Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 10

Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 10
Hugmyndir okkar sem vorum ung á þessum tíma gengu út á frjáls- lyndi og framfarir. Eiríkur Berg- mann, prófessor í stjórnmálafræði Alþjóðlegar stórkrísur hafa getið af sér pólitíska öfga- flokka en þeim verður helst að falli að meginstraums- flokkar taka upp stefnu þeirra og gera að sinni. Um þetta er fjallað í bókinni Þjóðar- ávarpið. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Meginstraumsstjórn- málaflokkar víða um heim hafa á síðustu árum tekið upp stefnu popúl- ískra nýþjóðernisflokka af jaðrinum og í rauninni stolið af þeim glæpnum. Þetta er ein af megin ályktunum Eiríks Bergmann, prófessors í stjórn- málafræði, í bókinni Þjóðarávarpið sem kom út í gær. Í bókinni rekur Eiríkur sögu þjóðernispopúlista í hálfa öld. „Ég lít á þetta að einhverju leyti sem varnarrit fyrir hið frjálslynda lýðræði. Mér finnst frjálslynt lýðræði Vesturlandanna vera fyrirbæri sem er einhvers virði að halda í, en undan því hefur verið grafið og það er vel hægt að sjá fyrir sér að það molni úr því,“ segir Eiríkur. Um aðdraganda þessa verkefnis segir hann: „Ég var tvítugur þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og hugmyndir okkar sem vorum ung á þessum tíma gengu út á frjálslyndi, framfarir og opnun og maður horfði fram á að landamæri myndu smám saman mást út í komandi fram- tíð. Þannig að fyrirheit ársins 1989 voru um einhverja slíka sammann- lega framtíð,“ segir Eiríkur. Svo hafi Vesturlönd og heimurinn smám saman sveigst af þessari leið og aftur til íhaldssemi í aukinni aðgreiningu milli þjóða og landsvæða og í ástand sem er mjög langt frá þeirri sýn sem Eiríkur deildi með jafnöldrum sínum á fall járntjaldsins. Í bókinni greinir Eiríkur útbreiðslu þjóðernishyggju eftirstríðsáranna, sem hefur aukna popúlíska vídd, og skoðar muninn á henni og þjóðernis- hyggjunni sem var við lýði fyrir stríð. „Þegar maður skoðar þetta svona verður nokkuð augljóst að það eru stórir atburðir og yfirleitt krísur sem færa pólitík af þessum toga áfram,“ segir hann. „Eftir seinni heimsstyrjöldina var þjóðernishyggja algerlega útskúfuð og verður í rauninni forbönnuð í vest- Glæpnum stolið af nýþjóðernissinnum 2012-2013: Enn hertist á múslimaandúð með auknum flóttamannastraumi eftir arabíska vorið og útlendingaandúðin varð megn. Orðræðan varð ljótari en áður og flóttafólki jafnvel líkt við hjarðir villidýra í fjölmiðlum. 2008: Þjóðernispólitík sem áður var á jaðri vestrænna samfélaga færist inn á miðju í kjölfar efnahagshrunsins. 2001: Í kjölfar falls Tvíburaturnanna í New York færist múslimaandúð inn í meginstraum stjórnmálanna. 1989: Andúð á verkafólki rís í vestri og valdboðsflokkar koma fram í austri á árunum eftir fall Berlínarmúrsins. 1972: Í kjölfar olíukrísu, skora þjóðernispop úl ískir áskorendaflokkar á hólm það samráðskerfi sem hafði komist á eftir seinni heimsstyrjöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2019-2021: Þjóðernispopúlistar reyna að tengja faraldurinn við fólk af framandi uppruna. Þrengt er að borgararéttindum víða. Hnattrænt flóð samsæriskenninga og falsfrétta gerir heilbrigðisyfirvöldum erfitt fyrir. rænum þjóðfélögum,“ segir Eiríkur en rekur svo hvernig hver krísan á fætur annarri dregur fram nýja þjóðernis- popúlíska flokka sem skora ríkjandi öfl á hólm. Upp úr krísunum komi fram „algerar jaðarfígúrur, fólk sem talið er algerlega óboðlegt í siðaðri stjórnmálaumræðu, eins og Jean- Marie Le Pen í Frakklandi og Mogens Glistrup í Danmörku. Þetta voru svona náungar sem gerðu aldrei kröfur um að vera við- teknir eða samþykktir. Þeir voru jaðarmenn sem ætluðu að berja á kerfinu utan frá. Svo sjáum við hvernig pólitík sem áður var algerlega forboðin verður smám saman viður- kennd eins og gerist í þessum bylgju- hreyfingum.“ Með þessum hætti hafi hin hefðbundnu stjórnmálaöfl í raun stolið glæpnum. „Þetta má kalla fullnaðarsigur Danska þjóðarflokksins, þegar Sósí- aldemókratar, af öllum stjórnmála- flokkum, tóku upp stefnu Danska þjóðarflokksins eins og hún lagði sig í málefnum innflytjenda og útlend- ingamálum. Þannig náðu Sósíal- demókratarnir völdum á nýjan leik. Danski þjóðarflokkurinn tapaði hins vegar sínu fylgi. Ekki vegna þess að pólitík hans hafi verið hafnað heldur þvert á móti vegna þess að pólitík hans sigraði.“ Sömu sögu megi segja af þróuninni í Bretlandi þar sem nýfrjálshyggjan færðist af jaðrinum yfir á miðjuna í þremur skrefum. „Fyrst er það Breski þjóðernisflokkurinn BNP, sem var einhvers konar bullhreyfing snoðin- kolla sem náðu fylgi fyrir um þrjátíu árum. Þeir kölluðu sig nýnasista og voru útbíaðir í nýnasistatáknum,“ segir Eiríkur og bætir við: „Svo kemur UKIP og étur upp fylgi BNP. Öllum nasistatáknum er útrýmt og orð- ræðan færð í það sem er ásættanlegt og viðtekið hjá Nigel Farage, sem er bara gamall kaupsýslumaður í jakka- fötum. Hann er samt svona áskorandi af jaðri sem þykir ekki boðlegur í fínni stássstofum Breta.“ Svo nær Brexitstefna UKIP flugi. „Þá gerist það að Íhaldsflokkurinn tekur yfir Brexitstefnu UKIP og í rauninni étur flokkinn upp til agna og fylgi UKIP fellur. Aftur er það ekki vegna þess að pólitík hans er hafnað heldur þvert á móti vegna þess að breski Íhaldsflokkurinn, sjálft esta- blismentið í Bretlandi, tekur yfir þá stefnu UKIP sem áður var talin á jaðri hins boðlega.“ Þessi dæmi og fleiri varpa, að mati Eiríks, ljósi á að það sem talið var óásættanlegt og forboðið verður ekki bara samþykkt og viðtekið heldur verður jafnvel að grundvelli stjórn- málanna 50 árum síðar. Þótt þessi saga gefi ekki tilefni til bjartsýni segist Eiríkur frekar vera bjartsýnismegin fyrir hönd lýð- ræðisins. Það geti gengið í einhvers konar endurnýjun lífdaga. „En það hefur kannski verið vandamálið að lýðræðiskerfi Vesturlanda hafa ekki fengið að þróast með eðlilegum hætti. Það getur hins vegar, með nýsköpun í lýðræðisháttum, gengið í endurnýjun lífdaga og blómstrað og dafnað. Það stendur upp á okkur sem erum á vell- inum núna í dag að fjalla um þetta og skoða þetta og sýna annars vegar fram á hættuna sem að því steðjar en líka að benda á einhverjar leiðir áfram.“ n 10 Fréttir 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.