Skólablaðið - 01.02.1975, Síða 17
hann ekki annað en gefa fyrirskipun, fyrirskipun um árás með
vetnisvopnum og örðum múgmorðstækjum, og mannkynið var dauða-
dæmt.
Enginn mundi treysta sér til að mótmæla. Hver einstakur,
sem í framkvæmdunum stæði, mundi hugsa um sitt verk og enga
hugmynd hafa um afleiðingarnar eða tilganginn. Enginn mundi
trúa því, að fyrirskipun, sem faðir minn gæfi5 væri gefin £
brjálæði og stríddi gegn hagsmunum þjðarinnar. Allir vissu,
að hvert orð og hver skipun, sem frá föður mínum kom, var
vandlega hugsuð og endanlega samþykkt sem skynsamlegasta
lausnin.
Faðir minn var ekki einræðisherra, alls ekki. Hann var
lýðræðislegur leiðtogi Fimmta ríkisins, en völd hans voru
þetta mikil.
Ég sat þarna í stólnum og hlustaði á hann lýsa því ó-
hugnarlega lífi, sem mannkynið ætti í vændum, ef Fjórða ríkið
næði yfirhöndinni. Það var ófögur mynd. Hann endurtók það
hvað eftir annað, að hann gæti ekki sætt sig við að hverfa úr
þessum heimi, vitandi vits5 að þær rolur, sem eftir lifðu.
létu traðka öllum sönnum hugsjónum og andlegum verðmætum í
skítinn, en mannkynið tæki upp lifnaðarhætti, sem væru hvort
tveggja í senn dýrslegir og ónáttúrulegir.
Faðir minn var furðulega rólegur, og varla hægt að sjá
það á honum, að hann væri brjálaður. En hver sem heyrði hann
segja fullan hug sinn gat ekki verið í vafa. Hann var ákveð-
inn í því að framkvæma áform sitt fyrir miðnætti þann 15.
marz5 og nú voru 36 klukkutímar til stefnu.
Ég varð stöðugt æstari í skapi, eftir því sem ég gerði
mér betur ljóst, hvílíkur voði var á ferðum. Að lokum gat ég
ekki stillt mig lengur. Eg sagði honum, að ég myndi gera
allt, sem í mínu valdi stæði til að hindra hann í áformi sínu
og koma honum frá.
Rimma okkar var hörð en ekki löng, því að hann vísaði
mér á dyr. Lokakveðja hans var sú, að ég mætti óttast um líf
mitt, ef ég segði frá fyrirætlun hans eða stæði í vegi fyrir
honum á einhvern hátt. Eg ætlaði að svara og segja, að ég
væri hvort eð er dauðadæmdur eins og allir aðrir, ef það tæk-
ist ekki, en ég komst ekki til þess. Faðir minn dró fram
skammbyssu, og ég hraðaði mér út úr húsinu.
Ríkisráðsfundur hafði verið boðaður á hádegi daginn
eftir, og ég hafði því einn sólarhring til stefnu.
Fyrsta verk mitt var að tala við kunningja mína og vini
úr hópi æðstu ráðamanna landsins og leita aðstoðar þeirra.
Þetta voru ungir, framgjarnir og róttækir menn, sem ég hafði
kynnzt á ríkisráðsfundum og við önnur stjórnarstörf, og í
sannleika sagt þeir einu, sem ég gat nokkurrar hjálpar vænzt
af. Ihaldssemi var sannarlega ekki einkenni þeirra, heldur
rétt og snör handtök, þegar mikið lá við. Þó var þetta mál
einum of stórt fyrir þá flesta til að þeir gætu kingt því.
Ég hafði reyndar engan tíma til að útskýra málið rækilega.
Hver mínúta var dýrmæt, og á fundi ríkisráðsins varð ég að
hafa fjölmennt og harðsnúið lið. En hvílíkt vantraust og
hvílíkt ábyrgðarleysi á hættustund'
Sárafáir þorðu að hætta á að gera nokkuð. Völd þeirra
og áhrif voru í hættu, ef ég færi með rangt mál. A hinn
bóginn var hættan of fjarlæg, lygileg og ópersónuleg til að
hún hefði nokkur áhrif.
Mjög margir héldu, að ég væri að undirbúa byltingu og
ætlaði mér með þessu bráðsnjalla ráði að velta föður mínum
úr sessi, en taka sjálfur völdin. Aðrir litu á mig vorkunn-
araugum, sannfærðir um, að það væri ég en ekki faðir minn,
sem væri brjálaður.
Ég skal fúslega viðurkenna það nú, að báðar þessar hug-
myndir voru miklu líklegri en sannleikurinn sjálfur. En ég
skildi það ekki þá. Mér var ógerlegt að skilja, hvernig þeir
gátu setið aðgerðarlausir.
Allan þennan dag og næstu nótt var ég á þönum úr einum
staðnum á annan. Hvarvetna mætti ég tortryggni og vantrú,
og aðeins mjög fáir féllust á að veita mér lið. Allmargir
lofuðu að athuga málið, þegar á fundinn kæmi, en ég vissi sem
var, að það var aðeins kurteisi.
Skömmu áður en ríkisráðsfundur hófst þann örlagaríka
dag, 15* marz, tókst mér að ná tali af föður mínum. Hann var
mjög reiður við mig og í æstu skapi, og samtalið varð því
ekki langt. En mér tókst þó að fá um það örugga vitneskju,
að hann hafði í engu breytt áformi sínu og var enn ákveðinn í
að láta til skarar skríða fyrir miðnætti þennan dag.
Fundur ríkisráðsins var settur á hádegi og stóð langt
fram eftir degi. Ég hafði sett allt mitt traust á þennan
fund. Hann var seinasta vonin, og þar varð ég að sigra.
Fundurinn var einvígi milli mín og föður míns, - og hann
Ég heyrði, að faðir minn var vaknaður og gekk um gólf
inni í klefanum. Klukkan var stundarfjórðung gengin í tólf.
45 mínútur voru eftir. Ég sat í sófa í miðri stofunni, og
fyrir framan mig á borðinu lá hlaðin skammbyssa. Jakkinn
minn lá á stól úti við gluggann og í öðrum vasanum var einnig
hlaðin byssa.
Skyndilega heyrði ég þungt högg, sem barst út úr klefan-
um. Það var líkast því, að faðir minn hefði fallið í gólfið.
Ég kallaði til hans og spurði, hvort nokkuð væri að. Hann
svaraði ekki, en ég heyrði hann stynja, eins og hann væri
fárveikur.
Ég kallaði enn til hans. Fyrst var þögn, síðan heyrði
ég hann tauta: "Loksins er ég að deyja."
Mér þótti þetta heldur ótrúlegt og spurði, hvað væri að
honum. Hann stundi lengi og svaraði síðan:
"Mér er að blæða út.M
Ég varð orðlaus af undrun. Eftir stutta þögn hélt hann
áfram veikum rómi og mjög hægt:
"Þetta er undarlegt. Hvers vegna gat ég ekki beðið?
SjálfsmorðT Ja, guð hjálpi mér. Þvílík heimskaT Og aðeins
tæpur klukkutími eftir. Af hverju gat ég ekki beðið? En ég
skil þetta vel. Auðvitað átti ég að deyja svona. Auðvitað'
Sonur minnT Vertu sæll. Ég skil þig fullkomlega.
Þetta var það eina, sem þú gazt gert. Gangi þér ávallt vel."
Hann þagnaði. Ég stóð sem stirðnaður nokkrar sekúndur.
Það var mín sök, að faðir minn hafði framið sjálfsmorð. Mig
langaði mest til að fleygja mér í gólfið og hágráta. En sú
hugsun stóð ekki við nema brot úr sekúndu.
Ég réðist á skápinn eins og trylltur maður og þeytti
bókunum út í stofuna. Lásinn var þungur. Loksins tókst mér
að opnaí
Fyrir innan hurðina stóð faðir minn, eilítið gleiður,
saman hnipraður, andlitið þrútið og rautt, augun ægileg.
Hann var alheill'
Eitt andartak horfðumst við í augu. Hann hafði blekkt
mig, blekkt mig stórkostlega. Þrír stundarfjórðungar voru
eftir. Það var nægur tími. Og þarna stóð hann, tilbúinn
að stökkva á mig.
Andartakið var liðið. Mér tókst að halda jafnvægi,
þrátt fyrir kraftinn, sem fylgdi stökkinu. Við tókumst
harkalega á, feðgarnir, jafnstórir og svipaðir að styrkleika.
Hlaðin byssan lá enn á borðinu í miðri stofunni. Ég reyndi
að forðast, að hann sæi hana, en það tókst ekki. Þegar hann
sá hana, trylltist hann um allan helming.
Augnablikssýn brá fyrir augu mér eins og leiftri. Ég sá
gegnum gluggan, hvar þau stóðu, ungu elskendurnir, á Frelsis-
torginu undir stóra birkitrénu og kysstust. Þessi sjón gat
af sér örstutta hugarsýn. Ég sá fyrir nrér gamlan og tötrum
búinn Araba, mann, sem enga hugmynd hafði um aðrar þjóðir, um
stefnur eða hugsjónir - aðeins fátækur betlari, lifandi mann-
persóna.
Ég var að berjast fyrir þetta fólk'
Skyndilega virtist faðir minn fá tröllaukinn kraft.
Hann hrinti mér af miklu afli aftur á bak, svo að ég skall í
gólfið. Þarna stóð hann, ægilegur ásýndum, yfir syni sínum.
Hann var sannarlega ekki í nokkrum vafa, hvað hann ætlaði
næst að gera. Ég verð að viðurkenna, að þótt ég hefði næstum
grátið einni mínútu áður, af því að ég hélt, að faðir minn
væri að deyja, þá vissi ég nú upp á hár, hvert mitt hlutverk
var. Hann var standandi, ég lá. Ég var miklu nær byssunni í
jakkanum en hann borðinu. Annar hlaut að verða á undan,
annar hlaut að deyja. Og þarna barðist ekki aðeins maður við
mann um lífið, heldur mannkynið við dauðann. Og kapphlaupið
hófstí
Hvert einast mannsbarn veit, hvor okkar var á undan að
skjótaí
Ég gizka á, að forskotið hafi verið um það bil þrjár
sekúndur. Þrjár sekúndur, - það er stuttur tími. Þarna
hafði sá örskammi tími meiri afgerandi áhrif á líf og fram-
tíð mannkynsins en tugir og jafnvel hundruð fyrri alda.
Eigum vér að gleðjast eða harma, hvernie fór?
Einn, tveir, þrírl Skotið reið afl
Júl Sannarlega skulum vér gleðjast yfir því, að það
var faðir minn en ekki ég, sem skaut á undan. Mannkynið
stefndi í glötun, og faðir -minn myrti það.
Mér er spurn. Hvernig væri annars umhorfs hjá okkur.
Astandið væri hálfu verra. I stað þess að sitja hér í góðum
fagnaði handan við gröf og dauða, áhyggjulausir og fullir
lífsþróttar og gleði og brjóta til mergjar torráðnustu gátur
alheimsins eða rannsaka hina endasleppu sögu mannkynsins, þá
hímdurn við nú í atómtrylltri veröld, annað hvort uppskrúfuð
af taugaæsingi eins og vatn í hvirfilvindi eða svefndrukkinn
af lífsleiða.
Herra forseti, faðir minn, háttvirtir félagar Hins sam-
einaða vísindafélags sagnfræðinga og annarra áhugamann um
sögu mannkynsins!
Lyftum glösum vorum og skálum í þessum dýru veigum fyrir
Drottni allsherjar. Honum sé ævinlega þökk, að fór sem fór.
Janúar 1958.
Ragnar Arnalds. 33 *árg.4«tbl.
sigraði' Hvílík vonbrigðií
Strax í upphafi fundarins skildi ég, að faðir
tefldi fram öllu því, sem hann átti til. Hann sat
þögull í sæti sínu, festa og öryggi skein úr hverjum andlits-
drætti, og ógerlegt var að sjá það á honum, að nokkuð sér-
stakt væri á seyði. Hann var sannarlega leikari af guðs náð.
Á hinn bóginn þurfti ég að einbeita mér að því að koma þessum
leikara úr jafnvægi, láta hann missa tök sín á hlutverkinu
og opinbera þá staðreynd, að hann væri brjálaður. Ég varð
að skjóta á veikan punkt og hitta nákvæmlega. Ég veit ekki,
hvort mér tókst það, en faðir minn þagði allan þennan fund.
Ég hafði skipulagt aðförina að honum mjög vel og nákvæm-
lega ásamt stuðningsmönnum mínum. Nokkrir ungir fulltrúar
risu á fætur og gerðu hver af öðrum fyrirspurnir til stjórn-
arinnar um ýmis atriði þessa máls. Undrun og órói breiduu
um sig, og flestir skildu, að eitthvað mjög óvenjulegt lá
í loftinu.
Þá stóð ég á fætur og bað um orðið. Ég tefldi fram
öllu, sem til var. Ég lýsti því yfir, að vegna ofþreytu
hefði faðir minn bilað á geðsmunum og væri því stórhættu-
legur maður. Hann væri í þann veginn að hefja skyndiárás
á óvinina með kjarnorkuvopnum, árás, sem allir vissu, að
táknaði allsherjardauða, og ríkisráðið yrði að koma í veg
fyrir áform hans. Ég krafðist þess, að hann yrði settur af,
eða umræður þessar yrðu gerðar almenningi kunnar, en þetta
var lokaður fundur og bannað að skýra frá, hvað þar gerðist,
og einnig, að almenningur yrði minntur á þá grein stjórnar-
skrárinnar, að enginn mætti framkvæma árásarfyrirskipun,
nema hún vari undirrituð af framkvæmdaráði.
Eg man, að ræða mín hafði stórkostleg áhrif. Það var
eins og sprengju hefði verið varpað í salnum. Fyrst var
grafarþögn, síðan hófust geysilegar umræður manna á milli.
Sekúndu eftir sekúndu beið ég, beið eftir svipbreytingu
á föður mínum. Allir störðu á mig og hann. Eldur brann í
loftinu. Hann sat sem fastast, náfölur og þungbrýndur.
Hvað mundi hann þola þetta lengi? Hvenær mundi hýðið springa?
Nokkrir ráðherrar gengu til föður míns og ráðguðust við
hann. Ég heyrði ekki, hvað þeim fór á milli, en ég sá, að
hann var stuttur í spuna.
Mínúta leið. Ekkert gerðist. Að lokum steig utanríkis-
ráðherra í ræðustól og flutti stutta ræðu. Hann sagðist
skilja vel, að faðir minn svaraði engu. Sonur hans hefði
greinilega misst bæði ráð og rænu og ekki væri frekar eyðandi
orðum að þessu. Það eina, sem faðir minn gæti gert, væri að
fá mig með góðu til að fara á geðveikrahæli. Aðrar ræður
voru á svipaða leið. Ég gerði örvæntingarfulla tilraun til
þess að sannfæra þá, en ég hætti þv£ fljótt. Það var gagns-
laust og hafði heldur aldrei verið ætlunin. Faðir minn hafði
staðizt prófraunina, og ég hafði tapað.
Klukkan sex um kvöldið lauk fundinum. Eg stóð einn og
yfirgefinn, stimplaður föðurníðingur og vitfirringur. Sex
klukkutimar voru til stefnu. Innan þess tfma yrði strfð haf-
ið, sem gerði mannheim að gjalti.
Ég fékk mér sæti á bekk f mannhafinu á Frelsistorginu
framan við Stjórnarhöllina, þar sem faðir minn bjó nú einn.
Á bekk andspænis mér undir stóru eikartré sátu ungir elskend-
ur. Hún var klædd rauðri regnkápu, og skolleitt, hrokkið
hárið liðaðist undir kragann niður á hálsinn. Hún hafði stór
og björt augu, freknur á litlu nefinu og spékoppa f kinnunum.
Hann var dökkhærður, hár og grannur og ef til vill dálítið
klaufalegur. Líklega voru þau svona glöð, af því að þau ætl-
uðu að fara að gifta sig. Hún átti ef til vill von á barni.
Átti faðir minn að fá að njyrða þetta fólk? Atti faðir
minn að fá að myrða þær milljónir elskenda, sem hlupu um f
heiminum og gæddu hann lífi og fegurð?
NeiT Ég varð að hindra hanní Ég þreifaði eftir skamm-
byssunni f jakkavasanum. Hún var á sínum stað, og áður en
ég vissi, var ég kominn að þrepum Stjórnarhallarinnar. I
þessu húsi var ég alinn upp. Lffverðirnir voru flestir gaml-
ir vinir mínir, leikbræður og verndarar. Enginn gat komizt
ótruflaður í gegn um varnarmúr þeirra nema ég og faðir minn.
Féeinum mínútum seinna stóð ég í bókaherbergi hans.
Enginn var sjáanlegur þar inni. Ég kreppti höndina um
skammbyssuna f vasa mínum. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um,
ég ætlaði að gera. Ég vissi aðeins, að eitthvað varð ég
;ra. Hvar var faðir minn?
Skyndilega tók ég eftir því, að ein bókaskápsröðin fyrir
miðjum veggnum gekk á misvfxl við þá næstu eins og skápurinn
væri á hjörum. Eg varð lamaður af undrun og fögnuði. Faðir
minn hafði farið inn í leyniherbergið bak við bókaskápinn,
þar sem ýmis mikilvæg skjöl voru geymd. Hið gullna tækifæri
var komiðí Ég læddist yfir endilanga stofuna að öryggishjól-
inu og sneri því. Ég beið. Hafði hann heyrt nokkuð? Svo
tók ég undir mig stökk og hljóp, - hljóp og slengdi mér af
öllum mínum þunga á skápinn. Ég var hólpinn, faðir minn var
hólpinn, mannkyninu var bjargað.
Ég heyrði föður minn reka upp öskur og ráðast á hurðina
af trylltum mætti. Hann lamdi, klóraði og öskraði eins og
hann gat. En það var tilgangslaust. Enginn nema ég gat
heyrt óp hans. Ég sagði honum, að hann ætti að dúsa þarna
fram yfir miðnætti, og hann skyldi bara vera rólegur. Eftir
tíma fór að draga niður f honum, og að lokum held ég,
hann hafi sofnað.
Tíminn leið hægt og sfgandi. Mér var ógerlegt að sitja
, og ég reykti hverja sígarettuna á fætur annarri.
Klukkan hálf tfu var friðurinn úti. Þjónninn kom og
agði, að nokkrir ráðherrar væru að spyrja eftir föður mfnum.
sagði, að hann væri ekki heima og vonaði, að þar með væri
ég laus við þá. En skyndilega var hurðinni hrundið upp, og
inn gengu þrír ráðherrar f fylgd með nokkrum lífvörðum. Ég
varð skelfingu lostinn. Faðir minn þurfti ekki annað en að
hrópa, og allt var glatað. Þeir grunuðu mig um græzku.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa þeirri taugaspennu, sem
gagntók mig, þær tuttugu mínútur, sem liðu, áður en ég gat
komið þeim út. Hvað eftir annað fannst mér ég heyra andar-
drátt hans bak við þilið, heyra hann hósta eða hreyfa sig.
Ég var náfölur og titrandi, og allir vissu það, að ég bjó yf-
ir meiru en ég sagði. Að lokum fóru þeir.
Mínúturnar snigluðust áfram, óbærilega hægt.
17