Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 24
Páll: Svo þegar opnun ritnefndar er, þá er samþykkt, en til þess þurfti náttúrulega lagabreytingu, er byrjað á því að boða til funda og fólk er hvatt til að koma og leggja fram sín áhugamál. Eðlilega miðað við allar aðstæður í skólanum, þá mættu ekki margir, ca. 20-30 manns og það datt mjög fljótt niður. Gestur: Það datt ekki niður meira en svo, að þetta helzt eitthvað tvö, þrjú tölublöð. Páll: Þá hafði myndast kjarni. Gestur: Sá kjarni samanstóð af þeim róttækustu og við gáf- um út þetta rauða napóleons blað, sem gerði allt vitlaust. Það byrjaði á því að blaðið var stoppað í prentun og það hefði aldrei komið út, ef við hefðum ekki haft ábyrgðarmann, sem var frjálslyndur og fannst alveg sjálfsagt að við gerðum það, sem við vildum ef það væri ekkert klám eða meiðyrði. Síðan kemur þetta út og þá fyrst sýður alvarlega upp úr og gerð skoðanakönnun um Skólablaðið með leiðandi spurningum og borin tillaga um að setja ritnefnd af. Er það ekki? Páll: Jú. Mjög hreinleg fasístísk tilraun til valdaráns í lýðræðislega kjörinni nefnd, skoðanakúgunar. Inga: Var það fellt? Gestur: Já, það voru þessir Heimdellingar í Menntaskólanum, sem stóðu að tillögunni. Páll: Arið eftir þetta leiðir dálítið öðru vísi áfram. Gestur: Þá byggist okkar starf mikið á andstöðunni gegn þeim og því sem þeir stóðu fyrir. Þeir voru líka á þeirri skoðun að embættismennimir ættu að sjá um félagslífið og massinn að neyta. Hugmyndir okkar gengu hins vegar út á það að félagslífið ætti að skapast á meira spontant hátt. Opnun var að sjálfsögðu lykilorðið í því. Við vonuðumst þó aldrei til að virkja allan fjöldann í félagslífinu, heldur til þess að það kæmu einhverjir til starfa, sem væru ekki í þessu af framagirni, heldur af áhuga á að starfa, löngun til að segja öðrum eitthvað eða löngun til að finna sjálfan sig í einhverju. Okkur fannst félagslífið orðið anzi rotið og vorum að reyna að gera það heilbrigðara. Okkur fannst það nauðsynlegt til að skapa einhvern valkost við þetta firrta nám, þar sem menn eru mataðir. Félagslífið fór fram á sama hátt. Akveðnir menn áttu að hafa frumkvæðið, hinir neyta. Þannig var þessi viðleitni okkar til að breyta félagslífinu kannski í kjarna sínum tilraun til uppreisnar gegn skólakerfinu. Sú uppreisn breiddist aldrei verulega mikið út, sameinað tradisjónaveldi náms og félagslífs var of sterkt fyrir okkur. Þetta varð aldrei til annars en að það myndaðist nokkuð samhentur minnihlutahópur, og hann lærði mest á þessu. Páll: Og um leið og hann fór úr skólanum, þá féll þetta niður. Menn héldu t.d. áfram að halda opna ritnefndarfundi næstu 3 árin með mjög misjöfnum árangri. Og áhugaleysið var orðið þvílíkt að blaðið var hreinlega að drepast. Hefði náttúrulega átt að verða að blekfjölritðum snepli. Gestur: Já, samkvsemt öllum markaðslögum. Bæði framboð og eftirspurn í lágmarki. Gestur: Þá fer starfið ekki eins mikið fram í kringum skóla- blaðið, heldur meira innan Byltingar sjálfrar. Þar eru starfshópar, sem m.a. vinna efni í Skólablaðið. I blaðinu er ekki sami eldmóðurinn, t.a.m. fer ritstjórinn að skrifa langar fræðilegar greinar. Þá var altalað að blaðið væri ákaflega leiðinlegt, og að lokum féll vinstri frambjóðandinn í ritstjómarkosningum um vorið. Páll: Þess í stað var kosin hægfara vinstrisinnaður piltur, sem var að vísu fyndinn. Páll: Þá er gerð þessi superlausn, að reyna að hleypa fjár- magni inn í fyrirtækið með því að skylda alla til að kaupa blaðið, og gá hvort það geti ekki kippt sér við á því. Jafn- framt er gerð ný tegund af virknissöfnun. Á Gests tíð var allt efni og eitthvað af myndum unnið í skólanum, en öll önnur vinna var framkvæmd úti í bæ. Þegar farið er í ofsetprentun, þá breytist þetta af sjálfu sér. Það verður að vélrita blaðið í skólanum og vinna ýmis önnur störf. Gestur: Það gerðum við líka við eitt blað. En það var að vísu ekki nema sami litli hópurinn, sem vann í því. Gestur: Það er nú dálítið merkilegt, að Skólablaðið hefur alltaf verið fremur róttækt. Það var tradisjón fyrir því, eins og svo mörgu öðru. Róttækni menningarelítunnar var nú alltaf fremur merkileg. T.a.m. las ég í editor dicit fyrir nokkrum árum áður en ég kom í skólann mjög þjóðernislega grein, þar sem afstaða var tekin gegn hernum. Á þeim árum þótti það mjög róttækt að taka þjóðernislega afstöðu gegn hernum, þó svo að það þyki fremur hægri sinnuð afstaða nú á dögum. Menn kusu s.s. yfirleitt "vinstri" menn til rit- stjóra, og það hélt áfram eftir að þeir fóru að gera blaðií pólitískara. Já, það má kannski koma því að hér, að eitt af því fyrsta sem ég taldi mig þurfa að gera, var að taka afstöðu gegn menningarsnobbi. Menningarpólitíkin hafði verið eins konar alibí fyrir potensial vinstri menn, þetta sjónarmið, að Listin og Menningin, með stórum staf, væri nú eitthvað alveg sérstakt og öðru æðra. Því var það hálfgerð stefnu- yfirlýsing hjá mér, eða stríðsyfirlýsing, að hafa einu myndskreytingarnar í fyrsta blaðinu mína myndir af Matthíasi Johannessen. Það var kannski af því að menningarremban stóo nær okkur róttæklingunum en mörg önnur afturhaldssjón- armið, að okkur var sérstaklega uppsigað við hana. Við þoldum hana bezt þegar hún snerist í eins konar sjálfseyði- leggjandi níhílisma, eins og hjá Þórarni Eldjárn og þeim atómatistum. Páll: Samt^sem áður kemur þessi tendens upp árið eftir. yia vega lá í loftinu ásökun út af starfi byltingar, sem þa yar komid til og að þá væri komið til 3. slagorðið sem vaeri pólitíkin eða Marxisminn öllu heldur. Það var náttúru- lega fyrst og fremst vegna ritgleði ritstjðrans, sem þá var að stiga sín fyrstu spor í þessari fræðigrein og kunni sér ekki kæti. Gestur: Það er þetta sama og kemur svo oft fram í vinstri- hreyfingunni: Menn sökkva sér niður í fræðilegar vangavelt- ur og gleyma því að starfið skiptir meginmáli. Eg held þó að við höfum ekki gleymt því í Byltingu. Og þegar maður horfir aftur, finnst manni hafa verið viss strategía í starfinu. T.a.m. vex upp mikil hreyfing í andstöðunni gegn Davíð. Hann kemur fram sem týrann í félagslífinu, segir einstökum deildum þess fyrir verkum, og ef hann er ekki nógu ánægður með undirtektir þeirra, gerir hann þeim skráveifur. Andstaðan gegn þessu sameinar all stóran hóp, og við lögðum okkur í líma við að fella tillögur sem Davíð kom með. Þá sendum við fram menn, sem ekki voru þegar "stimplaðir" og þeir töluðu fjálglega gegn tillögum Davíðs, og þær voru flestar felldar. Við skemmtum okkur konunglega yfir þessu, en fyrst og fremst var þetta þáttur í að vekja upp hreyfingu, það varð að gefa henni konkret, nærtækt viðfangsefni til að fást við, ef hún átti að verða að veruleika. Páll: Þá kom fram slagorðið góta DDT, drepum Davíð tafar- laust. Það mætti endurvekja nú þegar þessi heiðursmaður er setztur í borgarstjórn. En nóg um það. Þessi tími þegar Davíð er og sömuleiðis næstu tvö ár sátu ennþá í inspectorstóli menn af þessari týpu, væntan- legir íhaldsdindlar, hálfopi'uberir og opinberir Heimdelling- ar og þessar sterku embættistýpur, ábyrgir menn. Þeir satu efst í félagslífinu og höfðu þá, sem voru að rífa kjaft góða. Páll: Möguleikinn var opinn að fá eitthvað fólk inn í það líka. Búa blaðið alveg til niðri í skóla. Og þá'var allt unnið þar nema prentunin. Þetta tókst ekki vegna þess að grundvöllurinn var í raun enginn. Gestur: Skólablaðið er ekkert í sjálfu sér. Það verður tæpast gott nema það sé hluti af einhverri hreyfingu. Þá kemur upp þetta vandamál, að hreyfingin getur ekki orðið í menntaskólunum einum, vegna þess að fólk þar er anzi langt frá atvinnulífinu og því sem er að gerast í þjóðlífinu. Það er líka tiltölulega nýbyrjað að reyna að hugsa sjálfstætt. Þess vegna þarf öll hreyfing í menntaskólum að styðjast við aðrar skyldar hreyfingar. T.d. held ég að stór þáttur í því hvað við vorum óviss og leitandi hafi verið hve háskóla- stúdentar voru þá gersamlega dauðir. Þá einbeittu þeir sér að því að verða sem fyrst tannlæknar og lögfræðingar. Þess vegna hefði mátt ætla að eftir því sem ástandið hefur skánað í háskólanum hér heima, hlyti það að hafa áhrif í mennta- skólunum. Líkt og það hafði áhrif í menntaskólunum í minni tíð, þegar íslenzkir stúdentar erlendis vöknuðu til lífsins. Við lögðum út í aðgerðina í menntamálaráðuneytinu nokkrum dögum eftir sendiráðstökuna í Stokkhólmi. Páll: En á sama tíma hefur þróunin orðið sú í Evrópu, að starfið sem áður fór fram í menntaskólunum færðist úr þeim að mestu. öpólitísk þoka breiddist yfir skólana. Von- brigði margs kyns með drauminn um þessa hreyfingu, sem var komin af stað en hreyfingin var bara að vinna að öðru. Hún var að móta sér lífsform, skoða fjölskylduna, uppeldið og fleira slíkt. Að mestu leyti hvarf hún því úr skólanum. Gestur: Nei, það held ég að sé ekki rétt. T.d. í Danmörku hefur nemendahreyfingin styrkzt jafnt og þétt og starfar mjög mikið á grundvelli þjóðfélagsstöðu náms- og menntamanna. En svo ég víki að því sem ég var að tala um áðan, þá finnst mér hafa orðið ákveðin afturför í menntasklunum. Róttækir menntaskólanemar hafa margir farið að starfa innan pólitískra samtaka, s.s. Fylgingarinnar og KSML, en láta gersamlega undir höfuð leggjast að starfa á sínum eigin vinnustað. I skólunum er starfsvettvangur, þar eiga menn að koma sínum skoðunum á framfæri og afla sér reynslu I stað þess að sækja hana eitthvað langt út fyrir sitt eigið umhverfi. Páll: Þessu hafa pólitísku félögin heldur ekki áttað sig á. Þeim hefur ekki skilizt að möguleiki er þarna að færa teoríuna í praxis. Það tókst að nokkru leyti niðri í M.T. Gestur: En eldmóður af því taginu helzt ekki lengi. Vanda- málið er að umbreyta honum I eitthvað varanlegt. Við sem stóðum í þessu starfi sáum það ekki alltaf skila miklum ár- angri. Það var fyrst og fremst það sem þátttakendurnir sjálfir fengu út úr starfinu sem hélt þeim við það. páll: Það er alltaf þannig. Það er reynsla mín af þessu skólablaðs s tarfi. Gestur: Fók sem er í menntaskóla er oft mjög þrúgað af því stimpilklukkukerfi, þeim færibandamóral, sem þar ríkir. Því er það blátt áfram nauðsynlegt að skapa fólki einhvern valkost til að átta sig sjálft á sínu umhverfi. Félagslífið er tæki til að vekja fólk til umhugsunar um þessa nauðsyn ot til að skapa þann vettvang sem þarf fyrir þennan valkost, til að skapa fólki aðstöðu til að átta sig á umhverfi sínu og samfélaginu. 24

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.