Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 30

Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 30
Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir leikkona er farin á fullt í leiklist og sjónvarp eftir langt hlé og nýtur þess til fulls. Hún segir konur hafa sterkari rödd í listaheiminum nú en áður. Sjálf er hún ástfangin og tekur sjálfa sig ekki of alvarlega. Ég er bara hægt og rólega að ná vopnum mínum og nú er ég fastráðin í Þjóð- leikhúsinu eftir að hafa verið verkefnaráðin þar undanfarin ár og ég er hæstánægð með það,“ segir Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikkona. Steinunn Ólína lék f y rst í atvinnuleikhúsi aðeins fimmtán ára gömul. Þá fór hún með hlutverk í söngleiknum Land míns föður hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún útskrif- aðist svo úr leiklistarskóla í London tvítug að aldri. Steinunn tók sér langt hlé frá leik- húsinu og hefur unnið hin ýmsu störf síðan. Hún hefur starfað sem blaðamaður, ritstjóri og grænmetis- bóndi svo fátt eitt sé nefnt. Nú er hún komin aftur í leiklistina og segist njóta þess. „Leikhúsið er magnaður vinnu- staður en alls ekki fyrir viðkvæma. Þegar best lætur er leikarastarfið heilandi áskorun, því í leiknum fær maður kærkomna hvíld frá sjálfum sér. Það er stórkostlega ofmetið að vera maður sjálfur,“ segir Steinunn, sem um þessar mundir stjórnar sjón- varpsþættinum Stóra sviðið á Stöð 2. Hún fer einnig með stórt hlutverk í kvikmyndinni Leynilöggu sem nú er í sýningu í kvikmyndahúsum. Leynilöggan „Leynilöggan var framleidd við afar sérstakar aðstæður. Í fyrsta lagi var tökutíminn stuttur en öll myndin var tekin upp á 20 dögum. Í öðru lagi vorum við eins og aðrir að glíma við Covid-takmarkanir þannig að það er eiginlega kraftaverk að við skyldum ná að koma bíómyndinni heim og saman á þessum tíma.“ Auðunn Blöndal fer með aðal- hlutverk í myndinni en á skjánum má einnig meðal annarra sjá Egil Einarsson, Sverri Þór Sverrisson (Sveppa) og Steinþór Hróar Stein- þórsson (Steinda Jr.). Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi mark- vörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, leikstýrir myndinni. „Hannes er mjög agaður leikstjóri, eiginleiki sem hann hefur ef laust úr fótboltanum og skýra sýn. Hann og þessir herramenn allir sem að myndinni standa eru aldir upp á amerískum hasarmyndum og vissu algjörlega upp á tíu hvað þeir vildu búa til og mér finnst þeim hafa tek- ist ætlunarverk sitt.“ Steinunn segir Leynilögguna á vissan hátt spegla hasarmyndir níunda áratugarins. Teygt sé á klisj- um í bland við húmor og „mann- eskjulegheit“ sem verði trúverðug í undarlegum heimi myndarinnar. „Það má líka benda á að í lang- flestum amerískum hasarmyndum eru konur persónuleikalaus fylgi- tungl sem eru rétt til staðar til að ýta undir mikilfengleik hasarmynda- stjörnunnar. Í Leynilöggunni eru öll kvenhlutverkin þýðingarmikil og allar hafa þær eitthvað til síns máls. Það er ánægjulegt og alls ekk- ert sjálfsagt.“ Aðspurð að því hvernig sam- starfið við Audda, Sveppa, Steinda og Egil hafi gengið segir Steinunn Ólína það bæði hafa gengið vel og verið skemmtilegt. ,,Ég hef eins og alþjóð fylgst með þeim öllum án þess að leiðir okkar hafi legið saman áður. Þetta eru af burðamenn allir sem einn og þótt við höfum ekki starfað í sömu verkefnum áður þá er afstaða okkar til sköpunar ekki ólík við nánari kynni,“ segir hún. ,,Ég hef aldrei tekið sjálfa mig sér- staklega alvarlega, sem ég tel minn mesta kost, og það gera þeir ekki heldur. Þeir eru óhræddir við að Aldrei tekið sjálfa sig sérstaklega alvarlega Steinunn Ólína segir leikhúsið magnaðan vinnustað sem sé þó alls ekki fyrir viðkvæma. Hún nýtur þess að vera komin aftur í leik- listina og segir að í leiknum fái menn kær- komna hvíld frá sjálfum sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Steinunn Ólína fer með hlutverk lögreglustjórans Þorgerðar í hasarmyndinni Leynilöggunni sem nú er í sýningu í kvikmyndahúsum landsins. MYND/AÐSEND taka sénsa og gera sig að fíf lum, ég kann að meta það,“ bætir Steinunn við. „Þetta eru fullorðnir menn sem skilja mikilvægi þess að leika sér og fíflast, það sem er mannsandanum lífsnauðsynlegt. Ég hef sagt áður að þeir séu frjálsir andar, þeir burðast ekki með þá íþyngjandi sjálfsmynd að vera „listamenn“ en eru engu að síður býsna merkilegir listamenn hver á sinn hátt.“ #Metoo Steinunn Ólína er óhrædd við að viðra skoðanir sínar og það hefur hún meðal annars gert í tengslum við #metoo. Hún hefur starfað lengi í leikhúsheiminum á Íslandi og segir að sér vitanlega hafi vel verið tekið á ágreiningsmálum innan leikhúss- ins, nema kannski í kjölfar #metoo. „Allt í einu var eins og sumir stjórnendur vissu ekki lengur hvert hlutverk þeirra væri eða hvaða háværa kór þeir ættu að hlýða. Mér finnst stórkostlega orðum aukið að innan listabransans hafi viðgengist linnulaust kynferðislegt of beldi gagnvart konum. Það er einfaldlega ekki satt,“ útskýrir Steinunn. „Það er í fyrsta lagi ekkert í íslensku samfélagi sem kallast á við heiminn í Hollywood þar sem karl- menn með endalaust fjármagn geta orðið úrslitavaldar um framgang kvenna í starfi. Til þess eru valda- menn í íslenska lista- og menning- argeiranum einfaldlega ekki nógu valdamiklir.“ Hún segir hliðstæðuna við raun- veruleikann enga og valdastrúktúr- inn ekki sambærilegan. „Í öðru lagi eru íslenskar konur sjálfstæðar og framúrskarandi duglegar, treysta flestar, vona ég, á eigin verðleika og hæfni óháð áliti karlmanna og eru að mínu mati flestum betri í því að skapa sér sín tækifæri sjálfar,“ segir hún. „Upp hafa komið of beldismál innan leikhús- og kvikmynda- bransans eins og í öðrum atvinnu- greinum, því skíthælar af öllum kynjum eru til og heimskulegt að halda að skíthælahætti megi Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is  Þetta eru fullorðnir menn sem skilja mikilvægi þess að leika sér og fíflast, það er manns- andanum lífsnauð- synlegt. 30 Helgin 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.