Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 18

Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 18
Sif Sigmarsdóttir n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Mín skoðun Svo kom Jóhannes í Bónus og eyði- lagði heila klabbið og kommiss- arakerfið í leiðinni. Jólabóka- flóðið er skemmti- leg hefð. En væri ekki gaman að lesa bókardóm í apríl? Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Hinn tuttugu og eins árs Ben John átti yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. John, nýnasisti og nemandi í afbrotafræði við háskóla í Leicester á Englandi, var fundinn sekur á grundvelli hryðjuverkalaga um að hafa ólöglega undir höndum þúsundir skjala um hvernig búa megi til byssur, skotfæri og sprengjur. Dómsuppkvaðningin fór fram nýverið. Kom hún mörgum í opna skjöldu. Timothy Spencer, dómari í héraðsdómi Lei- cester, dæmdi John ekki í fangelsi heldur til þess að lesa heimsbókmenntirnar. „Hefurðu lesið Dickens?“ spurði dómarinn. „Austen?“ Byrjaðu á Hroka og hleypidómum og Sögu tveggja borga. Lestu svo Þrettándakvöld eftir Shakespeare. Hugsaðu um Hardy. Hugsaðu um Trollope. Hinn 4. janúar næstkomandi ætla ég að hlýða þér yfir.“ Dómurinn vakti hörð viðbrögð. Samtökin „Hope not hate“, sem berjast gegn fasisma, sögðu hann „andstyggilega vægan“ og „senda út þau skilaboð að dómstólar færu mjúkum höndum um hægri öfgamenn“. En það voru ekki aðeins lögfróðir sem klóruðu sér í höfðinu. Bókmenntaspekúlantar lýstu yfir óánægju með val dómarans á lesefni. Hefði ekki verið nær að láta nýnasista lesa Dag- bók Önnu Frank eða Thomas Mann? Aðrir andmæltu slíkum uppástungum og sögðu bók ekki þurfa að innihalda prédikun svo að lesandi hlyti gagn af lestrinum. Helsti ávinn- ingur lesturs væri æfingin sem lesandi fengi í að setja sig í spor annarra og skipti þá engu hvort lesefnið væri mörg þúsund blaðsíðna langloka (baguette?) eftir Proust eða nýjasti hasartryllir Stephen King. En til hvers eru bækur? Takmörkuð auðlind Nóvember er handan hornsins og jólabóka- flóðið skríður nú fram. Rithöfundar eru eins og jólasveinar; það hefur lítið spurst til þeirra það sem af er ári en þegar jólin nálgast skipta þeir úr snjáðum náttfötum í jólabúninginn, og halda til byggða. Vígreifir birtast þeir á síðum blaðanna, í sjónvarpinu og á sam- komum til bæja og sveita með nýja bók undir handleggnum, dálítið örir af ótta við að það sjáist hvað þeir eru utangátta meðal manna. Líkt og jólaskraut eru rithöfundar allt í einu alls staðar. Íslenska jólabókaflóðið rekur upphaf sitt til síðari heimsstyrjaldarinnar. Á styrjaldarár- unum og eftir stríð urðu bækur í fyrsta sinn almenningseign og neysluvara. Þýddum skáldsögum fjölgaði mikið og áttu afþrey- ingar- og skemmtibækur vaxandi vinsældum að fagna. Það var í þrengingum stríðsáranna sem bækur öðluðust nýtt hlutverk. Vegna sam- gönguerfiðleika við útlönd ríkti vöruskortur í landinu. Bækur urðu vinsæl gjafavara og þóttu henta vel í jólapakka. Bækur eru dægrastytting. Þær eru stundar- flótti undan raunveruleikanum. Þær eru spegill á samtímann og sjálfið. Þær eru æfing í samkennd. Ef marka má breska dómstóla eru þær refsivöndur og betrunarbúnaður. Þær eru neysluvarningur, gjafavara, jólagjöfin í ár og öll önnur ár. Rithöfundar stíga nú fram á völlinn – ekki ritvöllinn heldur keppnisvöllinn, eins og skylmingaþrælar í Rómaveldi til forna, eins og Katniss Everdeen í sagnabálkinum Hungurleikunum. Fáir verða farsælir í hinum árlegu bókmenntaleikum, pláss í jólapökk- um er takmörkuð auðlind, en hinna sigur- sælu bíður velsæld, frægð og frami. Jólabókaflóðið er skemmtileg hefð. En væri ekki gaman að lesa bókardóm í apríl? Væri ekki gaman að heyra viðtal við rithöfund í útvarpinu í maí? Væri ekki gaman að geta lesið splunkunýja bók eftir Hallgrím Helga- son í júní, Auði Jónsdóttur í júlí og Steinunni Sigurðardóttur í ágúst? Bækur þjóna alls konar tilgangi. En fyrst og fremst er þeim ætlað að vera lesnar, ekki bara á jólum heldur allt árið um kring. n Hugleiðing um hefð Verslunarsaga Íslendinga hefur verið með nokkrum ólíkindum, en leiðarstefið hefur þar löngum verið öfund eða ótti við peninga annarra, en þess á milli hefur hún einkennst af höfðingjahollustu af blindustu sort. Ef til vill reis þessi saga hæst á þjóðveldisöld þegar Íslendingar seldu aðalsættum Evrópu ljósmeti úr hval og tennur rostunga við hærra verði en nokkrir aðrir gátu sett upp – og efnuð- ust fyrir vikið svo mikið að úr varð styrjöld Sturlunga. Hefur síðan heldur sigið á ógæfuhliðina með langvarandi valdaafsali, niðurlægjandi ein- angrun og síðar aldalangri einokunarverslun að skipan Kaupmannahafnarkóngs sem endaði svo með fantaprangi Hörmangarafélagsins. En ekki tók betra við þegar verslunin komst loks í hendur heimamanna. Þá fyrst voru klíku- skapurinn og klækjabrögðin slegin í gadda – og í stað frjálsrar verslunar, sem alþýða manna átti auðvitað skilið, tók við kafli flokksræðis og helmingaskipta í hérlenskum viðskiptum. Heildsalakerfið á síðustu öld var jafn inn- múrað og það var fyrir útvalda. Drifkraftur þess var öðru fremur þénusta við eigendur en almenning – og hlutdeildin í hagnaði var ýmist falin heima eða erlendis – og ekkert af því kom skattayfirvöldum við, af því stéttin var hafin yfir alþýðuna. Og flokksbundin fjársýsla á tímum fullveldis og sjálfstæðis varð smám saman að sjálfsmynd heillar þjóðar. Það sem heildsalinn flutti inn var selt á því verði sem hann sjálfur þurfti. Svo kom Jóhannes í Bónus og eyðilagði heila klabbið og kommissarakerfið í leiðinni. Og allar götur síðan hafa Íslendingar verið að velta því fyrir sér hvort frjálsa samkeppnin eigi heima hér á landi, hvort það sé eðlilegt að kúnninn græði á viðskiptum fremur en frí- múraraskráðir stórkaupmenn. Í þessu ljósi er hræðsla landsmanna við kaup franska fjárfestingasjóðsins Ardian á Mílu nokkuð skiljanleg. Þeir eru líklega ekki orðnir nógu vanir frjálsum viðskiptum, frjálsu flæði fjármagns og fjárfestingum útlendinga á Íslandi, raunar þeim mestu í yfir áratug – og meiningu þessa alls og mikilvægi, til að átta sig á því að það er einmitt alþjóðlegt og opið við- skiptafrelsi sem skiptir hagsæld þeirra mestu. Kaup Ardian auka samkeppni á Íslandi. Þau hleypa krafti í hagkerfið. Þau eru ekki aðeins yfirlýsing um að Míla sé öflugt fyrirtæki heldur eru þau skilaboð um að erlendir fjárfestar hafa trú á íslensku samfélagi og efnahagskerfi. Og þau ógna ekki innviðum, heldur efla þá. n Fé annarra Handgerðir íslenskir sófar • Margar útfærslur í boði • Mikið úrval áklæða • Engin stærðartakmörk Hvernig er draumasófinn þinn? Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 30. október 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.