Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 6

Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 6
Sandreyðar sjást helst við Ísland síðla sumars og á haustin. Það er engin ástæða fyrir okkur hjá hinu opinbera að fjarlægja fólk frá náttúrunni. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss Ölfus opnar dyrnar fyrir gesti um helgina sem vilja koma og skoða sandreyðina sem rak á land í vikunni. Sveitarfélagið ætlar ekki að urða hvalinn fyrr en eftir helgi svo að sem flestir geti komið og notið. benediktboas@frettabladid.is ÖLFUS Sveitarfélagið Ölfus hefur tekið ákvörðun um að ráðast í urðun sandreyðarinnar, sem rak upp í fjöru við Þorlákshöfn, eftir helgi. Er það gert til að gefa áhuga- sömum færi á að skoða hvalinn í blíðunni um helgina. Veðurspá er með besta móti og vill Sveitarfélagið Ölfus hvetja íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum til að gera sér dagamun með því að skoða hvalinn sem svo heppilega vill til að er afar aðgengilegur. Áhugasömum er bent á bílastæði við golfvöllinn en þaðan er örstuttur gangur að hvalnum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að það sé ekki algengt að hval reki upp á land og hann sé stoltur af því að geta boðið bæjar- búum upp á slíka sýningu. „Það er ekki á hverjum degi sem svona stórhveli í svona góðu ásigkomulagi skolar á land. Flest bendir til að hvalurinn sé nýdauður. Hann liggur í þessari fallegu fjöru á aðgengilegum stað þannig að okkur fannst full ástæða til að gefa fólki helgina til að koma og berja hann augum,“ segir Elliði. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að sandreyður haldi til á heit- tempruðum eða hitabeltissvæðum á veturna. Yfir sumarið leita sand- reyðar í kaldari sjó til fæðunáms og sjást helst við Ísland síðla sumars og fram á haust. Sandreyðar geta orðið 60 ára gamlar. Kálfar eru á spena í 6-7 mánuði en algengt virðist að um þrjú ár líði á milli kálfa hjá hverri kú. Sandreyður er, ásamt langreyð- um, hraðsyndastur allra hvala og geta náð allt að 40 kílómetra hraða á klukkustund. Sandreyður er þriðja stærsta tegund reyðarhvalaættarinnar og vegur yfir 20 tonn. „Bæjarbúar eru ánægðir með að fá að skoða hann. Hér er bæjarhátíð sem stendur yfir og kallast Þollo- ween sem er skírskotun í Hallo- ween og það er stöðug dagskrá alla helgina,“ segir Elliði. Allt gangi þetta út á drauga, forynjur og hryllilegar verur. „Þannig að dauður hvalur kemur beint inn í það mengi þó hann sé nú óttalega vinalegur þarna í f læðarmálinu.“ Elliði segir að bæjarbúar muni taka vel á móti hvalagestum helgar- innar með sinni góðu sundlaug og hvetur gesti til að fá sér ís á eftir. „Íslendingar búa í nágrenni við náttúruna og það er engin ástæða fyrir okkur hjá hinu opinbera að fjarlægja fólk frá náttúrunni, segir bæjarstjórinn. „Það er okkar hlutverk að auð- velda fólki aðgengi og hvetja til þess að njóta náttúrunnar í staðinn fyrir að rjúka til eins og hún sé eitthvað sem sé ekki æskilegt að njóta.“ n Dauður hvalur í fjörunni rímar afar vel við hátíðarhöldin í Þorlákshöfn Veðurspá er með besta móti og vill Sveitarfélagið Ölfus hvetja íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum til að gera sér dagamun með því að skoða hvalinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KLETTAGÖRÐUM 8—10 / HÁTÚNI 2A / SUÐURHRAUNI 2B / LYNGHÁLSI 2 TÍMAPANTANIR Á KLETTUR.IS OG Í SÍMA 590 5100 Bókaðu dekkjaskiptin á klettur.is birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna og garðyrkjubóndi, segir miklar tafir á afhendingu umbúða fyrir land- búnaðarvörur í kjölfar kórónavei- rufaraldursins. Bið eftir umbúðum sé allt að átján vikum. „Ég þarf að bregðast við í nauð- vörn, því miður, þetta hefur heil- mikil áhrif,“ segir Gunnar. „Mínir birgjar fá ekki það sem þeir þurfa til að framleiða umbúðirnar og þar af leiðandi fæ ég ekki umbúðirnar, eitt leiðir af öðru.“ Gunnar segist geta pakkað græn- metinu sem hann ræktar og selt það í búðir en ekki í þær umbúðir sem hann kýs. „Ég er búinn að vera að reyna að kaupa pappírsumbúðir utan um afurðirnar hjá mér síðan í janúar en síðustu fréttir sem ég fékk voru Erfitt að fá umbúðir fyrir grænmeti og pappír í Bændablaðið Gunnar Þor- geirsson, for- maður Bænda- samtakanna og garðyrkjubóndi þær að við fáum þetta ekki afgreitt strax vegna þess að birgjarnir fá ekki pappír.“ Gunnar hafði stefnt að því að skipta sem mestu af sínum umbúð- um úr plasti í pappír en segir að auð- veldara sé að fá umbúðir úr plasti. „Ég veit samt ekki hvað það verð- ur auðvelt lengi, ætli menn þurfi ekki að fara að skipuleggja sig lengra fram í tímann og kannski fara að huga að því að panta jafnvel rúllu- plast fyrir næsta vor,“ segir Gunn- ar og bendir á að rúlluplast panti flestir yfirleitt í janúar eða febrúar. Bændasamtökin gefa út Bænda- blaðið og segir Gunnar að í blaða- útgáfunni sé einnig farið að bera á pappírsskorti. „Við höfum fengið beiðni frá prentsmiðjunni um áætlun um stærð blaðanna fram að áramótum svo þeir geti verið vissir um að eiga pappír í blaðið.“ n gar@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Greitt var fyrir fimmfalt fleiri gistinætur hér á landi í september í ár en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt Hagstofunni. Viðspyrnan er mismikil eftir þjónustustigi. Gistinætur sexföld- uðust á hótelum en fjórfölduðust á gistiheimilum og öðrum tegundum skráðra gististaða, svo sem í orlofs- húsum og á tjaldsvæðum. Skýringin er rakin til þess að efn- aðri ferðamenn heimsóttu landið á nýliðnu sumri en jafnan og völdu hótel umfram aðra gistikosti. n Gistinætur hér margfalt fleiri í ár ser@frettabladid.is STÓRIÐJA Verðmæti útfluttra iðnað- arvara jókst um 11,7 milljarða króna í september samanborið við í fyrra, eða sem nemur um 46 prósentum. Hagstofan segir að mestu muni um aukið útflutningsverðmæti áls. Vegna hrávöruskorts á heimsmark- aði hafi verð á áli rokið upp. Almennt jókst verðmæti vöruút- flutnings sem nemur um 10 prósent- um. Verðmæti útfluttra sjávarafurða minnkaði þó um 17 prósent. Vegur þar þyngst verðlækkun á ferskum fiski og frystum heilum fiski. n Útflutningstekjur af áli rjúka upp Erlendir ferðamaður á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 Fréttir 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.