Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 12

Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 12
Viltu losna við gamla bílinn? Við borgum þér fyrir hann eða hjálpum þér við að selja hann. Kynntu þér kosti langtímaleigu á sixtlangtímaleiga.is – hafðu samband við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222 eða á vidskiptastjori@sixt.is Jeep Compass S 4XE Plugin Hybrid: 129.600 kr. mán. Innifalið í langtímaleigu: Þjónustuskoðanir Tryggingar og gjöld Hefðbundið viðhald Dekk og dekkjaskipti sixtlangtímaleiga.is Langtímaleiga á hærra plani Antonio Guterres, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að draga úr losun um 45 pró- sent miðað við 2010 í ákalli sínu til allra þjóðarleiðtoga. elinhirst@frettabladid.is LOFTSLAGSMÁL Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir í aðsendri grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, að núverandi fyrirheit þjóða heims í loftslagsmálum séu ekki nóg og að allt stefni í ógnvænlega hitaaukn- ingu í heiminum, langt umfram markmið Parísarsamningsins. Grein aðalframkvæmdastjórans birtist á sama tíma í fjölmiðlum víða um heim og er hún í raun ákall til þjóðarleiðtoga og jarðarbúa allra um að taka höndum saman í baráttunni við loftslagsvána. Framk væmdastjóri Samein- uðu þjóðanna fer hörðum orðum um stöðuna og segir að mann- legur harmleikur sé í augsýn, ef ríkisstjórnir, sérstaklega þær í G20-hópnum, standi ekki undir nafni og taki að sér forystu. Annars stefni óðfluga í miklar mannlegar þjáningar. „Tími diplómatísks kurteisishjals er liðinn,“ segir Guterres. Alþjóðleg loftslagsráðstefna Sam- einuðu þjóðanna, COP26, hefst á morgun í Glasgow, en ráðstefnan hefur verið kölluð ein sú mikilvæg- asta í sögu mannkyns. Ráðstefnan stendur í tvær vikur. Í greininni segir Guterres: „Það er sannarlega hægt að ná því marki að hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráður á Celsius, en þá verði að draga úr losun í heiminum um 45 prósent miðað við 2010 á þessum áratug.“ Guterres segir enn fremur að háværar hringingar viðvörunar- bjalla í nýjustu skýrslu Sameinuðu þjóðanna færi okkur heim sanninn um að aðgerðir ríkisstjórna heims- ins nægi ekki til að mæta vand- anum. Því beri hins vegar að fagna að nýjar yfirlýsingar hafi komið um loftslagsaðgerðir sem skipti máli. Um 50 manna sendinefnd fer frá Íslandi á ráðstefnuna, þar á meðal 20 fyrir hönd Stjórnarráðs- ins. Þrír íslenskir ráðherrar sækja COP26: Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra, Guðmundur Ingi Tími diplómatísks kurteisishjals úti ser@frettabladid.is DÝRAVERND Evrópuþingið í Strass- borg hefur bannað dýrahald í búrum. Tekur bannið gildi í áföng- um á næstu misserum. Alls greiddu 82 prósent þingmanna atkvæði með banninu. Þingmálið var fyrst á dagskrá 2018 og hefur æ síðan gengið undir heitinu Endalok búr-aldarinnar (e. End the Cage Age). Undanfari þess var áralöng barátta margra dýra- verndarsamtaka fyrir bættum hag húsdýra. Í greinargerð er tekið fram að Evr- ópusambandinu beri ekki aðeins að berjast fyrir mannréttindum heldur og velferð dýra. „Engin dýr eiga að þurfa að þola illa vist í þröngum búrum til þess eins að búa til ódýr- ari landbúnaðarvörur,“ segir þar. Talið er að um 300 milljónir dýra hafi að jafnaði verið í búrum í evrópskum landbúnaði á síðustu áratugum, allt frá fyrstu vikum lífs síns til slátrunar. Nú þegar bænd- um verður gert að leysa þau smám saman úr álögum fá þeir styrki til að laga bú sín að breyttum veruleika. Búrabannið veldur ekki aðeins straumhvörfum í evrópsku dýra- haldi heldur mun Evrópusam- bandið girða fyrir innf lutning á kjöti dýra frá öðrum álfum sem alin hafa verið upp og haldin í búrum. n Evrópuþingið bannar dýrahald í búrum Ferðamennina vantar til að kaupa gauksklukkurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is ÞÝSK ALAND Í nýrri skýrslu frá Þýskalandi kemur fram að það hafi verið 54 prósenta samdráttur á milli ára í framleiðslu á gauksklukkum í landinu á síðasta ári. Rúmlega tutt- ugu þúsund gauksklukkur voru framleiddar í Wiesbaden í fyrra með áætlað markaðsvirði upp á 4,1 millj- ón evra en árið áður voru um 43.600 slíkar klukkur framleiddar. Í niðurstöðu skýrslunnar kemur fram að það sé ekki skortur á klukk- unum í verslunum enda hafi eftir- spurnin eftir þeim hrunið á síðasta ári með fækkun ferðamanna vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með minni eftirspurn, færri vinnustund- um og hækkandi verði á timbri sem þarf til framleiðslu á gauksklukkum hafi framleiðslan minnkað. n Gauksklukkusala dregist saman arib@frettabladid.is TÆKNI Móðurfélag Facebook hefur skipt um nafn og heitir nú Meta. Samfélagsmiðillinn heldur nafni sínu. Meta er vísun í nýjan sýndar- veruleika sem hefur verið í þróun hjá fyrirtækinu síðustu ár. Til stendur að ráða mörg þúsund manns í vinnu í Evrópu til að þróa sýndarveruleikann. Notast verður við sérstakan höfuðbúnað til að geta átt í samskiptum í gegnum netið, unnið og spilað leiki. n Facebook veðjar á sýndarveruleika Leiðtogarnir verða að vinna verk sitt í Glas- gow, áður en það er of seint. Antonio Gut­ erres, aðalfram­ kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Frá eins árs afmæli mót­ mælaaðgerða íslenskra ung­ menna gegn loftslagsvánni. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Guðbrandsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. En eins og nú standi sé útlit fyrir ógnvænlega hitaaukningu í heim- inum eða um rúmlega 2 gráður. „Þetta er langt umfram 1,5 gráðu á Celsius-markmiðið sem ákveðið var í Parísarsamningnum. Það voru þau sársaukamörk sem vísinda- menn höfðu reiknað út sem einu færu leiðina fyrir heim okkar. Leið- togarnir verða að vinna verk sitt í Glasgow, áður en það er of seint,“ segir aðalframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna í ákalli til leiðtoga heims fyrir loftslagsráðstefnuna COP26 sem hefst í Glasgow í Skot- landi á morgun.n Aðbúnaður dýra er víða bágborinn, til dæmis hjá þessari hænu í Detriot. 12 Fréttir 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.