Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 22

Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 22
Fáir eiga annan eins sess í hjörtum Íslendinga og Guð­ mundur Felix sem í átta ár beið handa­ ágræðslu í Lyon. Sýningin er ekki við allra sálna hæfi heldur stranglega bönnuð börnum undir átján ára enda við öllu að búast á þessum kyn­ þokkafulla hryllings­ kabarett. Tugir íslenskra stjórnmála- og embættismanna f lykkjast nú til Glasgow á loftslagsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna til fundar við kollega sína sem margir hverjir eru langt að komnir og sumir hverjir á einkaþotum, ef marka má reynsluna. Ætli einhver hafi reiknað út kolefnisspor loftslags- ráðstefnunnar og hve mörg tré þarf að gróðursetja til að kolefnisjafna hana? Í byrjun næstu viku verður svo þing Norðurlandaráðs haldið í Kaupmannahöfn. Þar koma saman stórar sendinefndir frá öllum Norðurlöndunum í glaum og gleði í næstum heila vinnuviku. Stjórnmála- og embættismanna- stéttin, sem fyrir Covid fór jafnan á minnst einn til tvo fundi erlendis í hverjum mánuði, er nú eins og kýrnar á vorin og ræður sér hreint ekki fyrir kæti. Eftir næstum tvö ár í fjötrum fjarfunda og símtóla er tilveran að verða eðlileg á ný. Aftur er hægt að versla í útlönd- um í stað þess að panta á netinu eða borga íslenskt verð. Aftur er hægt að komast í fríhöfnina. En vitanlega snýst þetta ekki um fríð- indi heldur embættisskyldur og þýðingarmikla fundi. Einhverjir verða að fórna sér í þetta fyrir okkur hin. En hver hefur veitt þessu fólki umboð til að þyrpast á loftslags- ráðstefnu og Norðurlandaráðs- þing? Hér situr starfsstjórn og Hefði ekki verið hægt að sýna gott for­ dæmi? n Í vikulokin Ólafur Arnarson Eins og kýrnar á vorin Alþingi hefur ekki komið saman eftir kosningar og getur raunar ekki komið saman þar sem óvissa ríkir um hvort það sé löglega kjörið. Orkar það ekki líka tvímælis að Sameinuðu þjóðirnar skuli smala saman þúsundum manna á risa- ráðstefnu, og það um loftslagsmál, nú þegar Covid hefur sýnt okkur að f lestir geta unnið meira heima og sinnt fundasetum í gegnum tölvu? Hefði ekki verið hægt að sýna gott fordæmi? n Búrlesk-hópurinn Dömur og herra stendur fyrir fullorðins- kabarett í hrekkjavökuanda í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, laugardagskvöld. bjork@frettabladid.is Hrekkjavakan hefur haslað sér völl hér á landi, sjálfur dagurinn er á morgun, en fjölmargir fagna honum alla helgina og er búrlesk-hópurinn Dömur og herra þar fremstur á meðal jafningja með fullorðins- kabarett þar sem allt getur gerst. Aðstandendur lofa djöflum, upp- vakningum og ósóma í bland við dónaskap, grasker og grín. „Fram koma kynósa köngulær, daður- sjúkir draugar, banhungraðar blóð- sugur, hugljúfir hamskiptingar, sexí slöngur og jafnsexí slöngutemjarar auk fjölda annarra yfirnáttúrulegra ofurvera og ógeðslistamanna sem fagna sér og öðrum af kæti og list. Sérstakur gestur er Íslandsvinurinn og hryllingstrúðurinn geðþekki Jelly boy the Clown,“ segir drag- drottningin Gógó Starr sem jafn- framt er kynnir kvöldsins. Ekki skylda að mæta í búningi „Íslendingar eru heldur betur búnir að kveikja á hrekkjavökunni og við vitum að margir gestir ætla að mæta í búningi, en það er alls ekki skylda!“ Hvað ætlar Gógó sjálf að gera á sýningunni? „Það kemur í ljós. Það verður sexí og hræðilegt. Hræðilega sexí allt saman. Það er rosalega gaman að blanda saman búrlesk-glamúrnum og svo þessum draugagangi. Þetta er fjórða hrekkjavökusýning hópsins og alltaf mikil tilhlökkun. Sýningin er ekki við allra sálna hæfi heldur stranglega bönnuð börnum undir átján ára enda við öllu að búast á þessum kynþokka- fulla hryllingskabarett,“ segir hún og hvetur alla til að koma og láta sér bregða í nýuppgerðum og endur- bættum Þjóðleikhúskjallara. Sýningin fer fram í Þjóðleikhús- kjallaranum í kvöld, 30. október, klukkan 21 og miðar eru fáanlegir á tix.is. n Djöflar og dónaskapur Búrlesk-hópurinn Dömur og herra hefur haslað sér völl á Íslandi með lostafullum og lífsglöðum fjölbragðasýningum og er íslenskukunnátta ekki skilyrði fyrir því að skemmta sér á sýningunum. MYNDIR/AÐSENDAR Sýningin fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, laugardag, og hefst kl. 21. Hópurinn lofar graskerjum og gríni. Gógó Starr, kynnir sýningar- innar lofar kyn- þokkafullum hryllings- kabarett. Við mælum með BJORK@FRETTABLADID.IS Það er ekkert óeðlilegt við það að fólk sem missir allt harki það bara ekki af sér og láti sem ekkert hafi í skorist, það er bara ekki þannig,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson meðal annars í viðtali í þessu tölublaði. Guð- mundur, sem lenti í skelfilegu vinnuslysi árið 1998, leiddist út í neyslu um tíma eftir slysið en hefur nú verið virkur í AA-samtökunum í tæpa tvo áratugi. Fáir eiga annan eins sess í hjörtum Íslend- inga og Guðmundur Felix, sem í átta ár beið handaágræðslu í Lyon í Frakklandi. Hand- langarinn sem nú er orðinn handhafi hefur vakið aðdáun fyrir æðruleysi og léttleika í aðstæðum sem sannarlega væru mörgum ofviða. Sjálfur segir Guðmundur þetta snúast um ákvörðun: „Maður þykir raunsær ef maður horfir á slæmu hliðarnar, en það eru alltaf þessar tvær hliðar,“ segir hann í viðtalinu. „Við höfum alltaf val,“ segir hann og lýsir því að hann hafi einfaldlega tekið ákvörðun um að leita að því góða í öllum kringumstæðum. Þetta snýst nefnilega ansi oft um það og það veit maðurinn sem missti allt í blóma lífsins. n Við höfum alltaf val Níu lífum Bubba Er nokkuð búið að mæla nóg með sýningunni Níu líf í Borgarleik- húsinu? Kraftur, orka, einlægni og hreinskilni eru orð sem koma í huga eftir rússíbanareið um líf eins ástkærasta tónlistarmanns þjóðar- innar, Bubba Morthens. Og svo tón- listin, þvílík tónlist! Veitingastaðnum Selva Latín veitingastaðurinn og barinn Selva á Laugavegi er svo sannarlega ferskt innlegg í f lóru miðbæjarins. Kokteilarnir og kræsingarnar eru í mið- og suður-amerískum anda. Rommaðdáendur ættu að verða ánægðir með úrvalið. Rækjurnar eru ljúffengar og bornar fram eins og listaverk. Og síðast en ekki síst ætti quesadillað engan að svíkja – hvort sem er í kjöt- eða veganútfærslu! n 22 Helgin 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ 30. október 2021 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.