurfræði og sögu, en kom frá námi hingað í sumarleyfi, og lenti í pólitíkinni, með þeim afleiðingum, að hann losnaði ekki úr þessu sumarleyfi í fjögurtíu ár; og Brynjólfur ætlaði að verða náttúrufræðingur. Svipaða sögu er að segja um það, hvernig Magnús Kjart- ansson varð ritstjóri Þjóðviljans, en Kristinn E. Andrésson, sem þá var ritstjóri, fékk víst þennan strák, Magnús, til þess að hjálpa sér um stundarsakir, skrifa leiðara og þess háttar, en þær stundarsakir urðu 25 ár. En varðandi sjálfan mig, þá hef ég alltaf haft áhuga á þessum málum, en er nú einna helzt óforbetranlegur þjóðernis- sinni, enda eru þjóðernismál Islendinga meira mál en þessi spurning um hagkerfið, sem hefur brenglastmeira eða minna frá þessum árum. -Þegar þú kemur út menntaskóla, fórstu þá beint í þjóð- háttafræði? -Nei, alls ekki. Eg vissi fjandakornið ekki hvað ég átti að taka mér fyrir hendur, en þar sem ég nennti ekki að verða læknir og hafði skömm á lögfræði og prestskap, þá endaði ég í íslenzkum fræðum með útilokunaraðferðinni. En hvernig ég leiddist út í það, sem nú er kallað þjóðhátta- bókmenntafélag, þá þótti góð íþrótt að spotta þann hinn sama og ónýta hans áform. Það var að sjálfsögðu á sinn hátt gaman að þessari geldu niðurrifsiðju, en miklu kýs ég þó fremur þá þróun, sem orðið hefur. Aðspurður vildi Arni sem minnst bera saman félagslíf nemenda þá og nú, en benti þess í stað á grein er hann rit- aði í 7«tbl. 42.árg. Skólablaðsins bls. 255, þegar Vilmundur var ritstjóri. En þá var Arni kennari hér við skólann. I þeirri grein reifar hann margar hliðar félagslífs- ins og m.a. hve það hefur tilhneigingu til að verða að innan- tómri sýndarmennsku út á við. En þar sem greinin er tiltölu- lega staðbundin við þá atburði, sem þá voru að gerast í þessum skóla, birtum við aðeins smáglefsur úr greininni, og var hún niðurlag á svari hans um listafélagið hér að framan. -Er eitthvað annað, sem þér er sérlega minnisstætt frá skólaárum þínum í M.R.? -Mér dettur í augnablikinu helzt í hug gangaslagirnir, en þeir fóru þannig fram að fimmtubekkingar röðuðu sér fyrir framan bjölluna á fyrstu hæð, en sjöttubekkingar reyndu undir forystu hringjarans að komast að henni. Þessu fylgdu oft fjandi hörð slagsmál, handriðið brotnaði og fleira. Þá er það eitt sinn að Einar Magnússon, sem þá var yfirkennari, tekur upp á því að skvetta vatni yfir lýðinn, og um þetta skrifaði ég smágrein í Skólablaðið, sem nefnist Vatnsslettur. En forsaga hennar er sú, að mikið var deilt um það, hvort vatnsberi Asmundar Sveinssonar ætti að rísa þar sem hann átti réttast heima, þ,e. á Bernhöftstorfunni, og Einar var einn þeirra sem barðist einna hatrammast á móti því. Einnig var Einar prestlærður, þótt svo að hann næði aldrei prestkosningu. Þess vegna kallaði ég þetta vatnsbull tengt komplexum Einars. Þar sem frásögn Arna gæti verið misskilin, ef menn hafa ekki hliðsjón af áðurnefndri grein, höfum við ákveðið að endurprenta hana hér ásamt meðfylgjandi mynd af Einari. fræði, var þannig, að samkvæmt því kerfi, sem þá var í íslenzkum fræðum, þurfti að taka fyrrihlutapróf, en í því voru tvær ritgerðir, önnur í málfræði, en hin í bókmenntum eða sögu. Málfræðiritgerðin, sem Halldór Halldórsson útdeildi mér hét "Aldur, uppruni og saga nokkurra hátíðanafna". Það voru nöfn eins og jól, kóngsbænadagur, hvíti týsdagur, höf- uðdagur, skírdagur, hvítasunna, krossmessa og eitthvað slík, en ég átti að skrifa um þessi nöfn frá málsögulegu sjónar- miði. Ég fékk hins vegar meiri áhuga á hinni menningarsögu- legu hlið þessara hátíðarnefna heldur en hinum málfræðilegu hliðum og spurði Halldór að því, hvort ég ætti ekki að skrifa eitthvað um það, en hann svaraði því til, að engin ástæða væri til þess að lengja hana með þess háttar útúr- dúrum nema markingarbreyting krefðist þess. Hins vegar benti hann mér á það, hvort ég vildi ekki halda áfram með þetta efni fyrir lokapróf til þess að fá meira semhengi í námið, einnig þar sem vantaði menn í menningarsögu. Það varð því úr, að ég skrifaði lokaritgerð um "sögu jólahalds á Islandi” sem varð 160 bls. bók. Þannig hefur þetta smátt og smátt þróast. Fyrst eftir að ég lauk prófi frá H.I. sem 1 kand mag í íslenskum fræðum með menningarsögu sem sérgrein, fór ég sem sendikennari til Þýzkalands og hjá þýðverzkum sótti ég tíma í þjóðháttafræði með kennslunni. Það var ekki fyrr en 1963, þegar þessi deild innan Þjóðminjasafnsins var stofnuð, að starf fyrir þjóðhátta- fræðing myndaðist. Sá sem kom hingað á undan mér var Þór Magnússon, en ástæðan fyrir því að ég lenti hér var sú, að Kristján Eldjárn var kosinn forseti, og Þór tók við starfi Kristjáns, þannig að ég er í fyrstu tröppunni á leið til Bessastaða. -En eftir dvölina hjá þýðverzkum fórstu aftur í mennta- skóla. Var þetta gamli menntaskólinn, sem þú fórst í? -Það er rétt, hins vegar hafði fjöldi nemenda tvö- faldast á þessum tólf árum, en margt var þó svipað s.s. nokkuð af gömlum kennurum eins og Einar Magnússon, ölafur Hansson, Gunnar Norland, Olafur ölafsson - sem þið kallið ÖMÖ, og fleiri. Astæðan fyrir því, að ég lenti þarna var sú að mig vantaði eitthvað að gera og byrjaði á því að kenna þýzku, en eftir það íslenzku. En orsök þess að ég hætti að kenna var síður en svo að mér leiddist þetta starf, heldur hafði ég enn meiri áhuga á þessu starfi hér, einnig þar sem ég þóttist frekar hafa menntun til þess. -Fannst þér mikill munur á getu nemenda og áhuga þegar þú komst aftur og búið var að hleypa mikið fleiri inn í skó skólann? -Vegna fjöldans eru að sjálfsögðu fleiri, sem eru undir því meðallagi, sem miðað er við og kannski lætur maður þá ergja sig meira en hina. En ég er ekki frá því að prófkröfurnar við landspróf hafi orðið minni, einnig má segja að kennarar á gagnfræðaskólastigi séu á rúmum tuttugu árum búnir að læra á prófin, þ.e. hvernig á að koma mönnum í gegn. En ef við miðum við þriðja bekk, þá er alltaf einna mest los á honum, og sjálfur sló ég slakast við þar í mínu námi. -Finnst þér mikill munur á því að kenna fólki á mennta- skólastigi, sem komið er yfir tvítugt? Þ.e. öldungadeildinni? -Það sem skiptir höfuðmáli í þessu sambandi, er að þetta eru ákaflega þakklátir nemendur, sem hin -Finnst þér mikill munur á því að kenna fólki á mennta- skólastigi, sem komið er yfir tvítugt, þ.e. öldungadeild- inni? -Það, sem skiptir höfuðmáli í þessu sambandi er, að þetta eru ákaflega þakklátir nemendur, sem hinir eru ekki alltaf. Einnig þar sem agaspursmál eru ekki fyrir hendi. Það dettur hvorki af því né drýpur, og það ætlar sér að hafa eins mikið úr kennslunni og það getur. Og það er gaman að finna það, að reynt sé að taka eftir því, sem maður segir. Annars hefur standardinn aðeins lækkað í öldungadeildinni á síðasta ári, sem stafar af því að þeir sem komu allra fyrst, höfðu virkilega mikinn námsáhuga og aðrir höfðu hætt í miðju menntaskólanámi. T.d. konur sem höfðu átt barn, en á þeim árum var ekki alltaf haldið áfram, ef slíkt kom fyrir. Síðan gerist það, að nokkrir nemendur taka þetta próf á mjög skömmum tíma, sumpart fólk, sem var komið langt áður, og aðrir með afburða námsgáfur eins og ákveðin kona, sem aldrei hafði setið nema í farskóla áður, Þetta hafði það í för með sér, að margir töldu þetta mjög létt, og inn í deild- ina streymir fólk, sem heldur að þetta hljóti að vera auð- velt. Af þessum sökum hefur miðlungsstandardinn lækkað. -En svo við snúum okkur aftur að "elztu og virtustu menntastofnun landsins". Margar af þeim greinum, sem þú skrifaðir í Skólablaðið voru hvassyrtar í garð þeirra, sem tóku ekki þátt í félagslífinu. Telur þú að þessi félags- lega deyfð hafi alltaf verið? -Satt bezt að segja, þá hygg ég, að menn hafi alltaf kvartað yfir henni. Fólk er svo latt að taka til hendinni og gera eitthvað. Þess vegna er það ævinlega fámennur hópur, sem allt gerir, en maður reifst og skammaðist yfir þessu og reyndi að vera nógu illskeyttur til þess að nemend- ur færu af stað. Annars man ég ekki eftir því að menn tækju mikið við sér þrátt fyrir þetta brölt, nema eitt sinn er ég skammaði stelpurnar fyrir eymingjaskap. En ég þykist vita að það hafi eytthvað breytzt. -En varðandi aðrar hliðar félagslífsins. Var mikill áhugi á listum á þessum árum? -Við höfðum tónlistarnefnd, sem starfaði oft vel með plötukynningum. Einnig voru góðir hljóðfæraleikarar oft fengnir til að sýna fingraleikni sína á sal. Um tíma starfaði einnig myndlistardeild, en það var á mínum árum sem Jón Samsonarson stofnaði bókmenntafélagið Braga, og úr þess- um smánefndum stofnaði Hannes Hávarðarson listafélagið 1959> sem starfar enn, ekki satt? I sambandi við þessa gleðilegu þróun, vildi ég geta eins atriðis, sem mér þykir varða grundvallarmismun á af- stöðu manna hér fyrr og nú. Mér virðist sem þeir, sem hæfi- leika og getu hafa, beiti þeim meir til jákvæðra athafna nú en áður, og kynoki sér ekki vitund við það. A mínum tíma voru intelligentarnir gjaman yfir það hafnir að taka þátt í þvílíku stússi. Það var mikil tízka að fyrirlíta allt svonalagað brölt. Um að gera. að eyða tímanum í ekki neitt nema helzt intellektúelt kjaftæði, og kannski dunda eitt- hvað fyrir sjálfan sig. Og ef einhver eins og t.d. Jón Samsonarson vildi hrinda einhverju af stað, svo sem að stofna VATNSSLETTUR Fyrir fáum dögum bar það til, að orrusta mikil tðkst innan veggja Mcnntaskólans. Voru tildrög hennar þau, að allmargir röskir 4* °g 5. bekkingar flykktust að skóla- bjöllunni. Létu þeir allófriðlega og bitu í neglur sér. En sem kveðja skyldi námsfólk til fjórðu kennslustundar, kom inspector platearum að, rak nef sitt inn í þröngina og vildi inna af hendi starf sitt. Hrundu hinir óckelu honum þá frá og vörnuðu honum jafnan atgöngu. Hófst nú liðsafnaður í 6. bekk og greiddu þeir brátt atlögu en máttu eigi við margnum. Var barizt heiftarlega langa hrlð og voru mestir kappar 6. bekkinga þeir Erlingur slappi og Jökull júðasál. En er hildarleikurinn stóð sem hæst, heyrðist lúðraþytur mikill, sem yfirgnæfði orrustugnýinn. Var þar kominn Einar Magnússon og þeytti flautu eina smáa af bræði mikilli. Jókst stríðsmönnum þor vic herlúður þennan og börðust nú sem óðast. En litlu síðar brast á þá skúr úr heiðskíru lofti og svo önnur og hin þriðja. Var þar Einar Magnússon enn kominn og vopnaður vöskufati sótugu, úr hverju hann jós yfir bardagamenn, sem skeyttu því engu, höfðu enda áður séð Einar skvetta vatni. Eigi vitum vér, hvort þessi tlði vatnsburður séra Einars kemur til af ófullnægðri þrá eftir prestsstörfum og hann ímyndar sér hann sé að stökkva vigðu vatni á söfnuð sinn eða fremja skím. Vera má og, að þetta sé einungis nýr þáttur í baráttu hans gegn vatnsberanum og vilji hann sýna, að lítil þörf sé á vatnsbera við Bankastræti og Lækjargötu, meðan hann sjálfur sé á næstu grösum. Gunnar B. Kvaran. Trausti Einarsson. 15

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.