Skólablaðið - 01.02.1975, Page 16
Herra forseti, háttvirtir félagar og aðrir tilheyrendur'
Stjórn Hins sameinaða vísindafélags sagnfræðinga og ann-
arra áhugamanna um sögu mannkynsins hefur beðið mig að flytja
hér stutt erindi um byltinguna miklu í marz 1973 og aðdrag-
anda hennar.
Nú er það svo, að hvert einasta mannsbarn þekkir þessa _
atburði í flestum atriðum svo vel, að litlu er við að bæta í
svo stuttu erindi sem þessu. En samt held ég, að þessi fáu
orð ættu að geta leiðrétt ýmiss kona misskilning, sem lengi
hefur ríkt um minn þátt í þessum atburðum.
Þrjátíu ár er ekki langur tími - að minnsta kosti ekkert
sérstaklega langur, og þó eru menn farnir að gleyma þessum
tíma. Ef til vill er það breytingin, þessi stórkostlega
breyting og umskipti á öllum sviðum, sem veldur þessari
glejnnsku - ég veit það ekki. En hvað um það. Til þess að
skilja þessa atburði fullkomlega þyrfti ég að hafa formála,
sem fyllti út margar bækur.
Við nútímamenn þekkjum alls ekki lengur þær aðstæður og
þann hugsunarhátt, sem var allsráðandi á þessum tímum. "Hvað
er hugsjón, og hvað er trú?" Satt að segja held ég, að fæst-
ir skilji fyllilega þessi hugtök nú orðið.
Þetta var einmitt á loka- og hnignunarskeiði trúar og
hugsjóna. Hinn ægilegi og háskafulli endasprettur var í al-
gleymingi, heimurinn nötraði undan átökum stórvelda, og líf
allt blakti á veiku skari.
Við bjuggum saman faðir minn og ég um þetta leyti í
Stjórnarhöllinni með heilan herskara af lífvörðum í kringum.
okkur. Það er vissulega óþarfi að minna ykkur á5 hve valda-
mikill maður faðir minn var. Það veit hvert mannsbarn. En
ég kemst ekki hjá því af skiljanlegum ástæðum að minna ykkur
á, hvílíkar annir hlóðust á þennan mann.
Faðir minn var ekki aðeins æðsti valdamaður Fimmta rík-
isins, eins mesta stórveldis jarðarinnar, heldur náðu sam-
bönd hans og áhrif til hinna ólíklegustu staða. Ég man t.d.
alltaf, hve undrandi ég varð5 þegar ég komst að því, sem
allir vita nú5 en þá var hið mesta leyndarmál, að faðir minn
hafði gert bandalag við forvígismenn og höfuðpaura licista,
heittrúarstefnunnar, sem fór á þeim tíma eins og eldur í
sinu um öll lönd.
Það var ótrúlegt, hvað einn maður gat sinnt mörgum mál-
um í einu. ötal samtök og sambönd mættust í einum punkti,
þar sem hann var. A hverjum degi þurfti hann að taka þátt í
endalausum fundarhöldum, gefa óteljandi fyrirskipanir, skrifa
forystugreinar og flytja ræður.
Þúsundir áróðurspistla voru skrifaðir á hverjum degi úti
í heimi á móti honum, þrungnir reiði og hatri. Á hverri min-
útu stóðu tugir og jafnvel hundruð manna í ræðustól einhvers
staðar á jarðskorpunni og beindu hatri sínu að þessum manni.
Milljónir manna um heim allan dáðu þennan mann.
Faðir minn var mjög taugasterkur maður lengst af, enda
var þess sannarlega þörf. Þegar Fimmta ríkið var í mestum
uppgangi og völd hans og áhrif jukust dag frá degi, var hann
fádæma baráttuglaður og öruggur. Ég dáðist oft að því5 hvað
hann gat tekið slæmum tíðindum með miklu jafnaðargeði og ró.
Hann hlustaði á fréttina rólegur og glottandi, sagði síðan
eitthvað á þá leið, að þetta væru ljótar fregnir, en þó gerði
þetta í rauninni engan mun. Síðan tók hann að ræða, hvernig
bæta mætti skaðann og snúa þessu litla undanhaldi í sókn.
Hann talaði róleg fyrst í stað, en jók hraðann og kraftinn
hægt og sígandi og lauk máli sínu af svo mikilli festu5 bar-
dagagleði og sigurvissu, að hver, sem á hlýddi, hlaut að upp-
tendrast.
Þannig var faðir minn. östöðvandi í sigurgöngu sinni.
Og hann vissi það allra manna bezt sjálfur. Hvert áfall var
stundarfyrirbrigði. Hann og Fimmta ríkið voru í sókn.
En allt tekur einhvern tímann enda, og hamingjan varð
honum smám saman fráhverfari. Höfuðfjandinn, Fjórða ríkið,
var í geysilegum uppgangi og vexti5 og faðir minn varð fyrir
hverju áfallinu af öðru.
I maímánuði 1972 varð Fimmta ríkið fyrir þungu áfalli,
eins og flestum mun kunnugt. Tvö mikilvæg þjóðlönd gengu í
lið með höfuðandstæðingunum eftir erfiða og langvarandi tog-
streitu. Þetta var langmesti ósigur, sem Ríkið hafði beðið.
Ég man, að málið var tekið fyrir á ríkisráðsfundi, þar
sem faðir minn var í forsæti. Ég hafði rétt til að sitja
þennan fund, og ég man sérstaklega hvernig vonbrigðin og von-
leysið grúfði sig yfir fundinn.
Þá steig faðir minn í ræðustól og flutti langa ræðu.
Það var allra manna mál, að aldrei hefði honum tekizt jafn-
vel upp. Ræðan var mettuð hugrekki og krafti og einstæðum
sannfæringarmætti. Þetta var ekki innantóm æsingaræða,
heldur markviss ræða5 flutt af festu og málsnilld og með ör-
uggum stíganda. Loftið í salnum var þrungiðbaráttuvilja og
hugrekki, þegar hann lauk máli sínu. Sérhver maður var full-
komlega öruggur um, að hinar göfugu hugsjónir, sem Fimmta
ríkið barðist fyrir í fremstu víglínu, myndu sigra.
Ég ók heim með föður mínum þetta kvöld. Hann var í
þungu skapi og þagði. Þegar heim kom duldist mér ekki, að
hann var brotinn maður. Ég þurfti að styðja hann inn5 hann
var skjálfandi, og þegar við komum inn í bókaherbergið, fór
hann að kjökra eins og lítið barn.
Allir vita5 hvernig faðir minn leit út, - hljóta að hafa
einhvern tíman séð mynd af honum, og hver getur ímyndað sér
þennan stóra og herðabreiða mann með vel greitt, dökkt hár
og snyrtilegt yfirskegg, hátt enni5 þungar brýr og öryggi og
festu í svipnum, sitja í stól og hágráta eins og barn.
Ég var að minnsta kosti steini lostinn. Eg náði í ró-
andi lyf og eitthvað að borða, því að faðir minn vildi ekki
að neinn annar kæmi inn. Eftir nokkra stund virtist hann
hafa jafnað sig.
Hann sat í sófanum fyrir framan mig og starði þungbú-
inn út í loftið. Við og við hreytti hann stuttum setningum
út úr sér, sem ég skildi ekki. En brátt rann upp fyrir mér
ljós. Faðir minn hafði sannfært og hughreyst alla aðra -
ekki sjálfan sig.
Ég fór að reyna að hughreysta hann - sannfæra hann með
rökum og sömu bjartsýni og hann hafði beitt fáum klukkutímum
fyrr um daginn, en hann vildi ekki hlusta á mig. Litlu síðar
fór hann í háttinn.
Daginn eftir virtist mér hann vera orðinn eðlilegur aft-
ur. Hann var kátur og víghreyfur og talaði eins og ekkert
hefði komið fyrir, og ég minntist ekki á þetta við neinn.
Tíminn leið, og átök stórveldanna urðu þyngri og geig-
vænlegri. Hið diplomatiska taugastríð var á hápunkti. Engu
skoti var skotið, enginn hermaður féll, en orustan harðnaði
þó stöðugt. Vopnin urðu hvassari og háskalegri. Hvarvetna
gein við hinn ísmeygilegi og lævísi áróður.
Eg tók fljótt eftir því, að þessi atburður hafði haft
mikil áhrif á föður minn, en hann leyndi því eins og hann
gat. A yfirborðinu var hann einn hinn öruggasti og stefnu-
fastasti maður, leiðtogi milljónanna og skeleggur fulltrúi
þeirra hugsjóna, sem hann hafði helgað líf sitt. Undir niðri
var hann örvinglaður, bölsýnn, - jafnvel hræddur.
Mörg kvöld sat ég hjá honum í bókaherberginu. Það var
sama á hvaða umræðuefni við byrjuðum, alltaf barst talið að
stjórnmálum líðandi dags. Er leið á umræðurnar varð faðir
minn venjulega æstur, hann varð rauður og þrútinn í andliti,
og augun skutu gneistum, en skyndilega eitt kvöld, þegar fað-
ir minn hafði æst sig óvenju mikið upp, þagnaði hann allt í
einu og hallaði sér aftur á bak í stólnum. Undarlegur glampi
kom á augun5 og hann glotti út í loftið. Þetta ógeðfellda
háttarlag hans kom aftur og aftur fram og ágerðist alltaf
eftir því sem tíminn leið.
Stundum kom mér í hug5 að faðir minn væri orðinn brjál-
aður, en ég hratt þeirri hugsun jafnóðum frá mér aftur.
Hvernig gat það hugsazt, að maður, sem stýrði einu mesta stór-
veldi heims með rökvísi og stjórnkænsku, sem hann var þekktur
fyrir, væri brjálaður. Nei' Það gat ekki verið rétt, og
mátti ekki vera rétt.
Fimmta ríkið fór stöðugt halloka í sviptingum stórveld-
anna. Hvert áfallið af öðru reið yfir þjóðina, yfir flokk-
inn, yfir föður minn.
Hamingjan virtist algjörlega hafa snúið við honum bakinu.
Hann stóð sig eins og hetju sæmir og stýrði undanhaldinu af
aðdáanlegu öryggi. En ég fann glöggt, að undir niðri var
heilsan að bila.
I upphafi árs 1973 var stjórnmálaástandið orðið þvílíkt,
að við svo búið mátti ekki lengur sitja. Stórfelld áætlun
var samin, og undirbúningur hafinn af fullum krafti. Hér
átti að leggja í diplomatiska stórorustu og tefla eins djarft
og unnt værij án þess að það kostaði heimsstríð.
Eins og kunnugt er, var ástandið í heiminum þvílíkt á
þessum tíma og hafði reyndar verið svo um 20 ára skeið, að
heimsstyrjöld kostaði útrýmingu mannkynsins á jörðinni. Það
var því vissulega betra fyrir alla aðila að forðast slík
ósköp. En nú rak hver stóratburðurinn annan.
Síðla kvölds þann 8. marz var ég staddur í bókaherberg-
inu í Stjórnarhöllinni. Faðir minn var ókominn heim, og ég
sat þarna og var að líta yfir kvöldblöðin. Skyndilega var
hyrðinni hrundið upp, og faðir minn birtist í dyrunum. Hann
horfði stutta stund á mig, gekk svo þvert yfir herbergið og
settist í stóran hægindstól án þess að taka hið minnsta undir
kveðju mína.
Hann var greinilega í mjög æstu skapi. Langa stund sat
hann þannig og starði út í loftið. Ég yrti nokkrum sinnum á
hann5 en hann svaraði ekki. Að lokum sneri hann sér að mér.
Hann var fölur að sjá, augun opin á gátt, og furðulegum
glampa sló á þau. Stutta stund þagði hann, því næst sagði
hann: nEg vil trúa þér fyrir miklu leyndarmáli. Get ég það?n
Ég játti því að sjálfsögðu. Faðir minn þagði enn stutta
stund, og svipurinn varð trylltari og óhugnanlegri. Að lokum
sagði hann:
"Ég dey eftir sjö daga. Þann 15. marz. Heyrirðu það'
Eftir sjö daga verð ég dauður."
Ég ætlaði að fara að segja eitthvað, reyna að segja
eitthvað, þótt ég vissi ekkert, hvað það ætti að vera, en
hann greip fram í fyrir mér:
"Þegiðu' Segðu ekkertí Segðu ekkertC Ég veit, að þú
heldur, að ég sé brjálaður. Þú hefurlengi haldið það5 ég sá
það á þér. En ég er það ekkií Ég er ekki brjálaður, þótt þú
haldir það5 og samt segi ég þér, að eftir sjö daga dey ég.
Það er óumflýjanlegt. Ég dey sama dag og Caesar - þann 15.
marz."
Ég þoldi ekki lengur við. Ég spratt á fætur og ætlaði
fram að ná í lækni, en hann stöðvaði mig.
"Farðu ekki/' hrópaði hann. "Ég verð að tala við þig.
Það má enginn koma hingað inn. Þú verður að skilja mig -
trúa mér.n
Eg sáj að hyggilegra var að bíða stutta stund, og faðir
minn hélt áfram:
"Drengur minn. Þú verður að skilja mig. Ég á að deyja
eftir eina viku. Ég veit það. Þann 15. marz. Eg sá það.
Það var ritað á hvítan vegginn. Náhvítan vegginn. Ritað
stórum stöfum. Ég veit, að það er horfið. Það hvarf. Það
er ekki lengur þar. En það stóð þar. Eins og ég stend hér,
þá stóð það á veggnum. Þetta er staðreynd. Hvert bein og
hver taug í mér vita það5 kalla á mig, hamra það í mig.M
Eftir að hafa þrumað þetta yfir mér, róaðist hann mikið.
Ég fékk hann til þess að setjast og gaf honum róandi lyf.
Við sátum tæpa tvo klukkutíma þetta kvöld og ræddum
málið. Hann virtist nokkurn veginn allsgáður og talaði eins
og heilbrigður maður með fullri skynsemi. En þegar þessa fá-
ránlegu hugmynd hans bar á góma, hagaði hann sér eins og vit-
firringur. Hvað eftir annað reyndi ég að sannfæra hann, hví-
lík firra þetta væri. En það var tilgangslaust, og ég hætti
því fljótlega.
Næstu dagar urðu mjög erfiðir bæði fyrir mig og föur
minn. Hann varð æstari og órólegri með hverjum deginum sem
leið og gat aldrei hætt að hugsa um dauðann. Hann minntist
ekki á þetta við neinn annan, en þegar hann kom heim á kvöld-
in, var eins og stífla brysti, og óráðsruglið flóði út yfir
allt. Það var vissulega ægileg þolraun að sitja og horfa á
föður sinn, veraldlegan og andlegan leiðtoga Fimmta ríkisins,
haga sér eins og brjálæðing kvöld eftir kvöld.
Þann 12. marz voru þrír dagar eftir. Við sátum enn í
bókaherberginu. Ég skildi það þá og vissi fyrir víst, að
faðir minn var brjálaður. Hann var stóhættulegur maður. Ég
vissi það líka3 að hann varð að fara frá, leggja niður völd
og taka sér hvíld frá störfum í nokkurn tíma. En hvernig
átti að koma því í kring?
Faðir minn skildi óðar3 hvað ég var að fara, þegar ég
impraði á þessu. Hann varð óður af reiði, og ég sá, að það
var vonlaust að sannfæra hann.
nHver á þá að stjórna Fimmta ríkinu? Ég spyrí Hver á
að hindra, að sú svikastefna, sem mundi valda niðurlæginu
mannsandans og tortímingu allra siðlegra verðmæta, nái ekki
að drottna yfir mannkyninu? Ég bara spyr, drengur minn.M
Eg varð að viðurkenna, að þetta væri rétt hjá honum að
miklu leyti. Sá maður yrði vandfundinn, er komið gæti í stað
föður míns. En lélegur maður var þó betri en brjálaður maður.
Ég svaf víst ekki vel næstu nótt. Ég held ég hafi fund-
ið það á mér, að miklir atburðir voru í aðsigi.
Daginn eftir var ég ákveðinn í því að koma föður mínum
frá. Ég hafði hugsað mér, að fá aðra ráðamenn í lið með mér
og koma þessu í kring með mikilli hægð og í algerri kyrrþei
strax eftir 15. marz.
Faðir minn var verri þennan dag en nokkru sinni fyrr.
Hann var æstur og bölsýnn. Ég hafði ekki lengi setið og
hlustað á hann, þegar ég skildi að ný hugmynd hafði bitið sig
fasta í heila hans, - óhugnanleg ráðagerð. I stuttu máli
sagt: Hann ætlaði viljandi og vísvitandi út í heimsstrið.
Ég spurði hann að sjálfsögðu, hvort hann gerði sér það
ljóst, hvað heimsstyrjöld kostaði. Það væri morð á öllu mann-
kyni - og um leið sjálfsmorð.
Svarið var skýrt og rökvíst frá hans sjónarmiði:
MÉg á að deyja fyrir miðnætti aðra nótt. Mér er sama,
hvernig ég dey. En ef ég hverf úr þessum heimi án þess að
gera nokkrar ráðstafanir, er Fimmta ríkið dauðadæmt. Annað
kvöld hefjum við skyndiárás. Ef við getum komið óvinunum á
óvart og sprengt lönd þeirra í loft upp, áður en þeir geta
svarað í sömu mynt, þá er sigurinn okkar. Takist það ekki er
mannkynið glatað. En hvað um það. Dauði er alltaf betri en
svívirðileg niðurlæging.M
Mér varð svarafátt. Étlitið var vægast sagt hroðalegt.
Faðir minn hélt áfram:
"Hvernig geturðu trúað á friðsamlegan sigur? Hann er
útilokaður. Ertu sjónlaus? Sérðu ekki, hvernig djöflarnir
vaða uppi. Fjóðra ríkið er að vinna. Skilurðu það ekki?
Nú er að vera eða ekki. Tefla djarft eða tapa. Annars er
mannkynið ofurselt.”
Ég reyndi ekki að svara. Það var gagnslaust að deila
við brjálaðan mann. Eg settist niður og lét eins og ég væri
að hlusta á hann. Eitthvað varð að gera.
Þessi hugmynd föður míns að ætla að koma óvinunum á
óvart og knésetja þá, áður en þeir gætu svarað, var bæði
hlægileg og barnaleg. Það var algjörlega vonlaust, og það
vissi hver einasti maður, sem þekkti nýjustu hernaðartækin.
Mig grunaði líka, að þessi herför væri aðeins átylla. Átylla
til að geta sprengt heiminn í loft upp, látið mannkynið
fylgja sér í dauðann. Og þetta gat hann framkvæmt án nokk-
urrar hindrunar.
Ég vissi reyndar ekki, hvað hann ætlaði að gera. En
þetta var ekki erfitt mál. Ef hann treysti sér ekki til að
sannfæra ríkisráðið um réttmæti þess að hefja árás, þá þurfti
16