Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 24
Ég hitti tvo
þeirra um
daginn og
sýndi þeim
fingurna
hreyfast.
Þeir
skríktu
bara eins
og smá-
strákar,
tóku upp
símana og
tóku
mynd-
bönd,
fannst
þetta alveg
frábært.
Ég var
pabbi og
rafveitu-
virki og
með allt
mitt á
hreinu og
svo allt í
einu hafði
ég ekkert
og hver er
ég þá?
Allt frá því hræðilegt slys
umturnaði lífi Guðmundar
Felix Grétarssonar árið 1998
hefur hann dreymt um að
verða heill á ný. Fyrir níu
mánuðum rættist sá draumur
þegar hann varð fyrstur
manna til að fá á sig grædda
handleggi og axlir í hálfs
sólarhrings langri aðgerð.
Við Guðmundur tölum
saman í gegnum sam-
skiptaforritið Zoom
sem þjóðin hefur lært
að nýta sér í heims-
faraldri. Blaðamaður í eldhúsi sínu
í Vesturbænum og Guðmundur á
sjúkrahúsi í Lyon.
„Ég er hér alla virka daga frá
klukkan níu til svona hálf fjögur í
endurhæfingu,“ segir Guðmundur
sem lítur á daglegar sjúkrahúss-
heimsóknirnar sem sinn vinnudag.
„Þetta er voða þægilegt system, að
vakna á morgnana og fara eitthvert,
vera í rútínu. Maður kann að meta
helgarnar betur núna,“ segir Guð-
mundur sem viðurkennir að æfing-
arnar taki á en segir þær þó venjast.
„Æfingarnar ganga út á sjúkra- og
iðjuþjálfun og svo er hér líkamsrækt
líka. Á vöðvana eru einnig notuð
rafskaut til að örva þá svo þeir
rýrni hægar,“ segir hann æðrulaus
og bætir við að hann bara mæti og
geri það sem honum sé sagt.
Horfði á fingurna allan daginn
Níu mánuðir eru liðnir frá aðgerð-
inni og birti Guðmundur um
miðjan mánuð myndband af sér
á samfélagsmiðlum þar sem hann
lyftir hægri hendi og hreyfir fingur,
nokkuð sem ekki var búist við að
gerðist svo f ljótt. Talið var að það
tæki heilt ár fyrir hann að geta
hreyft olnbogann og um tvö ár að
fá mögulega tilfinningu í fingurna.
En ferlið er margbreytilegt og
fingurnir sem Guðmundur hefur
notið að geta hreyft undanfarnar
vikur láta nú ekki eins vel að stjórn.
Þótt hann sakni þess að dáðst að
þeim hreyfast er ástæða þess að
hann getur síður stjórnað þeim eins
og er tilkomin af góðu.
„Það eru vöðvar á innanverðum
upphandleggnum og þar eru tvær
sinar sem toga í þessa þrjá fingur
sem ég var farinn að geta hreyft.
Þessir vöðvar fóru að virka svo ég
fór fyrst að geta hreyft vísifingur
og núna vísifingur, baugfingur og
löngutöng. En svo þegar virkni
vöðva eykst, þeir og sinarnar
strekkjast, leitar höndin nú í að vera
meira svona,“ segir hann og sýnir
bogna fingurna.
„Það er svolítið spælandi því ég
gat setið allan daginn og horft á
puttana hreyfast. En um leið og
vöðvar aftan á upphandleggnum
sem rétta úr fingrunum fara að
virka, fer ég aftur að geta rétt úr
þeim og beygt þá. Á meðan það er að
koma inn einn og einn vöðvi gerist
þetta svona.“
Það er augljóst að þessar framfar-
ir hafa glatt handhafann Guðmund
en að þessari tímamótaaðgerð komu
um 50 læknar, hvað ætli þeim finnist
um stöðuna?
„Það eru þrír læknar yfir þessu
50 manna teymi. Ég hitti tvo þeirra
um daginn og sýndi þeim fingurna
hreyfast. Þeir skríktu bara eins og
smástrákar, tóku upp símana og
tóku myndbönd, fannst þetta alveg
frábært.“
Læknunum er eðli málsins létt að
vel gangi enda mikið undir hjá þeim.
Ég hef ekki alltaf verið
til fyrirmyndar
Guðmundur Felix er farinn að geta lyft hægri hendi og hreyft þrjá fingur aðeins níu mánuðum eftir aðgerð, töluvert fyrr en björtustu vonir stóðu til. MYND/BENEDIKT SNÆR
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
„Þegar farið er í svona lagað, þar sem
mikil óvissa fylgir, getur það orðið
rosalega gott fyrir ferilskrá þeirra
en ef illa hefði farið hefði það alveg
öfug áhrif og gæti alveg eyðilagt
trúverðugleika þeirra. Þeir taka
allir áhættu með mannorð sitt með
þessu og eru því eðlilega ánægðir að
sjá árangurinn.“
Var fullkominn kandídat
Þessari stóru og flóknu aðgerð fylgir
löng endurhæfing auk þess sem
Guðmundur þarf að vera á ónæmis-
bælandi lyfjum það sem eftir er, til
að koma í veg fyrir að líkaminn
hafni höndunum. Lyfjunum fylgja
ýmiss konar aukaverkanir og eru
ótal dæmi um að fólk þoli þau illa
eða alls ekki. Sjálfur hefur Guð-
mundur verið á ónæmisbælandi
lyfjum frá því að hann fór í lifrar-
skipti fyrir nítján árum.
„Þá var ég settur á þessi lyf svo ég
hafnaði ekki lifrinni og það er í raun
ástæðan fyrir því að ég fæ að fara í
þessa aðgerð. Það hefði verið erfitt
að réttlæta það að setja einhvern á
þessi lyf án þess að vera að bjarga lífi
hans. En þar sem ég var á þeim fyrir
var ég fullkominn kandídat.“
Guðmundur rifjar upp að þegar
hann var í rannsóknum á sjúkra-
húsinu í Lyon árið 2011 hitti hann
konu sem hafði fengið tvær hendur
ágræddar við miðja upphandleggi og
aðgerðin gengið mjög vel.
„Maður þurfti að skoða vel til að
finna örin þar sem hún sat og lék sér
í tölvuspili í símanum sínum. Hend-
urnar virkuðu alveg rosalega vel. En
hún er búin að láta taka þær af – því
lyfin fóru svo illa í hana.“
Sjálfur segist Guðmundur þola
lyfin nokkuð vel þó að þau geri það
að verkum að hann þurfi aukreitis
að taka bæði blóðþrýstings- og bak-
flæðislyf.
„Að öðru leyti slepp ég nokkuð
vel. Maður hefur reyndar ekki alveg
sömu orkuna og úthaldið, maður
eldist aðeins fyrr og kannski lifir
ekki alveg jafn lengi en að öðru
leyti trufla þau mig ekki í daglegu
lífi.“
Kvíðinn og spenntur
Í dag, laugardag, kemur saga Guð-
mundar út í bókinni 11.000 volt
sem Erla Hlynsdóttir skrásetti. Guð-
mundur segir tilfinninguna sérstaka
þó að hann hafi sagt sögu sína oft og
víða, enda sé í bókinni farið nánar í
smáatriði. „Maður er bæði kvíðinn
og spenntur. Ég tók þann pólinn í
hæðina að vera ekki að velja bara
þá hluta sögunnar sem láta mig líta
vel út. Það gefur ekki rétta mynd af
stöðunni. Ég hef ekki alltaf verið til
fyrirmyndar,“ segir hann einlægur.
Guðmundur var 26 ára rafveitu-
virki og fjölskyldumaður með fjög-
urra ára og þriggja mánaða gamlar
dætur, þegar hann lenti í slysinu árið
1998. Guðmundur, sem þá starfaði
fyrir Rafveitu Reykjavíkur, vann við
viðgerð á háspennulínu við Hafra-
vatn þegar hann fyrir misskilning
snerti línu sem ekki hafði verið tek-
inn straumur af. Hann féll átta metra
niður úr staurnum, hryggbrotnaði á
þremur stöðum, brákaðist í háls-
liðum, rifbein losnuðu frá hryggjar-
súlunni og það kviknaði í hand-
leggjum hans. Guðmundur komst
fyrst til meðvitundar tæpum þremur
mánuðum síðar, lá á sjúkrahúsi í um
átta mánuði þar til við tók fjórtán
mánaða endurhæfing á Reykjalundi.
Leiddist út í neyslu
„Það er ekkert óeðlilegt við það að
fólk sem missir allt harki það bara
ekki af sér og láti sem ekkert hafi í
skorist, það er bara ekki þannig,“
segir Guðmundur sem leiddist út í
neyslu um tíma en hefur nú verið
virkur í AA-samtökunum í tæpa
tvo áratugi.
„Fyrstu tvö árin var ég bara á
spítala og neyslan byrjaði aðeins
þar í takt við það þegar verið var
að minnka önnur lyf. En þetta var
auðvitað svolítið verndað umhverfi
á spítala þar sem maður hafði allt
til alls. Það er þegar ég útskrifast af
Reykjalundi og fer heim sem hlut-
irnir virkilega fara til helvítis.“
Guðmundur útskrifaðist árið
1999 og segir tímabilið til 2001 hafa
reynst honum virkilega erfitt.
24 Helgin 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ