Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1975, Síða 19

Skólablaðið - 01.02.1975, Síða 19
VID, SKÓUNN OG LÍFID ÖLAFUR RAGNAR GRIMSSON I. Það virðast undrafáir gera sér fulla grein fyrir því, hvaða hlutverki skóli á að gegna í þjóðfélagi. Fjölmargir, þeirra á meðal sumir kennarar, álíta, að skóli sé einungis t3d<i til að kenna æskufólki m.a. að reikna út ýmisslega lag- aðar línur í margbreytilegum hymingum eftir flóknum formúittn!' eða leiða það inn í völundarhús latneskrar málfræði, hvar flestir ráfa rammvilltir til eilífðarnóns. Þessu er á annan veg farið. 1 skóla á að veita æskufólki al- hliða og hagnýtan fróðleik jafnframt því sem nemendum er gert auðveldara að standa á eigin fótum, er út í hringiðu lífsins kemur; það æft í frjálsum skoðanamyndunum og þjálfað í að vinna sem flest upp á eigin spýtur. I skólanum á að útbúa æskufólk með lífsvegarnestið, en hann á ekki að vera staður, hvar kennarar standa með reidda svipu vetrareinkunnarinnar og hýða nemendur óspart; því að hvers virði er vitneskjan án þroska? II. I okkar skóla hefur smám saman þróast með nemendum félagslíf. Hlutverk þess mun vera að krydda þurra fæðu kennslustundanna og lappa upp á galla skólakerfisins. Þetta starf hefur á stundum gengið æði brösótt, enda lítt undravert þar eð mismunandi skilningur er lagður í fyrrnefnt hlutverk. Þeir munu eigi fáir, er telja tilgangi félagslífsins náð, ef það veitir nemendum ódýra dægradvöl í formi dansiballa, spilakvölda eða einhvers slíks. Þetta sjónarmið virðist hafa ríkt um stundarsakir hér í skóla. Vegna drottnunar þess hefur sú hlið félagslífsins, sem meira mætti að haldi koma, er út í lífið kærni, horfið í skuggann. Því er miður farið, því að fáir eignast lífsbrauð sitt við að dansa eða spila vist. Sé litazt um í skólanum á síðkvöldum, blasir við ömur- leg sjón og næsta ólík því, er áður var. Framtíðin, hið aldna félag, er nú mjög úttaugauð og af sér gengin. Starfsemi hennar hefur sí og æ dregizt meira frá þjálfun í mælskulist til spilamennsku. Málfundir eru sveip- aðir blæju drunga, áhugaleysis og viljaskorts. Hugmyndaflug- ið er af svo skornum skammti, að um sömu efnin er rætt ár eftir ár. Því er auðsætt, að með slíkri framvi-ndu leggist málfundir niður, þegar fram líða stundir og verður þá báglega staddur sómi Menntlinga, er þeir verða eigi færir um að koma fyrir sig orði. Listafélagið langþráða er nú loks fætt, en ýmiss stór- merki benda til, að það hafi fæðzt andvana. Öll störf að undirbúningi þess og fyrstu kosningar báru frekar svip fífla- láta og áhugaleysis en traustrar trúar á framtíð þess. Og hart er að búa undir þeim vitnisburði, að í 600 nemenda skóla, hvar ætla mætti að kjarni ungviðis Islands sæti, fáist ekki 12 nemendur til að leggja fram krafta sína í þágu kynningar á einu hinu bezta og fegursta, sem mannshugurinn hefur af sér fætt. Ritverkin eru spegilmynd samtíðarinnar. Eins er Skóla- blaðið spegilmynd efnahagslífsins í andlegum heimi okkar. Só sú endurspeglun, sem þar hefur birzt í vetur, sönn, virð- ist kreppa yfirvofandi. Hver síða á fætur annarri er þétt rituð hálfkæringsbröndurum, rómantísku þvaðri og fleiru slíku. Meginþorra efnis Skólablaðsins í vetur er hægt að af- greiða með tveim orðum: Innihaldslaust léttmeti. Þetta er ófagur vitnisburður, en ég hygg, að hann sé sannur. Hugmyndaauðgi, stálharður vilji eða seiglumikill áhugi eru torfundin í félagslífi okkar. Yfir vötnunum svif- ur lognmollukemidur andi viljaleysis, svartsýni og megnrar ótrúar á getu nemenda. III. Við erum eigi einungis komin í þennan skóla til að nema ýmislega útbúinn fróðleik heldur einnig til að móta og þjálfa með okkur ýmsa þá hæfileika, sem hverjum nútíðar menntamanni er nauðsynlegt að hafa til að bera. Eg á þar við m.a. framsetningu talaðs orðs og ritaðs. Flest okkar hyggja á sérnám, er þessari skólasetu lýkur. Margt bendir til, að hlutverk sérfræðinganna færist í all- flestum greinum á þá braut að miðla alþýðu manna af frððleik sínum og gera hana á þann hátt hæfari til að átta sig á og fylgjast með hraðri framrás vísindanna. Verði þessari fræðslu eigi sinnt í framtíðinni mun skapast hættulegt þjóð- félagsvandamál, sem eigi skal nánar rætt hér. Menntamaður án getu til að færa hugsun sína 1 búning mælts máls eða rit- aðs er álíka illa á vegi staddur og smiður án hamars. Fæst okkar gera sér grein fyrir því, að það skeið ævi okkar, er nú rennur, er það tímabil, er mótar okkur að mestu leyti. Eftir örfá ár hefur þjálfunarhæfileiki okkar rýrnað til muna, og erfitt mun þá reynast að breyta eða bæta úr þvl, sem nú fer aflaga. Satt er, að það stendur skólanum, sem stofnun, næst að hafa forgöngu um fyrrnefnd atriði. Því hlutverki sínu hefur hann algjörlega brugðizt og nemendur þess vegna orðið að taka þessi verkefni á eigin hendur. A undanf örnum árum hafa nokkrar tilraunir verið gerðar í því augnamiði að bæta úr því, sem hér hefur verið bent á að fari aflaga. Þessar tilraunir voru byggðar á sandi; þær voru litlir neistar, sem blossuðu upp augnablik og dóu síðan. Sú atburðarás verður eðlileg, sé litazt nánar um: Orsökin fyrir gagnleysi smárra athafna, sem gætu, ef þær væru samhæfðar, orðið hlekkir í keðju stórbrotins fél- agslífs er morkinn; stoðir þess fúnar. A síðustu árum hefur gráðugur otur sinnuleysisins nagað I sundur grind félags- lífsins, svo að nú riðar það til falls. Fall þess mun eigi mikið verða, því að viðurinn er deigur og fúinn mikill. IV. Senn hlýtur spurningin að vakna: Er félagslífið þess vert, að kröftum sé eytt í mótspyrnu gegn þessari óheilla- þróun? Þetta er samvizkuspurning og rétt, að hver hugleiði hana með sjálfum sér. Mitt svar er játandi og að því liggja mörg og margbrotin rök, sem eigi er rúm að rekja hér. En jákvætt svar leiðir af sér aðra spurningu: Hvað skal þá til bragðs taka? Það verður fyrst og fremst að reisa trausta undirstöðu, sem hvorki gliðnar né riðar, þó að óvæntir stormsveipir leiki um hana eða ýmsar tilraunir mistakist; grunn, sem sí- fellt er hægt að byggja ofan á, stækka og víkka. Nú kunna margir að spyrja: En úr hvaða efni á að reisa þessi mannvirki? Hið undarlega er, að hráefnin eru handhæg. Þau bíða aðeins eftir úrvinnslu. V. Það er traust sannfæring mín, að innan veggja skólans sé margt fólk með hæfni og jafnvel þekkingu til að verða virkir þátttakendur í uppbyggingu félagslífsins. Sá er gallinn á gjöf Njarðar, að fólk þetta dylst. Feimni, ótti við gagnrýni, og lítið sjálfstraust o.fl. ríghalda því niðri. Vandinn er því sá að höggva á fjötrana, leysa böndin og gefa starfshæfninni lausan taum. En fólkið reiðir ekki öxina sjálft; það er hlutverk forystumannanna. Eitt afkastamesta verkfærið í niðurrifi félagslífsins er fábreytileiki forystumannanna. I hverjum bekk eru í reynd aðeins fimm til tíu nemendur, sem eru virkir þátttak- endur í félagslífinu. Slík skipan mála hefur í för með sér klíkumyndanir og fráhrindingu annarra nemenda. Einnig or- sakar hún, að með tímanum mun félagslífið samanstanda af að- eins 30-40 nemendum. Aðrir verða óvirkir áhorfendur. Þessi fábreytileiki er arfur horfinna ára, þegar skólinn var fá- mennur. En nýir tímar krefjast breyttra hátta og fjölgun fðlksins hefur í för með sér nauðsyn á breyttum starfsgrund- velli. Að mínum dómi er aðeins um eina leið að velja til end- urreisnar félagslífsin. Hún er tvíþætt, þó svo samantvinnuð, að báða þætti verður að framkvæma samtímis: 2. Listafélagið geri gangskör að stofnun leshringa innan starfsviðs þess. Um form leshringanna er um ýmsar leiðir að velja, og skulu þær eigi raktar hér. Hitt er aðalatriðið að koma sem fyrst fjölbreyttum leshringum upp undir forystu Listafélagsins, er fengi nemendur, kennara eða áhugamenn utan skólans sér til hjálpar. Æði mörgu má bæta við þessar tillögur og margt þarfnast nánari skýringa, en stærð greinarinnar leyfir ei meir að sinni. Eg vil þó varpa þeirri ósk til stjórnar Framtíðar- innar, að hún haldi hið snarasta málfund um félagslífið, svo að unnt verði að heyra álit nemenda á því. Að lokum: Framtíðin, Listafélagið og Skólablaðið verða að taka höndum saman. Samvinna þessara aðila styrkir þá hvern um sig. Málfundaklúbbar og leshringir eru án efa sá efniviður, sem notadrýgstur yrði og endingarbeztur í stoðir félagslffs- ins. 1 smáum hópum, sem með hæfilegum bilum yrði víxlað til myndi færast nýr andi í samskipti nemenda; neisti, sem kveikt gæti loga vináttu, gagnkvæms skilnings og áhuga fyrir vandamálum líðandi stundar. Sllkt starf færir, ef rétt verður á haldið, Skólablaðinu yfrið nóg efni: Frásagnir af umræðum í klúbbunum, álitsgerðir leshringa o.s.frv. Sérhver þáttur félagslífsins yrði þannig svo nátengdur öðrum, að úr þeim yrði órofin heild samhæfðar starfsemi, sem miðaði að auknum þroska nemenda, sjálfstæðri hugsun, auknu sjálfs- trausti og gæti jafnframt orðið nýr straumur, er gerði fé- lagslífið að sameign allra nemenda og vekti hjá þeim skyldu- tilfinningu gagnvart félögum sínum, skólanum og lífinu. VI. Nú kann einhver að spyrja: Eru þetta ekki bara hugar- órar í manninum? Höfum við nokkurn tíma til að sinna slíkri starfsemi? Nei, þetta eru ekki hugarórar. Þetta eru mál, sem hrinda verður í framkvæmd, ef félagslífið á ekki að grotna niður. Varðandi tímann, þá mun fræðsluyfirvöldunum skiljast að það er mikill ávinningur fyrir þjóðfélagið og komandi kynslóðir, ef félagsþroskinn eykst, þó að sú aukning yrði ef til vill á kostnað máfræðiþekkingarinnar. Við vitum öll, að við sóum miklum tíma til einskis eða í fánýtar dægradvalir. En lífið er ekki eintóm ánægja. Við verðum að líta fram eftir veginum^ reyna að eygja vandamálin og búa okkur undir að leysa þau. Okkur er veitt meiri menntun en jafnöldrum okkar. Aukinni menntun fylgja auknar kröfur til mannanna. Gerum við okkur ljósar þær skyldur, sem á herðum okkar hvíla? Skemmtanir eru ágætar á stundum, en þær endast skammt. Félagslífið er hægt að reisa við á nýjan leik, ef hugur og hönd fylgjast að. Séu forystumennirnir samhuga og fái málefnin hljómgrunn hjá fólkinu, er sigurinn vís. Eg vil hvetja menn til að íhuga tilveru félagslífsins með alvöru og hafa jafnframt í huga kröfur samtíðarinnar. Aukinn þroski æskuáranna skapar sterkari lífsfestu. Verum ætíð minnug þess, að hafi tréð ekki borið blóm að vori er tilgangslaust að leita ávaxta á þvi að heusti. Reykjavík, á gamlaársdag 1959« ölafur Ragnar Grímsson. 35.árg.3.tbl. 1. Framtíðin hefjist þegar handa við að koma á fót- víðtækri málfundastarfsemi í klúbbaformi. Hver klúbbur inni- héldi 3 deildir. (Með orðinu "deild" á ég við, að IV.-X er t.d. ein deild og IV-B önnur.) Þannig að ein deild úr t.d. 3., 4. og 6. bekk hverjum fyrir sig mynduðu klúbb um tíma, 2-3 mánuði. Síðan yrði víxlað til, nýir klúbhar myndaðir o.s.frv. Hver deild kysi tvo menn úr sínum hópi til að vera fulltrúar hennar gagnvart Framtíðarstjórninni. Þessir full- trúar kynna sér áhugamál deildarfélaga sinna, ráðgast síðan við fulltrúa þeirra deilda, sem mynda með þeim klúbbinn, um umræðuefni. Fulltrúarnir mynda þannig sex manna stjórn klúbbsins. Hæfilegt yrði, ef fundir yrðu einn eða tveir hálf smánaðarle ga. A þennan hátt stórykjust kynni og samskipti nemenda úr öllum deildum skólans. Nemendur fengju tækifæri til að setja fram skoðanir sínar, kynnast áhugamálum félaga sinna, styrkja vináttuböndin og stofna til nýrra. Kostirnir, sem þetta form hefur fram yfir málfundi, eru, að í stórum, þétt- setnum fundarsal verða flestir feimnir við að stíga í ræðu- stól, en í kringum borð á Iþökulofti í fámennum hópi, ver- andi í ró og friði, er óframfærnin ekki lengur stíflugarður og leyndar hugsanir brjótast út. Fólkið tengist sterkum böndum sameiginlegra áhugamála og viðræðugleði. Þó er það veígamest, að slík klúbbstarfsemi yrði nær óbifanlegur grunnur málfunda. I klúbbunum mótast skoðanir, hugsunin þjálfast og málefnin skýrast. Líklegt er, að margir klúbbar ræði um sömu efnin. Stjórn hvers klijibbs g?efi því Framtíðarstjórninni skýrslu um starfsemina. A þennan hátt fengi Framtíðarstjómin yfir- sýn yfir hugðarefni nemenda. Vandinn við val umræðuefna fyrir málfundi og framsögumenn er leystur. 19

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.