Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 2

Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 2
Neyðarkall af Suðurlandsbraut Íbúar hjúkrunarheimilisins Markar á Suðurlandsbraut virtust vera í miklum hremmingum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar þar að garði í gær. Nokkrir listfengir starfsmenn heimilisins stóðu fyrir því að skreyta húsið í anda hrekkjavökunnar og spöruðu sig hvergi í hryllingnum. Sjá nánar á síðu 16 – ef þú þorir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ekkja Sigurjóns Ólafssonar hefur leitað réttar síns hjá lögmanni eftir langa bið eftir lausn á rekstri safnsins. bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar, segist sjá eftir að hafa gefið Listasafn Sigurjóns til íslenska ríkisins. „Ef íslenska ríkið hefur ekki bol- magn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu er það siðferðileg skylda ríkisins að skila gjöfinni, mínum eigum og heimili,“ segir Birgitta. Forsaga málsins er að eftir lát Sigurjóns stofnaði Birgitta einka- safnið LSÓ 1984 með aðsetur í vinnustofu hans og heimili þeirra hjóna á Laugarnesi. Húsnæðið var endurgert, safnið opnað almenningi haustið 1988 og gert að sjálfseignar- stofnun 1989. Safnið hefur verið rekið með styrkjum frá ríki og borg og sjálfs- af latekjum en hrunið 2008 lék það grátt, að sögn Birgittu. Niður- skurður leiddi af sér að það vantaði 8 milljónir króna til að brúa bilið milli tekna og gjalda. Sjálfseignar- stofnunin var lögð niður og mennta- málaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, veitti í júní 2012 viðtöku skuldlausri eign sem var safn í fullum blóma. „Með gjafabréfinu fylgdi sam- komulag milli Listasafns Íslands og stjórnarinnar þar sem kveðið var á um að safnið yrði rekið „í anda þeirrar starfsemi sem þar hefur verið rekin“ með rannsóknarvinnu, tónleikahaldi og fjölbreyttri menn- ingarstarfsemi,“ segir Birgitta. Ekki hafi verið staðið við það. Á árunum 2012–2015 hafi verið ríflegar fjárveitingar til LSÓ af fjár- lögum, en þær hafi ekki komið Lista- safni Sigurjóns til góða. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar í mars 2016 fór 71 prósent, eða 104 millj- ónir, sem voru eyrnamerktar LSÓ, til rekstrar Listasafns Íslands. Birgitta leitaði til lögmannsstofu sem hefur verið með málið síðast- liðin þrjú ár. „Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra tók vel í ósk mína um að safnið yrði rekið sem sjálfstæð eining með eigin stjórn og eigið fjármagn, í líkingu við Lista- safn Einars Jónssonar og Gljúfra- stein,“ segir Birgitta. Embættismenn ráðuneytisins hafi ekki getað fallist á þetta. „Þess í stað bauðst mér og fjöl- skyldu minni útvistun á rekstri safnsins til fimm ára,“ segir hún. „Síðasta útgáfa útvistunarsamn- ingsins hefur verið í vinnslu hjá ráðuneytum menntamála og fjár- mála í 16 mánuði og nú er mér sagt að það styttist í að gengið verði frá samningnum og að árlegt fjárfram- lag verði 19,5 milljónir króna sem ekki verði hækkað á samningstíma- bilinu, en sú upphæð samsvarar rekstrargjöldum safnsins árið 2011.“ Í skýrslu ríkisendurskoðunar kom fram „að fulltrúi ráðuneytis- ins kvaðst raunar líta svo á að eftir gjafagerninginn væri ekkert til sem héti Listasafn Sigurjóns Ólafssonar.“ „Hefði ég vitað um þessa afstöðu ráðuneytisins 2012 hefði ég aldrei gefið hugverk mitt, Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar, til íslenska ríkis- ins,“ segir Birgitta. ■ Ekkja sér eftir að hafa gefið ríkinu Listasafn Sigurjóns „Hefði ég vitað um þessa afstöðu ráðuneytisins 2012, hefði ég aldrei gefið hugverk mitt,“ segir Birgitta Spur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ef íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu er það siðferðileg skylda ríkisins að skila gjöf- inni, mínum eigum og heimili. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar mhj@frettabladid.is COVID-19 Alls hafa meira en fimm hundruð manns greinst með Covid- 19 smit í vikunni, í gær voru þrír á gjörgæslu. Farsóttanefnd Landspít- ala hefur breytt heimsóknareglum og má gestur heimsækja hvern sjúkling í að hámarki eina klukku- stund á dag. Farsóttanefndin hefur áhyggjur af því að fjöldi smita muni leiða til f leiri innlagna. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir að ekki sé búið að taka á kvörðun um bólu setningu barna yngri en 12 ára. Níu fullbólusett börn á aldrinum 12 til 15 ára hafa smitast af þeim 12 þúsund sem búið er að bólusetja. Már Kristjáns son, yfir læknir á smit sjúk dóma deild Land spítala, segir að það sé ekki hægt að bera Co vid-far aldurinn saman við árlegan inf lúensu far aldur þrátt fyrir að þjóðin sé nær öll full bólu- sett. Veiran muni veikjast á næstu árum, eftir áratug verði hún eins og hvert annað kvef. ■ Verði eins og hvert annað kvef Már Kristjáns­ son, yfir læknir á smit sjúk dóma­ deild Land­ spítala gar@frettabladid.is LÍFEYRISMÁL „Við höldum því mjög til streitu að skerðingar á lífeyri á móti greiðslu úr frjálsa lífeyris- kerfinu séu ólöglegar,“ segir Helgi Pétursson, formaður Landssam- bands eldri borgara. Aðalmeðferð í máli þriggja með- lima Gráa hersins gegn ríkinu vegna skerðinga á ellilífeyri hafi fólk tekjur úr lífeyrissjóðum fór fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Helgi segir að er frjálsa lífeyris- kerfið hafi verið sett á fót 1969 hafi menn verið sammála um að það væri viðbót. Frjálsu lífeyrissjóðirnir hafi vaxið stórkostlega og séu nú yfir sex þúsund milljarðar króna. „Í litlu þjóðfélagi þá freistast menn til að horfa á þetta og skerða það sem á að koma á móti greiðsl- unum úr frjálsu lífeyrissjóðunum,“ útskýrir Helgi og bendir á að skerðingin nemi gríðarlegum upp- hæðum. „Þarna er verið að taka 45 milljarða af einum hópi á ári.“ Helgi segir ríkislögmann hafa komið með nýtt útspil í dómsal í gær er hann hafi kynnt hugtakið „nýi ellilífeyririnn“. Þetta segir Helgi til marks um örvæntingu eftir að ríkið hafi áður fengið meðferð málsins frestað fjórum sinnum. ■ Telur útspil ríkisins örvæntingarfullt Frá mótmælafundi Gráa hersins á Austurvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 Fréttir 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.